Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 9
Desember 2014 28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 H undur Sigmundar bónda var orðinn svo lasburða um haustið að Sigmundur gróf holu vestur undan bæjarhús- unum. Hann sá í hvað stefndi. Verkslyngur bóndinn vissi að þegar vetur er genginn í garð, stórhríð bylur og þylur og frost er í jörðu er of seint að ganga til slíkra verka. Í öllum búskap skiptir fyrirhyggja og forsjálni miklu máli; horfa til fram- tíðar. Á tímamótum er hollt að horfa um öxl og huga að framhaldi. Í ís-lenskri fjölmiðlun hefur margt verið ágætlega gert á nýliðnumárum. Úr öðru hefur illa tæst og spunnist. Samfélagsmiðlar gegna nú miklu mikilvægara hlutverki en nokkurn óraði fyrir og við- brögð eru skjót og áköf. Þar rísa öldur og hníga hvað sem hefðbundnir fjölmiðlar segja eða gera. Sumir þeirra hafa brugðið á það ráð að elta margt óráð sem kemur fram á samfélagsmiðlum en aðrir notað það sem skynsamlega uppsprettu umfjöllunar og frétta. Allt mun þetta á end- anum geta fallið ágætlega saman. Hefðbundnari fjölmiðlar sem ætla sér langa lífdaga munu bregðast við með því að eiga gagnkvæmt samband við lesendur sína og áhorfendur. Halda áfram að flytja vandaðar fréttir og frásagnir en leggja sig fram um að læra og þekkja betur hvað fellur að smekk lesenda og bregðast hraðar við óskum þeirra. Undanfarin fimm til sex ár hafa verið viðburðarík hjá Árvakri, út-gáfufélagi Morgunblaðsins og mbl.is. Eftir mikið rót sem varðvið gagngera endurskipulagningu á árinu 2009 hafa tekið við ár sem endurspegla traust og jafnvægi. Mikilvægasta verkefni stjórnenda Árvakurs hefur verið að snúa við miklum taprekstri og koma sæmilegu skikki á fjárhagslega afkomu félagsins. Margt hefur þar lagst á eitt hjá úrræðagóðu og verkdrjúgu starfsfólki undir forystu framkvæmda- stjórnar Árvakurs. Með nýrri nálgun, framsæknum vinnubrögðum og gjörbreyttum samskiptum við viðskiptamenn hefur til dæmis tekist að auka auglýsingatekjur Árvakurs mjög umtalsvert, bæði í Morgunblaðinu og ekki síður á mbl.is. Það starf, sú hugarfarsbreyting, hvatning og dirfska gaf útgáfunni nýjan byr í seglin.Ekki var það allt heiglum hent. Samtímis var mótuð sú stefna að nýta betur glæsilega prentsmiðjusem er í eigu Landsprents, dótturfélags Árvakurs. Í Landsprentieru nú prentuð allflest þeirra blaða sem prentuð eru á dag- blaðapappír, en prentsmiðjan er sérhæfð í slíkri prentun. Þannig prentar ,,prentsmiðja Morgunblaðsins“ Fréttatímann, Viðskiptablaðið, Fiski- fréttir, Bændablaðið og DV. Síðastnefnda blaðið hefur reyndar verið í farsælum viðskiptum við Landsprent, nær samfellt í áratugi. Mörg landsmálablöð má nefna: Skessuhorn, Sunnlenska, Mosfelling, Víkur- fréttir, Eyjafréttir og loks hverfablöðin; Árbær, Grafarvogur, Vestur- bær, Kópavogur, Breiðholt. Öllu þessu ágæta efni er dreift um landið af harðsæknum bílstjórum og þúsund fótum ungra og eldri blaðbera. Þess- ar ráðstafanir hafa skotið styrkari stoðum undir rekstur Árvakurs og tryggt dyggum áskrifendum vandað blað á degi hverjum. Hér er ekki voðfellt fólk á ferð. Hvergi hefur verið slakað á ritstjórnarlegum kröfum þrátt fyrirglímu við fjárhagslegar þrengingar. Áskrifendur Morgunblaðs-ins og lesendur mbl.is ætlast til mikils af miðlum sínum. Þeir sætta sig ekki við annað en vandaðar, hlutlausar fréttir. Þær eiga að vera sanngjarnar, heiðarlegar, skemmtilegar, vel skrifaðar, líflegar og ný- stárlegar. Áskrifendur vilja kraftmikið, beitt en umburðarlynt blað. Það er mikil áskorun góðra blaðamanna að sinna þessum brýnu þörfum og miklu kröfum á hverjum degi svo vel líki. Það hefur þeim sannarlega tek- ist svo eftir er tekið. Þótt fjárhöld séu nú ágæt eins og hér er lýst, er fyr- irhyggja nauðsynleg. Gildir þá einu hvort Sigmundur bóndi þarf að sjá á bak