Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Side 6
* Ég er markvisst að bæta við mig 30 kílóum til að kom-ast á bætur vegna fötlunar. Homer Simpson teiknimyndahetja.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is HEIMURINN eftir. Alls hafa nú rúmlega 7.500 manns dáið úr ebólu í Vestur-Afríku eftir að veikin fór að breiðast þar út sl. sumar. SUÐUR-KÓREA SEÚL Sandra sem verið hefur í dýragarði í 20 Söndru að Sandra Hér á landi er fötlun yf- irleitt skilgreind sem var- anlegt ástand, líkamlegt eða andlegt, sem hindrar ein- staklinginn í að beita sér til fulls. Sem dæmi má nefna blindu, geðklofa og alvarlegt þunglyndi. En þessi skil- greining er nokkuð víð, get- ur verið háð túlkun hvers og eins og hefur vafist fyrir mörgum, jafnvel opinberum stofnunum, gegnum árin. Bandarísku lækna- samtökin, AMA, ákváðu í fyrra að skilgreina offitu sem sjúk- dóm. Áður hafði verið notuð skil- greiningin „alvarlegur vandi í al- manna- heilsu- fari“. Er gengið of langt í að sjúk-dómsvæða allt sem amaðgetur að okkur, jafnvel bar- áttuna við mannlega veikleika? Þessi spurning hefur verið mjög rædd eftir að æðsti dómstóll Evr- ópusambandsins komst nýlega að þeirri niðurstöðu að offita gæti stundum verið skilgreind sem fötl- un. En bara stundum. Ástæður fyr- ir offitu eru langoftast að fólk borð- ar of mikið af fitandi mat og hreyfir sig of lítið, um þetta eru all- ir sérfræðingar í þessum efnum sammála. Og flest fólk veit þetta ef það vill á annað borð vita það. En við viljum reyna að forðast að særa aðra með athugasemdum um holda- far, reynum að sýna nærgætni. Til eru dæmi um að offita eigi sér erfðafræðilegar orsakir en þau munu vera fátíð. Allir vita líka að við berum þungann/fituna misvel og súmó-glímumenn borða mikið, þeir vilja vera feitir. Það hentar þeim. Sumir geta verið mjög frjálslega vaxnir og samt í fantagóðu formi, hjá öðrum eyðileggjast liðamótin og þeir fá sykursýki, hjartað gefur sig, þunglyndi getur gert vart við sig. Dómstóll ESB hafði fjallað um mál Karstens Kaltoft, Dana sem sagðist hafa misst vinnu á leikskóla vegna þess að hann hefði verið tal- inn of feitur en hann er um 160 kíló og fremur lágvaxinn. Þess ber að geta að dómstóllinn sagði ekki að fólk sem þjakað væri af offitu ætti rétt á sérstakri vernd með hliðsjón af lagaákvæðum gegn misrétti, ekki væru núna ákvæði af því tagi í vinnumálalöggjöf ESB. Og hann sagði jafnframt að það yrði í hverju einstöku máli að vera hlutverk dómstóla í umræddu aðild- arlandi að úrskurða hvort offitu- vandi þess sem kærði væri raun- verulega fötlun sem leiddi til misréttis. En ekki skipti máli hver orsök offitunnar væri. Í reynd er dómstóllinn að velta vandanum yfir á dómara í aðild- arríkjunum með loðnu orðalagi sínu. Lögfræðingar eru auðvitað kampakátir og sjá fram á arðvæn- leg málaferli. En atvinnurekendur eru ókátir og benda á að fyrirtæki verða að búa sig undir að sumir starfsmenn reyni að höfða mál vegna hugsanlegs misréttis. „Þessi úrskurður gæti lagt geysi- lega þungar byrðar á bresk fyr- irtæki, vinnuveitendur yrðu þving- aðir til að borga kostnaðinn af sístækkandi mittismáli starfsmanna sinna,“ sagði Matthew Elliott, áhrifamaður í bresku atvinnulífi. Sérstök bílastæði fyrir „stórt“ fólk? Fjölmiðlar og samskiptavefir hafa fjallað mikið um þennan dóm ESB og sýnist sitt hverjum. Sumir segja að verið sé að tryggja réttindi minnihlutahóps sem hafi verið hunsaður, fólk sem hafi sjálft enga stjórn á vandanum og sé saklaus fórnarlömb auglýsinga sem hampi stöðugt sykri og annarri óhollustu. Aðrir að fáránlegt sé að hygla þeim sem ekki hafi í sér þroska og manndóm til að taka á eigin vanda, hætta að éta sér til óbóta. Hvað gerist ef margir dómar í ESB-ríkjum falla þeim í vil sem segjast verða fyrir misrétti? Ef til vill þarf að koma upp sérstökum bílastæðum fyrir óvenju holdugt fólk úr röðum starfsmanna, segir í frétt BBC og ráðamenn í versl- unum, kvikmyndahúsum, á veit- ingastöðum og íþróttavöllum, gætu þurft að breyta sætaskipan og öðr- um aðstæðum, hliðra til fyrir þungaviktarfólki. Athygli vekur að sumir talsmenn samtaka sem berjast gegn offitu efast um að úrskurður dómstólsins sé framfaraspor. Niðurstaðan geti aukið núning milli þybbinna og annarra starfsmanna. Og Jane De- ville Almond, formaður Samtaka breskra offitusjúklinga, segir rangt að nota skilgreininguna fötlun, það muni aðeins auka vandann að skylda vinnuveitendur til að grípa til sérstakra ráðstafana vegna allt of holdugra starfsmanna. „[Með dóminum] er gefið í skyn að fólk geti engu ráðið um þetta ástand sitt en ekki að hægt sé að bæta stöðuna mjög mikið með því að breyta hegðun sinni,“ segir Al- mond. Hvað er offita? Oftast er notast við svonefndar fitumælingar (e. body mass index) en þá er hlutfallið milli hæðar og fitu mælt en ljóst er að tíðni offitu er hækkandi. Meira en fimmti hver fullvaxinn íbúi í ESB-ríkjunum er talinn vera of þungur eða er beinlínis skil- greindur sem offitusjúklingur, í Bretlandi er hlutfallið um 25% og talsvert hærra í Bandaríkjunum. Nú er sagt fullum fetum að breikka verði sæti í farþegaflugvélum og stækka lyftur til að mæta þessari breytingu á vaxtarlagi. Oft er sagt að heimurinn sé að minnka en mannfólkið er að stækka – í allar áttir. Agalaust fólk eða fórnarlömb? DEILT ER UM RÉTTINDI OFFITUSJÚKLINGA EFTIR AÐ ÆÐSTI DÓMSTÓLL ESB ÚRSKURÐAÐI AÐ OFFITA GETI VERIÐ FÖTLUN OG VALDIÐ MISRÉTTI Á VINNUSTAÐ. FYRIRTÆKI GÆTU ÞURFT AÐ GRÍPA TIL RÁNDÝRRAR AÐLÖGUNAR. MÖRK FÖTLUNAR Girnilegur, ódýr matur, mikið af fitu og sykri, umm … En sérfræðingar í næringarfræði segja að margir borði allt of mik- ið af svona kræsingum og ein afleiðingin sé vaxandi offituvandi á Vesturlöndum. 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.