Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Síða 28
ið til Helsíngjaborgar þar sem hann vissi
vin sinn frá Laxnesi sitja í skáldlegum
dýrðarljóma að búa til frægar bækur fyrir
heiminn. Hann borgaði farið mitt til Kaup-
mannahafnar og bar búslóð mína á sjálfum
sér. (Úngureg var, bls. 180-182).
Þetta þarf ekki mikillar útlistunar við: Stað-
reyndum ber vel saman, vinna ísleifs á bú-
garði, fiðlukonsertinn, blánkheitin, madd-
aman sem leigir út herbergið, sameiginleg
brottför og töskuburður. En Halldór færir til
og þjappar í tíma bæði máltíðum og hljóm-
leikum, lengir sumt og sleppir öðm, þannig
að atburðirnir fá merkingu hver af öðrum,
einsog lesendur geta fullvissað sig um sjálf-
ir, frásögnin dettur ekki í stök atvik einsog
hjá ísleifi. Við höfum á tilfinningunni að
við höfum verið að lesa smásögu sem nálg-
ast dæmisögu, sem við vitum að vísu ekki
alveg hvað boðar, en er þó um matinn og
skáldskapinn, og hvað allur matur bliknar
hjá dásemdum heimslistarinnar, og svo
kemur Isleifur einsog heilagur maður og
frelsar sitt skáld, einsog ungum höfundi
legst alltaf eitthvað til sem öllu hættir fyrir
listina.
Hér er til örlítill eftirmáli, sem sýnir okk-
ur að Isleifur Sigurjónsson kunni líka að
fella úr sögu, í þessu tilviki tilefni bréfs
Halldórs, þótt fremur væri af háttvísi en
skáldskap. Við höfum nefnilega stuttan en
gagnorðan vitnisburð Ásgeirs Bjarnþórs-
sonar málara, sem skaut skjólshúsi yfir
Halldór í Kaupmannahöfn þegar hann kom
þangað frá Svíþjóð. í bókinni sem Andrés
Kristjánsson skráði eftir Ásgeiri, Aflífi og
sál, segir svo (bls. 34-35):
Nú er þess að geta að piltur að nafni Halldór
Guðjónsson ífá Laxnesi hafði álpast félítill
til Helsingjaborgarogláþarnú peningalaus
í svelti. Hann skrifareinhverjum kunningja
sínum í Höfn — ég man ekki lengur hver
það var — og biður um aðstoð í vanda. Við
skutum saman nokkrum krónum og send-
um honum, svo hann kæmist til Hafnar.
[...]
Án þess að bama þessa sögu frekar held ég
að af öllu persónugalleríinu í bókunum fjór-
um megi sjá af þessu að eina er Halldór að
skapa öðrum fremur; sjálfan sig, enda segir
á einum stað að skrýtnastur sé maður sjálfur
(Ungur eg var, bls. 67).
Rétt er að geta þess að a.m.k. á einum stað
ber meira á milli en hér. Það er í frásögnum
Halldórs af kynnum sínum af fjölskyldu
Einars Benediktssonar í Úngur eg var.
Hann bregður þar upp minnisstæðri en dap-
urlegri mynd af Svölu dóttur þjóðskáldsins,
og lýkur með því að hann er einn til að
fylgja henni á skip á hráslagalegum haust-
degi. Afkomendur Einars andmæltu þessu
í blaðagreinum, og birtast þau andmæli
skýrt í endurminningabók Hrefnu systur
Svölu, Dúfu töframannsins, sem Gylft
Gröndal skráði. Þar segir hún meðal annars
að Svala haft farið utan að vori en ekki
hausti, brottförin verið glaðleg enda fylgdi
henni fjöldi ættingja og vina á skip, allir
nema Halldór Laxness, enda enginn kunn-
ingsskapur með þeim. Ekki ætla ég að rifja
upp þessar deilur frekar, en óneitanlega hef-
ur maður á tilfinningunni að Hrefna fari nær
staðreyndum málsins en Halldór, og stað-
festist þá það sem hann hefur sagt um þess-
ar bækur að nafnkunnar persónur verði
honum þar kveikja skáldskapar, tilefni sögu
(BLM 1981:5). Það er mórölsk spuming að
hve miklu leyti slíkt er réttlætanlegt, sjálf-
sagt myndu fæst okkar vilja vera kveikja
skáldskapar annars manns, undir fullu
nafni. Rétt er hins vegar að hafa í huga að
26
TMM 1992:3