Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 92
mátti ekki nota orðið „Rússar“ sem rímorð,
ef svo má að orði komast.
Þannig geta takmarkanir orðið að dyggð?
Að vísu, en þessar reglur voru hömlur
líka, þetta var hættulegt. Smátt og smátt var
allt orðið mettað af þessu, troðfullt. Lesand-
inn vildi alltaf lesa milli línanna. En milli
þeirra var bara ekkert — nema bilið náttúr-
lega. Og allt var þetta tóm lygi. Og það
hættulega er þegar menn hætta að skynja
eigin heimsku og niðurlægingu. Menn þola
ekki að vera niðurlægðir hvem dag, hverja
sekúndu — í slíkri stöðu neyðast menn til
að grípa til einhvers ráðs. Og hvað geta þeir
gert? Þeir geta gripið til vopna og hafið
stríð. Það gátum við ekki, það var ógerlegt.
Og hvað gera menn þá? Þeir verða að skil-
greina niðurlæginguna með öðrum hætti.
Þeir segja bara: Þetta er alls engin niðurlæg-
ing. Til dæmis, ef sagt var við þig: „Þú
verður að strika þetta orð hérna út.“ Þá
gastu svarað: „Hvað þá, ekki nema eitt
orð?“ Þannig gátu menn unnið gegn niður-
lægingunni.
Lentirþú íþessu?
Já, mér var nokkmm sinnum skipað að
breyta texta, það var í einu tilviki skrýtla
sem ég sagði um Lenín.
Málið er það að þegar maður hefur verið
lengi í vatni fara að vaxa sundfit á mann
einsog önd svo maður geti synt betur. Smátt
og smátt fengum við sundfit — en við tók-
um ekki eftir því — en vandinn er bara sá
að það getur verið erfitt að halda á skriffæri
þegar maður er kominn með sundfit.
Bækur hafa svo margar hliðar. Nú þegar
bækur mínar em farnar að koma út á ýms-
um málum sé ég að bækur hafa svo margar
hliðar, þær em eins og kristallur og birtast
með ýmsum hætti eftir samhengi, eftir því
hvemig ljós fellur á þær. Það koma önnur
gildi í ljós, gildi sem maður hafði ekki gert
sér grein fyrir að væru í verkinu fram að því.
Pólitískur texti hefur aðeins eina hlið en
gott skáldverk hefur óteljandi hliðar. Það er
merkileg reynsla að uppgötva þetta.
90
TMM 1992:3