Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 Kynning á íslenskri tónlist fer ekki bara fram í útlöndum, hún gerir það einnig hér heima á alþjóðlegum hátíðum. Mest munar um Ice- land Airwaves sem nýtur mikillar hylli og er, að sögn Sigtryggs, eina hátíðin sem enn sem komið er laðar eitt- hvað að ráði af tónlist- aráhugafólki til landsins. „Hinar eru sem bet- ur fer að sækja í sig veðrið, Sónar, ATP í Keflavík og nú síðast Secret Solstice. Það gera sér hins vegar allir grein fyrir því að upp- bygging tónlistarhátíða er nokkurra ára verk- efni. Maður startar ekki hátíð og reiknar með að uppselt verði á hana fyrsta árið,“ segir Sigtryggur og nefnir líka fjölmargar smærri hátíðir á landsbyggðinni, svo sem Eistnaflug í Neskaupstað, LungA á Seyðisfirði og Þjóðlagahátíð á Siglufirði sem hafi mikla möguleika til að þróa sig á sinn hátt. Sigtryggur segir innflutning á erlendum tónlistartúristum mjög spennandi verkefni og þar hafi menningarlífið og ferðaþjónustan möguleika á að snúa saman bökum. „Það er vaxtarbroddur í samtali tónlistarhátíða og ferðaþjónustunnar. Það er nefnilega fjöldi fólks úti í heimi sem vill koma og sjá íslenska tónlist í íslensku umhverfi. Það þekkjum við af góðri reynslu frá Iceland Airwaves og margir möguleikar til að víkka það út, til dæmis varðandi klassísku hátíðirnar yfir vetrartímann, Myrka músíkdaga, Tectonics og fleiri. Við sjáum fram á bjarta tíma. Maður þarf ekki náttúrupassa til að fara á tónlist- arhátíð.“ Ásgeir Trausti fór víða á árinu. Þarf ekki náttúrupassa Sigtryggur segir okkur Íslendinga eiga mun fleiri tónlistarmenn sem eru þekkt- ir og njóta hylli á alþjóðavísu en flestar þjóðir af svipaðri stærð, svo sem Lúx- emborgarar og Liechtensteinar. Það er ekki bara íslensk tónlist sem hefur sótt í sig veðrið erlendis á umliðn- um árum. Það á við um tónlist frá hinum Norðurlöndunum líka og segir Sig- tryggur okkur án efa njóta góðs af því. „Á þessum stærstu mörkuðum, eins og Bretlandi, Þýskalandi, Japan og meira að segja Bandaríkjunum er vaxandi áhugi á íslenskri tónlist. Ásgeir Trausti var að gera samning í Bandaríkj- unum og nú síðast Kaleo. Það eru ótvíræð sóknarfæri þar og við verðum áfram með augun á Bandaríkj- unum næstu árin. Það eru áform í gangi varðandi Bandaríkin sem eiga vonandi eftir að koma skemmtilega á óvart á nýju ári.“ Tónleikar íslenskra tónlistarmanna oghljómsveita í útlöndum hafa veriðheldur færri á þessu ári en í fyrra. Um 1.300 nú en voru liðlega 1.400 árið 2013 sem var algjört metár hvað þetta varðar. Að sögn Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmda- stjóra Útflutningsskrifstofu íslenskrar tón- listar (ÚTÓN), er árið í ár samt á vissan hátt merkilegra, þar sem fleiri flytjendur eru á bak við heildartöluna nú en í fyrra. „Á síðasta ári voru öll stærstu númer ís- lenskrar tónlistarsögu á tónleikaferðalagi, það er að segja Björk, Of Monsters and Men, Sigur Rós og Ásgeir Trausti var byrj- aður af fullum krafti. Af þessum hefur bara Ásgeir Trausti verið að túra á þessu ári. Samt erum við í 1.300 tónleikum. Í fyrra voru þessir fjórir flytjendur á bak við stóran part af heildartölunni. Þess vegna má alveg segja að árið sem er að líða sé jafnvel betra en árið 2013. Okkur hefur tekist að breikka útflutning okkar á heildarvísu sem er mjög jákvætt,“ segir hann. Stærsta tónleikaráðstefna í Evrópu Á dögunum samdi ÚTÓN við Icelandair og Reykjavíkurborg um áframhaldandi rekstur Iceland Airwaves, Reykjavík Loftbrú og stuðning við íslenska fókusinn á Eurosonic Noorderslag. Sigtryggur segir þetta mjög mikilvægt og ánægjulegt að þessir aðilar skuli styðja þátttöku Íslands í tónlistarhátíð- inni Eurosonic nú í janúar. „Við