Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 41
tveggja sé — og hann skilur hveiju hann fómar. Hér er þá á ferðinni þema sem víða kemur fram í sögum Halldórs Laxness bæði fyrr og síðar: líf og fómir í þágu hugsjónar sem reynist vera blekking. Þetta þema er ekki umræðuefni mitt hér heldur sú hugsjón sem hér er um að tefla: hetjuhugsjónin. Gerpla tekur af öll tvímæli um að sú hetjuhugsjón sem samþættir manndráp og önnur styrjaldarafrek fylgispekt við höfð- ingja er forkastanleg og líf í þágu slíkrar hugsjónar er ekki einungis fáránlegt og einskis vert heldur beinlínis skaðlegt og rangt af því að það veldur öðmm en þeim sem lifír því þjáningum. Hetjuhugsjónin sem lýst er í Gerplu og sækir efni í nútím- ann engu síður en fomar bækur er að þessu leyti enn verri en frelsishugsjón Bjarts í Sumarhúsum: hún er enn fáránlegri, og hún getur orðið miklu skaðlegri. Hvað veldur því þá að venjulegum les- anda er ekki sama um Þormóð í sögulok? Ég held að það hljóti að stafa af því að hann hefur glatað öllu, skilur tap sitt og tekur afleiðingunum af því. Allar fómir Þormóð- ar vom færðar til að geta að lokum staðið frammi fyrir Ólafi digra og sungið lof Þor- geiri svarabróður sínum og konungi hans. Sú stund rennur að lokum upp: Styttu nú stundir konúngi þínum, skáld, segir Ólafur Haraldsson, og flyt hér gerplu þína undir hörginum í nótt. Skáldið svarar og nokkuð dræmt: Nú kem eg eigi leingur fyrir mig því kvæði, segir hann, og stendur upp seinlega, og haltrar á brott við lurk sinn, og er horfinn bak hörginum (493). í öllu rithöfundarverki sínu snýst Halldór Laxness öndverður gegn þeirri hetjudýrkun sem miklar manndráp og hverja þá kapp- semi undir merkjum eigingimi eða falskra hugsjóna sem kostar mannlegar fómir. Dæmi þess höfðum við í Sjálfstœðu fólki, þegar um basl einyrkja var að ræða, dæmi má finna í greinum um ádeilur á forsjárlaust kapp við sjósókn hér við land,7 og þannig mætti lengi telja. En þrátt fyrir andóf gegn dýrkun ofbeldis í hetjusögum hefur hann fundið í fomum íslenskum hetjusögum og kvæðum verðmætan kjama sem hann tekur mið af í sumum mestu snilldarverkum sín- um eins og t.d. Sjálfstœðu fólki og Gerplu: samkenndina með þeim sem hefur glatað öllu en heldur mannleika sínum og reisn: Við getum hugsað til Guðrúnar Gjúkadótt- ur á dauðastund hennar; hún á það sam- merkt Bjarti og Þormóði að hafa fómað öllu fyrir hugsjón. Sama er að segja um Gísla Súrsson. Sögur Bjarts og Þormóðar eru ólíkar, gerast í heimi afstæðra gilda. En í sögulokin koma þeir báðir fram sem mann- eskjur. Það er fyrst í allra síðustu línum Gerplu að Þormóður rís upp úr ævilöngu óráði sem manneskja — og jafnvel sem hetja, ef við leyfum okkur að nota þetta orð — með orðum Halldórs Laxness, sem ég hef þegar vitnað í tvisvar — um þann sem getur „horfst í augu við þýngstu reynslu og algeran ósigur í lífi sínu“.8 Heimildir A. Rit eftir Halldór Laxness: Gerpla, 1952, I túninu heima, 1975, Sjálfsagðir hlutir, 1946, Sjálfstœttfólk, 1934-35, Upphaf mann- úðarstefnu, 1965, Vettvangur dagsins, 1942, Viðhey- garðshomið, 1981. TMM 1992:3 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.