Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 96
saman hugsanir sínar á hægri göngunni, hve auðugt, hve ríkulegt. Og það í þvílíkri, eiginlega engri götu ...! Það lá við að hann sundlaði. Þetta er allt mér ætlað, við svona yfirþyrmandi hugsanir hlýtur mann að svima.. hvemig sem það er, ég er ríkur og tiginborinn. Lífið, sem hann gat ekki annað en álasað í hvert sinn sem hann hugsaði til þess, birtist honum nú skyndilega upphafið og leyndardómsfullt, ljósi vafið, einsog það loft- kennda rými sem franskar og rússneskar skáldsögur gera úr lífinu. Vissulega gefast sjaldgæf, einstök augnablik þegar við hugsum um borgina: okkar borg. Okkar, því við unnum henni, þetta er ekki spuming um ákvörðun. Okkur þykir vænt um hana, en — ó hve oft — rœktum við hana ekki. Þá höldum við leiðar okkar eftir fjandsamlegum götum, framhjá illskufullu akbrautarumróti, þar sem latir og hirðulitlir verka- menn vinna undir stjóm óþokka verkstjóra, og hrökkvi slíkum blóð úr nös af ólíklegri áreynslu, benda illviljaðir vegfarendur — við — á þá af einskærri meinfýsni. í þennan tíma finnst okkur að braki undarlega í símanum, það er lína og ekki-lína, ungir, laglegir og luntalegir yngis- menn fara í flokkum undir berum himni, og á skemmtihúsunum drekka menn litaðan lög úr langstilka glösum, konumar kikna undan innkaupa- töskum, eiginmenn naga neglur sínar af áhyggjum. (Pottormarnir einir eru kátir, framtíðin eilífa, ef morgunsjónvarpið býður eitthvert spennandi sögulegt bamaefni, hlaupa þeir hver til annars rjóðir í kinnum og hrópa upp, „en hvað þetta var æðislega spennó sögufölsurí\ svona hrópa þeir. Þeir halda álfamir, að þetta sé sérstök listgrein.) Tja, það eru ekki allir dagar eins — stundum er svona dagur, stundum ekki. Þegar dagurinn er svona, þá finnum við ekki okkar stað. Það er orðinn siður nú á dögum að skrifa um það, að heimurinn sé vissulega svolítið ómögulegur, að núorðið sé hann síður þolanlegur — en það er að réttu lagi ekki alveg sanngjamt að hugsa þá eingöngu um hörmulegt ástand neðanjarðarlestarinnar í New York, eða um óheyrilega hnignun almanna- öryggis annarstaðar, nei: heimurinn hjá okkur er líka dálítið ómögulegur og vissulega er hann núorðið síður þolandi en áður, líka hér. Þetta er vitaskuld ekki pólitísk kvartsýki; stjómmálin eru ... eru nefnilega (með orðum þjóðskáldsins) ja svona og svona, það væri jafnvel hægt að lofa þau. Eða lasta. (Hvomgt leiðir langt, en varast ber vanræksluna: ef við lofum ekki stjómmálamennina, falla þeir í þunglyndi, þeir hengja höf- uðið, rápa hundleiðir á milli eldhúss og dagstofu, vesaldóm sinn bera þeir 94 TMM 1992:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.