Tímarit Máls og menningar - 01.09.1992, Side 112
hann dreymir nótt eftir nótt. „Uppvakningur“
dregur mynd hins nafnlausa af mestri fyrirlitn-
ingu, biturðin blæs í hann lífi og hatrið hnoðar
hjartað. Og þó hefur hann ekki yfir neinu að
kvarta, „á villuráfi um auðnir áhyggjuleysis og
værðar“.
Bráðum kemur hún af vaktinni. Það birtir
en hugsun mín fellir engan skugga og sami
botninn rímar við alla mína fyrriparta: Þegar
mest ég þurfti við
þá var ég sjálfur hvergi.
Þetta em oft mögnuð ljóð, þó að sum þeirra
hefðu orðið ennþá betri við styttingar. Tónninn
í þeim minnir stundum á íronískustu ljóð Steins
Steinars, en jafnvel hann var ekki eins miskunn-
arlaus við persónur sínar og Anton Helgi.
Eins og áður sagði býr Anton Helgi erlendis.
Ekki er mikið um beinar myndir frá útlöndum í
Ljóðaþýðingum úr belgísku, en í lokaljóðinu,
„Aðfaranótt“, erum við stödd í borg sem mér
finnst ekki vera Reykjavík. Maðurinn situr í
kólnandi vatni og er smeykur. „Það var gengið
um forstofudymar. En það / var ekki gengið um
forstofudymar. /(...)/ Var hlaupið upp? Var
hlaupið niður stigann?" Hann heimsækir kon-
una sem lifir í öðmm heimi og tíminn snýst við.
Hvað er fram og hvað aftur? Hann vill burt —
„En hvaðan? Og hvurt?“
Staðir vegprestarnir benda eitthvert framávið. Nú
er að bíta á jaxl og velktar tuggur:
Það liggur engin leið til baka.
Það liggur engin leið úl baka.
Þá veistu allt; þarft ekkert að misskilja lengur.
Hér gerist það sem var undirbúið í fyrsta hluta
bókarinnar. Nafnlausi maðurinn klofnar í
tvennt undan álagi einsemdarinnar. Það eina
sem getur gert hann heilan er málið (skáldskap-
urinn), og kenndin (ástin). En borgin gefur ekki
von um slíkt:
Og aftur er sírena hljóðnuð. Og aftur
borg. Og nótt. Púlsinn
blár og hraður slær á andlitum vitna. En þig
og heima þína dagar uppi í ljóði.
Það verður smám saman ljóst að þessi nafnlausi
uppvakningur hefur séð um útgáfúna á
Ljóðaþýðingum úrbelgísku. Fingraför hans em
á allri bókinni. Það er til dæmis í anda hans að
hafa ekkert blaðsíðutal — honum fínnst þetta
skammarlega lélegur kveðskapur og lesandinn
getur ekki haft svo mikinn áhuga á Ijóðunum að
hann vilji beinlínis finna þau aftur, eða hvað?
Þó að persónan sé ekki þægileg í viðkynningu
gerir þessi afneitun bókina djúpa og áleitna.
Silja Aðalsteinsdóttir
Athugasemdir við ritdóm
Tímarit Máls og menningar, annað heftið á
þessu ári, hefur meðal annars inni að halda
ritdóm um bók mína „Þörfin knýr.“ Upphaf
verkakvennahreyfingar á Islandi. Ingólfur V.
Gíslason er höfundur ritdómsins, sem hann
nefnir: „Af verkakonum“. Við íyrsta yfirlestur
var mér að vissu leyti skemmt, því greinin er
skrifuð í hita, nánast í glímuskjálfta sem berþví
vitni að höfundurinn telji sér efnið nákomið.
Ekki var það þó saga verakvennafélaganna sem
Ingólfur varð svo upptendraður af, heldur eink-
um þáttur Iðju í Reykjavík, en hann mun hafa
tekið að sér að rita sögu þess félags. Það er svo
að sjá að honum hafi fundist ég vera komin í
hans rófugarð, þar sem hann verður næsta við-
skotaillur. Þama er þó mikið svigrúm og rit um
samtök iðnverkafólks gætu orðið fleiri, án þess
að einn eða annar beinlínis eigi það efni. En allt
um það þá mun ég nú víkja að gagnrýni ritdóm-
arans.
Fyrst vil ég vekja athygli á fullyrðingu sem
sett er fram í fyrstu málsgrein og byggir á
huglægu mati, sem er mjög nægjusamt. Þar
segir (leturbreyting ÞM): „Ekki er það síst
verkalýðshreyfimgin sem mikið hefurverið ritað
um.“ Um þetta má segja líkt og í vísunni: „...
110
TMM 1992:3