Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 57
keypt er á markaði kemur svo 25% virðis-
aukaskattur til ríkisins og einhver tollur.
Þegar keypt er bensín á bíl renna raunar
rúmlega 68 krónur af hverjum 100 til ríkis-
ins.
Þeir sem framleiða vörur fyrir markað
keppa auðvitað að því að hámarka eftir-
spurnina. Breytingar á tísku og árgerð eru
rækilega auglýstar. Ending dýrra tækja er
takmörkuð. Það þykir t.d. gott ef bfll endist
í 12-15 ár og á það sinn þátt á að gera
rekstur meðalbfls að hæsta lið í útgjöldum
meðalfjölskyldu á Islandi að matnum frá-
töldum. Einkabfllinn minnir á hvemig lífs-
hættir umbúðaþjóða binda marga við dýrt
viðhalds- og rekstrarkerfi sem er rekið af
söluaðilum. Hann minnir líka á hve uppá-
haldslausn seljenda — einkalausnin, þ.e.
hver sína tölvu, sjónvarpstæki, bíl —
þrengir kosti þeirra sem vilja fara aðra leið.
Kostar meira í peningum og tíma. Fjölgun
einkabfla hefur t.d. valdið fækkun strætis-
vagnaferða og þrengt að þeim sem ganga
eða hjóla.
Kostnað af auglýsingum borga þeir sem
kaupa vaminginn og þjónustuna sem þeim
er ætlað að selja. Vert er að hafa í huga hve
vafasamur ávinningur er í því að bregðast
við dýrum, endurteknum sjónvarps- og
heilsíðuauglýsingunum. Þær snúast nefni-
lega yfírleitt um að selja eitthvað sem hefur
vafasöm áhrif á heilsu og hag þjóða: gos-
drykki, sælgæti, tilreidd matvæli, bfla og
skuldabréf ríkissjóðs!
Ég hef þegar vikið að því á hve veikum
grunni markaðsleikir umbúðaþjóðanna
standa frá siðferðilegu sjónarmiði. A baki
glansmyndarinnar af 700 milljónunum á
Þrímarkaðnum blasir við mynd af þeim 4,5
milljörðum manna sem ekki hafa efni á
þeim leik. Og mega raunar af vistfræðileg-
um ástæðum ekki fá tækifæri til að vera
með í slíku. Hvað skyldi verða um ósonlag-
ið ef Kínverjar tækju að nota ísskáp eða
loftkælingu? Raunar hefur verið búið
þannig um hnútana að hinn þögli, snauði
meirihluti jarðarbúa kemst aldrei inn á leik-
vanginn og stór hluti hans er að kikna undan
skuldabyrði. Markaðsrisar rfkra þjóða,
bankar, sjóðir og alþjóðafyrirtæki sjá um
það. Þau hafa undanfama áratugi skammt-
að þjóðum þriðja heimsins sífellt lægra
verð fyrir hráefni þeirra og aðrar útflutn-
ingsvörur. Um 1950 gátu þeir sem töldust
til ríkra þjóða keypt um 10 sinnum meira en
íbúar fátækra þjóða en 1988 var það orðið
30 sinnum meira.9 Heimsmarkaðurinn er
frjáls í orði. En landbúnaðarafurðum fá-
tækra þjóða er haldið frá markaði hinna ríku
með niðurgreiðslum og verndartollum.
Evrópubandalagið, sá markaðsklúbbur sem
horft er til með mestri lotningu og eftir-
væntingu af markaðsfrömuðum íslendinga,
hefur fylgt þeirri stefnu út í æsar.
Á þeirri þróun, sem hér hefur verið lýst,
hvflir það sem hagfræðingar, stjómmála-
menn og aðrir álitsgjafar þjóðarinnar kalla
hagvöxt. Okkur ætlað að trúa því að góð
efni og björt framtíð þjóðarinnar sé háð
hagvexti. Svo er ekki. Vexti neyslu og fram-
leiðslu, sem hvflir á takmörkuðum auðlind-
um náttúrunnar, eru takmörk sett eins og oft
er vikið á þessum blöðum. Vöxturinn gref-
ur ef að er gáð undan lífsgrundvelli okkar,
eftirkomendanna og snauðra jarðarbúa.
Hagvaxtarmælingar miðast ekki við að
mæla eingöngu verðmætasköpun eins og
ráða má af tali þeirra sem gefa tóninn. I
útreikningum á svonefndri þjóðarfram-
leiðslu, sem hagvöxtur miðast við, birtist
vöxtur einnig vegna niðurrifs, sóunar,
mengunar- og slysavama, arðlausrar offjár-
TMM 1992:3
55