förum út með nítján listamenn á Eurosonic sem er stærsta tónleikaráðstefna í Evrópu en þar koma saman fulltrúar allra helstu tónleika- hátíða í álfunni. Þar eru líka flestir helstu tónleikabókarar í Evrópu, þannig að það skiptir gríðarlegu máli að láta sjá sig þarna,“ segir Sigtryggur. Vægi Eurosonic hefur aukist í réttu hlut- falli við áherslubreytinguna sem er að verða á tónlistarbransanum í heiminum, það er frá útgáfu yfir í tónleikahald. Vaxtarbroddurinn er í því síðarnefnda. „Eurosonic hefur verið að blása út eins og púkinn á fjósbitanum meðan ráðstefna eins og Cannes hefur verið að skreppa saman en þar hefur áherslan ver- ið á útgáfu,“ segir Sigtryggur. Hann segir ánægjulegt að finna fyrir stuðningi innan kerfisins, eins og samning- urinn við Icelandair og Reykjavíkurborg undirstrikar. „Mér finnst ég hafa orðið var við viðhorfsbreytingu þau tvö ár sem ég hef verið hér í starfi. Áhuginn er að aukast og fólk tekur greinilega eftir því starfi sem unn- ið er hér hjá ÚTÓN,“ segir Sigtryggur. Loftbrú endurlífguð Núna í lok árs tókst að endurlífga Reykjavík Loftbrú og koma henni í nýtt horf, að sögn Sigtryggs. Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) kom til að mynda aftur þar inn en ár- ið 2012 var sett inn ákvæði þess efnis að all- ir sem sæktu um styrk frá Loftbrú yrðu að hafa komið fram á Iceland Airwaves- hátíðinni. Það ákvæði hefur nú verið tekið út. „Loftbrúin hresstist töluvert við þetta og mun koma sterk inn á næsta ári við hlið útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar en ÚTÓN heldur nú utan um báða þessa sjóði. Hægt er að sækja um styrk í hvorn sjóð um sig eða þess vegna báða.“ Spurður um helsta styrk íslensku tón- listarsenunnar nefnir Sigtryggur strax fjölbreytnina. „Ég er oft spurður um þetta íslenska „sánd“ sem heillar svona mikið. Í mínum huga er það ekkert sérstakt „sánd“, heldur miklu frekar „attitjúd“. Íslendingar eru upp til hópa að gera tónlist af ást og umhyggju og á eigin forsendum. Það er enginn að apa endilega eftir U2 eða öðrum frægum hljóm- sveitum. Íslenska „attitjúdið“ byggist á því að skapa tónlist á sinn hátt og frá hjartanu. Það er kjarninn í allri góðri listsköpun,“ seg- ir Sigtryggur. Þegar listinn yfir tónleikahald Íslendinga erlendis er skoðaður er maður ekki lengi að nema breiddina. Ef við horfum bara á mán- uðinn sem nú er að líða má til dæmis finna Sólstafi, Samaris, Ólöfu Arnalds, Lay Low, Skálmöld, Thugfucker, Ásgeir Trausta og GusGus. Betri kynningarleiðir Að sögn Sigtryggs hefur svokölluð indie- músík haft sterkastan hljómgrunn erlendis en innan hennar rúmast mjög ólíkar sveitir. Það sé til dæmis ekki sami hópurinn sem hlustar á Sólstafi og Samaris. „Með tilkomu tækni og betri kynningarleiða hefur íslensk- um hljómsveitum og tónlistarmönnum tekist að rata betur í réttu eyrun. Það er vonandi eitthvað sem okkur hjá ÚTÓN hefur tekist að hjálpa til með.“ Morgunblaðið/RAX Rata betur í réttu eyrun ÚTFLUTNINGUR Á ÍSLENSKRI TÓNLIST GEKK VONUM FRAMAR Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA. TÓNLEIKAR VORU AÐ VÍSU EKKI ALVEG JAFNMARGIR OG Á SÍÐASTA ÁRI EN ÞAÐ SEGIR EKKI ALLA SÖGUNA, ÞAR SEM FLEIRI STÓR NÖFN VORU Á FERÐ OG FLUGI ÞÁ. NÚNA ERU FLEIRI TÓNLISTARMENN OG HLJÓMSVEITIR Á BAK VIÐ HEILDARFJÖLDA TÓNLEIKA. Sólstafir voru að ljúka við tón- leikaferð um Evrópu og Bandarík- in. Að sögn Sigtryggs Bald- urssonar vex vegur þeirrra jafnt og þétt á erlendri grundu. VAXANDI ÁHUGI Á NORRÆNNI TÓNLIST Lay Low * Íslendingar eru upp til hópa að gera tónlist af ást og umhyggju og á eigin forsendum. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN.ÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.