Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Qupperneq 59
launamun fylgir sóun, streita og niðurlæg- ing og hann ýtir undir neyslusamjöfnuð og aukna neyslu. Krafan um aukinn jöfnuð er i senn reist á réttlætissjónarmiði og vist- fræðilegum forsendum. Það ber að gera vinnutímann sveigjanleg- an og styttahann. Tækniþróunin leyfír það. Er ekki orðið tímabært að gera þá kröfu að tækniframfarir skili öðrum lífsgæðum en þeim að neysluvörur verði fjölbreyttari og glæsilegri á að líta? Tækniframfarir á að nýta til að losa fólk við leiðigjörn og ein- hliða störf á vinnumarkaði. Leggja ber minni áherslu á kaupmátt og neyslu en meiri á lífsgæði: Tíma til að sinna samskiptum og hugðarefnum; næði, hreint loft, framtíð unga fólksins svo dæmi séu nefnd. Þessu fylgir krafa um endurskil- greiningu á því hvað við er átt með „mann- sæmandi lífskjörum.“ Opinberan rekstur á að takmarka við það sem horfir ótvírætt til aukins jafnaðar, sjálfstrausts, heilbrigði og menntunar þegn- anna. Stofanalausnir, einokun og sérfræð- ingaforræði þarf að víkja en frumkvæði alþýðu við eigin heilsugæslu, sjálfsnám og sjálfsbjargarviðleitni ber að örva og viður- kenna. Hin umbúðalausa tílvera kemur auðvitað ekki aftur í sinni fyrri mynd. En framundan er endurmat og viðhorfsbreytíng. Þeir sem fá lág laun, litla tilbreytni og óveruleg sam- skipti á vinnustað sínum kunna að endur- skoða ávinninginn af vistinni þar. Kanna aðrar leiðir til fjölbreyttari samskipta og skemmtilegri starfa en þeim bjóðast á vinnumarkaðnum. Til eru áhugamál sem draga úr tekjuþörf, s.s. handavinna, við- gerðir, garðrækt og matargerð. Ef kunn- ingjar og ættingjar og nágrannar gerðu meira af því að ganga saman í verk eða skiptast á vinnuframlagi er hugsanlegt að fólk fengi meiri tíma til eigin nota en gerist með vinnumarkaðsvist og vörumarkaðs- heimsóknum. Vinna utan hins formlega hagkerfis verður þeim mun hagkvæmari sem meiri umbúðakostnaður fylgir annarri vinnu. Ef fleiri fara að velja slíka kosti dregur úr þjóðarframleiðslu og hagvexti. Það þarf hins vegar ekki að rýra lífskjör eins og jafnan er reynt að telja okkur trú um. Út- reikningar á þjóðarframleiðslu og hagvexti einskorðast við vinnumarkað, hið formlega hagkerfi eins og áður er vikið að. Hagvexti fylgir ekki endilega hagsæld heldur óhag- kvæmt stúss, tímaleysi og.álag á fólk og auðlindir. Skilningur á þessu fer vaxandi. 5. maí 1990 samþykkti Alþingi t.d. þingsá- lyktunartillögu um að fela ríkisstjóminni . . að láta kanna aðferðir við útreikning þjóðhagsstærða þar sem tekið er tillit til áhrifa framleiðslustarfsemi á umhverfí og náttúmlegar auðlindir.“ Upphaflega var til- laga á þessa leið flutt af sex þingkonum Kvennalistans. í greinargerð með henni segir m.a.: „f hefðbundnum aðferðum við útreikninga á hagvexti og öðmm þjóðhags- stærðum gætir blindu gagnvart umhverf- inu.“ Breytingar verða þegar nógu margir telja gamla lagið ekki borga sig lengur. Þegar breytt skilyrði og ný þekking tengjast í hug- um fólks vaknar hugsun sem fyrr eða síðar leiðir til athafna. Eftir því sem takmörk vaxtar verða ljósari, umbúðir um mannlíf og rekstur dýrari, opinber þjónusta rýrari og kaupgeta minni, þá verður farið að líta fremur en fyrr til lífshátta sem mótast af sjálfsbjargarviðleitni, samhjálp, nýtni og nægjusemi. Eftir því sem fleiri reka sig oftar á að það sem áður var talið borga sig TMM 1992:3 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.