Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 99
Guðbergur Bergsson Við fagurt útsýni Gesturinn var að horfa á stelpurnar þar sem hann sat í stofunni. Konan sem hafði farið á bflnum og tekið á móti honum við rútuna var að ljúka við síðasta molann úr konfektkassanum. Hún hafði tekið utan af honum, opnað lokið og leyft sér að tæma hann í tilefni komunnar. Hann sá að dóttir hennar stóð á öðrum fæti. Þetta var fríð telpa með stutt hár, klippt ofarlega þvert yfir ennið en féll annars slétt niður með örlítið búlduleitu andliti og huldi eyrun. Hún minnti á mynd af rostungi, vegna tveggja súkkulaðitauma sem lágu eins og skögultennur úr munninum niður á höku. En hún brosti og það hefðu rostungar aldrei gert. Þannig stóð hún lengi á öðrum fæti og riðaði, orðin örlítið þung á sér, komin með sælgætislopa á maga, kinnar og rassinn. Um þetta var gesturinn að hugsa. Samt var telpan engin hlussa. Hún hafði tekið stíft til matar síns úr konfektkassanum og nú var hún farin að sýna listir sínar. Hún hefur líklega verið níu ára. Mamma hennar sagði á milli konfektmola, kaffísopa og smóka: Hún verður balletdansmær. Af hverju heldurðu það? spurði gesturinn til að segja eitthvað í þessari blómríku stofu. Úr henni sást yfir fagurt landslag en kalt, sjóinn í fjarska og nokkra báta. Sérðu það ekki? spurði móðirin undrandi. Hún fer alltaf að standa á öðrum fæti eftir að hún fær konfekt. Þá verður hún ballerína, sagði gesturinn. Heyrirðu það? sagði móðirin við dótturina sem heyrði það og hafði fært handlegginn aftur fyrir sig, tekið r' fótinn og reyndi að spenna hann TMM 1992:3 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.