Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 68
ódagsettu bréfi til vina sinna í Höfn. Dýra-
veiðamar hafa farið fram með líkum hætti
og í grísku goðsögninni, nema í skógunum
umhverfis Sórey höfðu menn byssur í stað
boga og örva.
„Þetta kemur nú út af því að vera að flana
á vikivaka á föstunni“, skrifaði Jónas í áð-
umefndu bréfi til Konráðs í beinu framhaldi
af síðustu bragalínu kvæðisins. I sömu and-
rá heldur hann áfram og segir: „Hún heitir
held ég jómfrú Jessen frá Slagelse, og þó er
satt að segja fallegri prestsdóttirin með
sunn- og norðan-brjóstin sín“.
í bréfaskiptum Jónasar við Konráð og
Brynjólf Pétursson þennan vetur kemur
fram að þeim þykir það tal allgott sem
kvenþjóðin er. Ein þeirra, sem sögð em
deili á, var prestsdóttir frá Munkebjerg-by
sem Jónas nefnir jómfrú Louise. A sama
miða og Jónas greindi frá dýraveiðunum
nefnir hann „. . . jomfm Lund — með
sunnanbrjóstið og norðanbrjóstið hvurt
öðm fallegra“.
í öðru smákvæði sem Jónas orti á dönsku
þennan vetur og ber heitið Blomsterkamp-
en i Sor02 kemur fyrir nafnið Mathilde. Svo
hét dóttir J. Reinhardts prófessors og kenn-
ara Jónasar. Hver það var sem olli þeirri
tilfínningaólgu sem bjó hið innra með hon-
um fáum við aldrei að vita, en hún fékk
einnig útrás í kvæðaþýðingum eins og
Kossavísum og Illur lækur. Þegar lengra
leið á vorið orti hann Eg bið að heilsa. Þá
er því líkt sem hann sé í meira jafnvægi og
hugurinn kominn heim til Islands.
Hannes skáld Pétursson ritaði merka
grein um kvæðið Efter assembléen í rit-
gerðasafn sitt Kvœðafylgsni sem hann
nefndi Bráð veiðigyðjunnar. Þar ræðir hann
af næmum skilningi um hvað það var sem
varð þess valdandi að Jónas orti þetta per-
sónulega kvæði; í því sem hér fer á eftir er
stuðst við grein Hannesar.
Hinn 25. febrúar 1844 skrifaði Jónas
Brynjólfi Péturssyni og bað hann að kaupa
handa sér sex góða kraga, sex flibba, eitt-
hvað af handstúkum og svart silkihelsi. Það
fylgdi með að þetta þyrfti að vera komið í
hendur honum fyrir föstudagskvöld, „ ég á
þá að vera á balli“. Sama dag er sagt hann
hann hafi unnið við að hreinrita þýðingu
sína á Kossavísu eftir Adelbert von Cham-
isso.
Fjölnismönnum í Höfn var margt betur
gefið en viðbragðsflýtir, enda fékk Jónas
hið umbeðna ekki í hendur fyrr en „post
festurrí*. Eftir því sem næst verður komist
var þessi örlagaríki dansleikur föstudaginn
1. mars, en sendingin fór ekki af stað fyrr
en viku seinna.
Bréf Jónasar, sem hófst með kvæðinu
Efter assembléen, hlýtur að hafa verið
skrifað fyrstu daga marsmánaðar 1844 því
að orðin sem Jónas lætur þar falla um, jóm-
frú Jessen frá Slagelse" bergmála í svar-
bréfi Konráðs 6. mars 1844:
En þú með þessar mellur, sumar frá Slagel-
se, en sumar með undarleg brjóst, eins og
hafmeyjar! Þér er velkomið að segja mér
fleira frá þeim, þó mér sé reyndar illa við
kvenfólk í dag.
Konráð endurtók sama stef nokkuð breytt í
bréfi 9. mars:
.. . þá er þó gott þú verður ekki áttavilltur
í milli brjóstanna á henni þarna með himna-
bijóstin. Þessa jómfrú Jessen frá Slagelse,
eða einhveijum öðrum stað, er eins og eg
hafi þekkt, þegar eg var í Paradís, annað
hvort sjálfa eða annað exemplar — jafn-
gott; en þá vissu brjóstin á systur hennar
66
TMM 1992:3