Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 57
keypt er á markaði kemur svo 25% virðis- aukaskattur til ríkisins og einhver tollur. Þegar keypt er bensín á bíl renna raunar rúmlega 68 krónur af hverjum 100 til ríkis- ins. Þeir sem framleiða vörur fyrir markað keppa auðvitað að því að hámarka eftir- spurnina. Breytingar á tísku og árgerð eru rækilega auglýstar. Ending dýrra tækja er takmörkuð. Það þykir t.d. gott ef bfll endist í 12-15 ár og á það sinn þátt á að gera rekstur meðalbfls að hæsta lið í útgjöldum meðalfjölskyldu á Islandi að matnum frá- töldum. Einkabfllinn minnir á hvemig lífs- hættir umbúðaþjóða binda marga við dýrt viðhalds- og rekstrarkerfi sem er rekið af söluaðilum. Hann minnir líka á hve uppá- haldslausn seljenda — einkalausnin, þ.e. hver sína tölvu, sjónvarpstæki, bíl — þrengir kosti þeirra sem vilja fara aðra leið. Kostar meira í peningum og tíma. Fjölgun einkabfla hefur t.d. valdið fækkun strætis- vagnaferða og þrengt að þeim sem ganga eða hjóla. Kostnað af auglýsingum borga þeir sem kaupa vaminginn og þjónustuna sem þeim er ætlað að selja. Vert er að hafa í huga hve vafasamur ávinningur er í því að bregðast við dýrum, endurteknum sjónvarps- og heilsíðuauglýsingunum. Þær snúast nefni- lega yfírleitt um að selja eitthvað sem hefur vafasöm áhrif á heilsu og hag þjóða: gos- drykki, sælgæti, tilreidd matvæli, bfla og skuldabréf ríkissjóðs! Ég hef þegar vikið að því á hve veikum grunni markaðsleikir umbúðaþjóðanna standa frá siðferðilegu sjónarmiði. A baki glansmyndarinnar af 700 milljónunum á Þrímarkaðnum blasir við mynd af þeim 4,5 milljörðum manna sem ekki hafa efni á þeim leik. Og mega raunar af vistfræðileg- um ástæðum ekki fá tækifæri til að vera með í slíku. Hvað skyldi verða um ósonlag- ið ef Kínverjar tækju að nota ísskáp eða loftkælingu? Raunar hefur verið búið þannig um hnútana að hinn þögli, snauði meirihluti jarðarbúa kemst aldrei inn á leik- vanginn og stór hluti hans er að kikna undan skuldabyrði. Markaðsrisar rfkra þjóða, bankar, sjóðir og alþjóðafyrirtæki sjá um það. Þau hafa undanfama áratugi skammt- að þjóðum þriðja heimsins sífellt lægra verð fyrir hráefni þeirra og aðrar útflutn- ingsvörur. Um 1950 gátu þeir sem töldust til ríkra þjóða keypt um 10 sinnum meira en íbúar fátækra þjóða en 1988 var það orðið 30 sinnum meira.9 Heimsmarkaðurinn er frjáls í orði. En landbúnaðarafurðum fá- tækra þjóða er haldið frá markaði hinna ríku með niðurgreiðslum og verndartollum. Evrópubandalagið, sá markaðsklúbbur sem horft er til með mestri lotningu og eftir- væntingu af markaðsfrömuðum íslendinga, hefur fylgt þeirri stefnu út í æsar. Á þeirri þróun, sem hér hefur verið lýst, hvflir það sem hagfræðingar, stjómmála- menn og aðrir álitsgjafar þjóðarinnar kalla hagvöxt. Okkur ætlað að trúa því að góð efni og björt framtíð þjóðarinnar sé háð hagvexti. Svo er ekki. Vexti neyslu og fram- leiðslu, sem hvflir á takmörkuðum auðlind- um náttúrunnar, eru takmörk sett eins og oft er vikið á þessum blöðum. Vöxturinn gref- ur ef að er gáð undan lífsgrundvelli okkar, eftirkomendanna og snauðra jarðarbúa. Hagvaxtarmælingar miðast ekki við að mæla eingöngu verðmætasköpun eins og ráða má af tali þeirra sem gefa tóninn. I útreikningum á svonefndri þjóðarfram- leiðslu, sem hagvöxtur miðast við, birtist vöxtur einnig vegna niðurrifs, sóunar, mengunar- og slysavama, arðlausrar offjár- TMM 1992:3 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.