Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 61
Aðalgeir Kristjánsson Fr. Paludan-Muller og Jónas Hallgrímsson Langt mál um lítið kvæði Hér segir frá skáldinu Paludan-Muller og kvæði hans, Venus, sem telja má víst að Jónas Hallgrímsson hafi haft í huga þegar hann orti kvæði á dönsku íbréfitil Konráðs Gíslasonar veturinn 1843-1844. Kvæði Jónasar er sýnilega ort út frá kvennamálum, og hefur skáldið talið sig standa í sporum Aktæons í goðsögunni um gyðjuna Díönu sem kvæðin byggja á. Frederik Paludan-Muller Jónas Hallgrímsson kom til háskólanáms í Kaupmannahöfn haustið 1832. Líklegt er að athygli hans hafi þá beinst að ungum dönskum stúdent sem þar var við laganám. Körlum og konum varð starsýnt á hann sakir þess hvað hann var áberandi í ærsla- fullu lífi ungra og lífsglaðra stúdenta sem tóku hina frjóu lífsnautn fram yfír leiði- gjaman lagalestur og andlitla fyrirlestra. Þessi ungi stúdent var yngri en Jónas, prestssonur eins og hann, fæddur 7. febrúar 1809 í Kerteminde og hét Frederik Palud- an-Múller, en kallaður Fritz af fjölskyldu sinni. Hann var sjötti í röðinni af átta systk- inum. Frederik Paludan-Múller átti ættir að rekja til virðulegra danskra embættis- manna, en þangað sótti hann einnig andlega brotalöm. Móðir hans var viðkvæm og einkar vel gefin, en andlega veil. Yfír æsku hans féll dimmur skuggi þegar móðir hans varð sjúk á geði og lést árið 1820. Þá var Fritz 11 ára. Ári áður varð faðir hans, Jens Paludan- Múller, stiftsprófastur í Odense. Þar gekk Paludan-Múller í latínuskóla og varð stúd- ent 1828 eftir að hafa átt við geðrænan sjúkleika að stríða sem talinn var stafa af prófhræðslu. Á skólaárum hóf Paludan- Múller að fást við ljóðagerð, og fyrstu ásta- kvæðin orti hann fyrir stúdentspróf. Um tvítugt var Paludan-Múller orðinn glæsimenni og heimsmaður. Hann var eft- irsóttur í samkvæmum, dáður dansherra og hjartaknosari, gat því orðið sannkallaður Don Juan og lagt heiminn — og þó einkum kvenþjóðina — að fótum sér. Undir glöðu yfirbragði duldist undiralda tómleika og þunglyndis ásamt broddi mannfyrirlitning- ar. Snemma bar á því að Paludan-Múller dróst mjög að konum sem voru eldri en TMM 1992:3 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.