Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Page 99
Guðbergur Bergsson
Við fagurt útsýni
Gesturinn var að horfa á stelpurnar þar sem hann sat í stofunni. Konan
sem hafði farið á bflnum og tekið á móti honum við rútuna var að ljúka
við síðasta molann úr konfektkassanum. Hún hafði tekið utan af honum,
opnað lokið og leyft sér að tæma hann í tilefni komunnar. Hann sá að
dóttir hennar stóð á öðrum fæti.
Þetta var fríð telpa með stutt hár, klippt ofarlega þvert yfir ennið en
féll annars slétt niður með örlítið búlduleitu andliti og huldi eyrun. Hún
minnti á mynd af rostungi, vegna tveggja súkkulaðitauma sem lágu eins
og skögultennur úr munninum niður á höku. En hún brosti og það hefðu
rostungar aldrei gert. Þannig stóð hún lengi á öðrum fæti og riðaði, orðin
örlítið þung á sér, komin með sælgætislopa á maga, kinnar og rassinn.
Um þetta var gesturinn að hugsa.
Samt var telpan engin hlussa. Hún hafði tekið stíft til matar síns úr
konfektkassanum og nú var hún farin að sýna listir sínar. Hún hefur
líklega verið níu ára. Mamma hennar sagði á milli konfektmola, kaffísopa
og smóka:
Hún verður balletdansmær.
Af hverju heldurðu það? spurði gesturinn til að segja eitthvað í þessari
blómríku stofu. Úr henni sást yfir fagurt landslag en kalt, sjóinn í fjarska
og nokkra báta.
Sérðu það ekki? spurði móðirin undrandi. Hún fer alltaf að standa á
öðrum fæti eftir að hún fær konfekt.
Þá verður hún ballerína, sagði gesturinn.
Heyrirðu það? sagði móðirin við dótturina sem heyrði það og hafði
fært handlegginn aftur fyrir sig, tekið r' fótinn og reyndi að spenna hann
TMM 1992:3
97