Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 95
í þeirri ömurlegu aðstöðu að þurfa að tilkynna um allt saman, og hann vissi það líka að húsbóndinn var sterkari, grimmari og miskunnarlausari en hann leyfði sér að sýna, ella væri hann ekki húsbóndinn. — Eftir slíka leiki var hann vanur að beygja sig yfir vélritunarstúlkuna. „Elskarðu mig nokkuð?!“ „Já,“ svarar stúlkan og flýtir sér að smella á hann kossi. „Gott,“ gegnir ***, „en ég veit að þú skrökvar.“ Stúlkan þegir. Hann semsé flýtir sér heim úr vinnunni, af vana og ekki af von um að heima væri neins að vænta, hjónaband hans var einsog okkar svo margra, markmiðsbundið félag, sem er svona dálítið taugatrekkjandi, og í þeim mæli þægilegt. Skarpir haustvindar voru famir að blása, og hann var einhvemveginn alltaf seinn að fylgja breytingum árstíðanna, um þetta leyti var honum því alltaf kalt, hann skalf í slitnum rykfrakkanum, og það var til lítils léttis að þegar kæmi fram í mars ...: þið getið fyllt upp í eyðuna. En sá mannfjöldi\, hugsaði hann skapillur, og hefði langað til að akneytast út í hvem og einn persónulega, einnig sjálfan sig, enda var hann sjálfur augsýnilega rétt einsog þessir, auðvitað urraði maginn í þeim líka að gefnu tilefni eða að tilefnislausu, muldraði hann áfram, en þótt hann legði við eymn gat hann ekki sannfærst um að neinn annar væri með magakveisu. Honum var kalt og hann hugsaði um hve það væri slæmt, honum var illt í tönn, krónan var laus, það gceti líka verið eitthvað að gallinu, hnéð óstöðugt, þetta er lélegur líkamil, æpti hann nærri því upp yfir sig, og það sem enn endist af honum er svo fjarska, fjarska ómerki- legt. Sem hann nú stóð þama í öngum sínum bíðandi eftir ljósaskiptum götuvitans — þetta er nú ljótan! Ijóta ofstjómin hvernig fólki er stýrt, einsog hænsnum —, tók eftir því að andspænis, hinumegin götunnar, var stúlka að horfa beint á hann. *** lét þetta ekki hrista af sér dmngann, þetta gat svosem komið fyrir, með hinum eða þessum afleiðingum, liðið er liðið, rekur þá ekki stúlkan allt í einu útúr sér tunguna, hlæjandi og gerir sig til, hver veit nema — bæði hrifust í gagnstæðar áttir af fólk- straumnum. Kominn yfir stansaði hann, leitaði stúlkunnar, þar, þama hverfur hún, hárið flaksandi. Ég ábyrgist öryggi frúarinnar, kvað indján- inn prúði, sagði *** við sjálfan sig. Hann hangsaði um hríð á gangstéttarbrúninni, fór svo hægt af stað... hvað þetta kom skyndilega! hversu óútreiknanlegt. . . Og að reka útúr sér tunguna... hve tilviljunarbundið... Hversu margbreytilegt, tók hann TMM 1992:3 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.