Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Blaðsíða 43
lífsanda að bestu verk síðari skálda óbundins
máls fölna í samanburði við verk hans. Þetta
skáld lifir í slíkri hæð að frá þeim stað þar
sem hann stendur sjást ekki nema tindar
hæstu íjalla í bókmentum heimsins. Ekkert
verk geymir viðlíka endurkast af atburðum
þrettándu aldar á íslandi. Hvergi er vitund
þeirrar aldar um inexorabilia opinberuð í an-
narri eins hámentun formsins. Enn í dag er
orðræðulist höfundarins slík að ekki verður
bent á neitt fullkomnara í heimsbókmentun-
um — vottur þess hve sterk upplifun
menskra hluta Ieynist undir hinu fágaða ytra-
borði verksins (62).
5. Nauðsynlegt er þó að hafa í huga að ýmislegt af
því sem öfgafyllst og ónáttúrlegast er í hetjuskap
Þorgeirs Hávarssonar og hans nóta er í raun og
veru augljós skírskotun til hugmynda og orða-
leppa nasista, en á sér engar hliðstæður í fombók-
menntum, sbr. t.d. Peter Hallberg 1982, 15.
6. Að því er varðar opinskáa og allt að því áróðurs-
kennda afstöðu til ákveðinna hugmynda og lífs-
viðhorfa er Gerpla æðifrábrugðin ffásagnarlist
íslendingasagna, eins og Halldór hefur margsinn-
is lýst henni sjálfur, t.d. í grein frá árinu 1962 sem
prentuð er íUpphafi mannúðarstefnu, 1965, „Per-
sónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leik-
rit“, bls. 71 o.v.
7. „Hvert á að senda reiknínginn?“ Sjálfsagðir
hlutir, 211-215.
8. Ég geri mér grein fyrir að hugsanleg er öllu
kaldhæðnislegri túlkun á endalokum Gerplu, sem
sé að Þormóði hafi orðið það eitt ljóst að Olafur
Haraldsson var ekki sá maður sem þeir Þorgeir
héldu og að hann sé í raun ennþá haldinn af
Þorgeirsdýrkun sinni. Samt held ég að svo mörg-
um stoðum megi renna undir minn skilning að
hann eigi fullan og meiri rétt á sér, þótt ekki skuli
það gert hér. Hitt er svo ekki ólíkt Halldóri Lax-
ness að skilja lesandann eftirí nokkurri óvissu að
lokum og láta honum eftir að ákveða endanlega
merkingu verksins.
Grein þessi er að mestu efnislega samhljóða erindi
sem ég flutti á Halldórsstefnu 13. júní s.l. Orðalagi
hefur verið vikið við og bætt við heimildatilvísunum
og öðru efni sem stendur í neðanmálsgreinum.
TMM 1992:3
41