hundi sínum eða skipuleggja þarf mikilvæga útgáfu um ókomin ár. Nýir tímar munu kalla á breytt vinnubrögð. Ný tækni, viðhorf og breytt samskipti manna. Dagskrá daganna hefur þegar riðlast. Tímasetning sjónvarpsfrétta ræður ekki lengur matmálstímum. Þjóðin er smám sam- an hætt að laga sig að fjölmiðlum og sækir efni í þá þegar henni hentar. Vefmiðlar ráða æ meir ríkjum og flestar fréttir birtast þar jafnharðan. Sá sem fer ekki inn á vefinn oft á dag er ekki viðræðuhæfur. Forysta vefjarins mbl.is, er ótvíræð og yfirburðirnir miklir. Sérstök netdeild og tölvudeild afburðafólks heldur tækninni uppi svo aldrei verður lát á. Vef- urinn getur tryggt sterka stöðu Árvakurs um ókomin ár, samhliða Morg- unblaðinu, því alvöru dagblöð munu áfram eiga sinn sess. Áherslur dag- blaða munu breytast, umfjöllun verður af öðrum toga en skyndifréttir dagsins, dýpri og yfirgripsmeiri. Fjölmiðlar þurfa að laga sig að fólkinu. Horfa þarf fram á veginn. Hér á landi eru fjölmiðlar hver með sínu lagi eins og vera ber:,,Misjöfn dýr mjög um skóginn skríða.“ Sumt er þar sér-kennilegt. Ríkasti fjölmiðill landsins, Ríkisútvarpið, kvartar sáran og segist ekki geta sinnt menningarlegum skyldum sínum. Þar sit- ur í efstu hæðum hinn gæfasti maður, mildur og stilltur, á meðan ráða aðrir á neðri hæðum. Hvað spöruðust margar krónur við árásina á kristi- legt orð í útvarpinu? Hvað græddust margar krónur í auglýsingum þeg- ar síðasta lag fyrir fréttir var flutt til? Hvernig má það vera að stofnunin kemur ekki auga á þá augljósu leið að leggja niður Rás tvö ? Hvaða menningarhlutverki gegnir sú rás umfram það sem einkareknar út- varpsstöðvar uppfylla? Reyndar er Ríkisútvarpið sjálft búið að við- urkenna hvílíkur óþarfi Rás tvö er í raun og veru með því að sameina rás- irnar í tvo klukkutíma á morgnana, á einum mikilvægasta hlustunartíma útvarps. Hjá stórveldinu 365 miðlum hefur geisað skaðræðishríð. Þar hefuröllu verið bylt og bramlað, dáðríkt fólk horfið á braut, nýirráðnir og ráðskast með þá sem eftir voru. Skipt hefur verið um forstjóra, fjármálastjóra, ritstjóra, fréttastjóra og ráðin til starfa ágæt- lega vönduð og umhyggjusöm manneskja til að annast heimilisforsjá fyr- ir eigendur miðilsins og gefið nafnið útgefandi. Sú nafngift á nú nokkrum vinsældum að fagna því slíkum titli hefur einnig verið komið fyrir á DV eftir eigendabreytingar þar. Að vísu veit enginn hver hinn raunverulegi eigandi er því ekki hefur verið upplýst hverjir fjármögnuðu kaup nýju eigendanna. Útgefandi DV er þó með sjónvarpsþátt hjá keppinautnum 365, sem er heldur óvenjulegt. Nafngiftin útgefandi varð til hjá Árvakri á sínum tíma mest til gamans og tilbreytingar því titlar skipta engu máli, það eru verkin sem tala. Áður hafði æðsti starfsmaður félagsins borið tit- ilinn forstjóri í anda 2007 ártalsins. Nú fer vel á því að Árvakur eftirláti útgefandatitilinn þeim, sem fylgt hafa í kjölfarið, og titillinn hverfi með þeirri persónu sem hann bar. Framundan er ganga um langa götu og krókótta. Nú ríður á að horfaá reisn fjallanna, líta fram á við, ígrunda, og komast að því hvarhundurinn liggur grafinn. Vera öruggur um leiðina og halda svo áfram. Þá mun Árvakri vel farnast og verða áfram farsældarafl fyrir land og þjóð. Útgefandi Árvakurs þakkar áskrifendum, viðskiptavinum, lesendum og samstarfsmönnum samfylgdina og mun minnast þeirra með mjúkum hug. ,,Sér eignar smalinn féð þótt enga eigi hann kindina.“ Bréf frá útgefanda ,,Þríhyrningur þú ert minn, þig ég þrái í sérhvert sinn.“ Ljósmynd/Hrafnhildur Inga * Framundan er gangaum langa götu ogkrókótta. Nú ríður á að horfa á reisn fjallanna, líta fram á við, ígrunda, og komast að því hvar hundurinn liggur grafinn. Vera öruggur um leiðina og halda svo áfram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.