Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 61
Aðalgeir Kristjánsson
Fr. Paludan-Muller
og Jónas Hallgrímsson
Langt mál um lítið kvæði
Hér segir frá skáldinu Paludan-Muller og kvæði hans, Venus, sem telja
má víst að Jónas Hallgrímsson hafi haft í huga þegar hann orti kvæði á
dönsku íbréfitil Konráðs Gíslasonar veturinn 1843-1844. Kvæði Jónasar
er sýnilega ort út frá kvennamálum, og hefur skáldið talið sig standa í
sporum Aktæons í goðsögunni um gyðjuna Díönu sem kvæðin byggja á.
Frederik Paludan-Muller
Jónas Hallgrímsson kom til háskólanáms í
Kaupmannahöfn haustið 1832. Líklegt er
að athygli hans hafi þá beinst að ungum
dönskum stúdent sem þar var við laganám.
Körlum og konum varð starsýnt á hann
sakir þess hvað hann var áberandi í ærsla-
fullu lífi ungra og lífsglaðra stúdenta sem
tóku hina frjóu lífsnautn fram yfír leiði-
gjaman lagalestur og andlitla fyrirlestra.
Þessi ungi stúdent var yngri en Jónas,
prestssonur eins og hann, fæddur 7. febrúar
1809 í Kerteminde og hét Frederik Palud-
an-Múller, en kallaður Fritz af fjölskyldu
sinni. Hann var sjötti í röðinni af átta systk-
inum.
Frederik Paludan-Múller átti ættir að
rekja til virðulegra danskra embættis-
manna, en þangað sótti hann einnig andlega
brotalöm. Móðir hans var viðkvæm og
einkar vel gefin, en andlega veil. Yfír æsku
hans féll dimmur skuggi þegar móðir hans
varð sjúk á geði og lést árið 1820. Þá var
Fritz 11 ára.
Ári áður varð faðir hans, Jens Paludan-
Múller, stiftsprófastur í Odense. Þar gekk
Paludan-Múller í latínuskóla og varð stúd-
ent 1828 eftir að hafa átt við geðrænan
sjúkleika að stríða sem talinn var stafa af
prófhræðslu. Á skólaárum hóf Paludan-
Múller að fást við ljóðagerð, og fyrstu ásta-
kvæðin orti hann fyrir stúdentspróf.
Um tvítugt var Paludan-Múller orðinn
glæsimenni og heimsmaður. Hann var eft-
irsóttur í samkvæmum, dáður dansherra og
hjartaknosari, gat því orðið sannkallaður
Don Juan og lagt heiminn — og þó einkum
kvenþjóðina — að fótum sér. Undir glöðu
yfirbragði duldist undiralda tómleika og
þunglyndis ásamt broddi mannfyrirlitning-
ar.
Snemma bar á því að Paludan-Múller
dróst mjög að konum sem voru eldri en
TMM 1992:3
59