Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 22
Halldór Guðmundsson Skrýtnastur er maður sjálfur Um minningasögur Halldórs Laxness Yfir minningasögum Halldórs Laxness frá árunum 1975-1980 er sérstök birta og skáldskapargildi þeirra er annað og meira en blasir við fyrstu sýn. Hér er fjallað um þessar sögur m.a. sem heimild um aðferð Halldórs sem sagnamanns og um lífssýn hans á efri árum, þegar hann er tekinn að nálgast taóismann að nýju. Hirðinginn Temúdsjín í sögu Halldórs Lax- ness hafði lagt rúman helming veraldarinn- ar undir sig og var orðinn voldugastur allra konunga er uppi hafa verið, þegar hann sneri við og hélt heim til hinna norðlægu kjarrhæða „þar sem vatnið í ánum er kalt og tært og hljóð þeirra kátt einsog litlar bjöll- ur“ (Þœttir, bls. 310). Eins er það þegar Halldór hefur sagt hálfum heiminum sínar sögur og er orðinn mestur sagnamaður Is- lendinga síðan á dögum Snorra, þá snýr hann aftur að þessum bæ í túninu heima, þar sem er „altær lind og ilmur af reyr“ (ítúninu heima, bls. 249). Sá er munurinn að Temúd- sjín komst aldrei alla leið heim, en fjörutíu árum eftir að Halldór skrifaði þáttinn um hirðingjann volduga hefur hann sjálfur lok- ið fjögurra binda verki um sínar norðlægu kjarrhæðir með bókum þeim sem nú er farið að kalla minningasögur hans. Bækurnar spanna þó aðeins brot af ævi höfundarins, og segja ekki frá sigurförum um veröld víða. / túninu heima (1975) nær yfir tímann frá því Halldór man fyrst eftir sér og fram að því að hann fer 12 ára til Reykjavíkur til náms í Iðnskólanum; Sjömeistarasagan (1978) segir frá árunum 1915-1919, og þó aðallega fullveldisvetr- inum þegar Halldór er að koma saman Barni náttúrunnar; Ungur eg var (1976) segir frá Danmerkurdvöl veturinn 1919- 1920 og Grikklandsárið (1980) frá heim- komunni þaðan og dvöl sem heimilis- kennari á Hornafirði vorið 1921. Þótt bækur þessar séu í seinni útgáfum kallaðar minningasögur ber að varast að leggja hefðbundinn skilning í það orð. Sjálfur kallaði Halldór þær skáldsögur í ritgerðaformi og er sá fyrirvari hafður fremst í bókunum öllum. Það er mikilvægur fyrirvari, sem Halldór gerir reyndar fyrst í eftirmála Guðsgjafaþulu (1972), þar sem höfundur hafði líka notað efni úr æsku sinni. Einnig má benda á það sem Halldór 20 TMM 1992:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.