Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Side 19
Eru einhverjar hefðir innan
fjölskyldunnar? Það er vana-
lega gamlársboð heima hjá okkur
og báðar ömmur mínar koma í mat.
Við höfum oftast kalkún í matinn.
Eftir matinn förum við út að
sprengja flugelda, yfirleitt ég og
bróðir minn, og svo förum við öll
saman á brennuna líka sem er
alltaf í Sjálandshverfinu í Garða-
bæ og stoppum þar við. Þegar við
komum aftur heim horfum við á ára-
mótaskaupið. Síðan fara allir út að
sprengja og þegar klukkan slær tólf þá
skálum við.
Ferð þú að hitta vinina eftir miðnætti?
Ég er vanalega bara heima að njóta tímans
með fjölskyldunni. Ég fer mjög oft út að
sprengja með bróður mínum og eyða flugeldunum,
þá helst þessum litlu, bara svo við þurfum ekki að eiga einhvern
afgang. Svo njótum við þess bara að vera saman.
28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Eru einhverjar hefðir innan fjölskyldunnar á gamlárskvöld?
Við „chillum“ bara yfir daginn á meðan pabbi eldar matinn. Við
erum alltaf heima hjá okkur á gamlárskvöld og til okkar koma
systkini pabba og fjölskylda. Það er alltaf aspassúpa í forrétt
en svo er mismunandi hvað er í aðalrétt. Það er hins vegar allt-
af einhver rjómabomba í eftirrétt sem ég borða ekki, svo að ég
fæ alltaf súkkulaðiköku. Eftir matinn fer ég oftast á brennuna
með vinkonu minni sem býr í götunni, en fjölskyldan slakar á
heima á meðan. Það nennir eiginlega enginn að fara þangað.
Svo þegar ég kem heim og er búin að hitta nokkra krakka, þá
er stutt í skaupið og við horfum alltaf saman á það og borðum
mikið nammi og allir með svona „glowsticks“.
Þegar áramótaskaupið er búið fara allir upp í stofu.
Ókei, þetta er mjög asnalegt, en pabbi spilar á píanóið og
syngur Nú árið er liðið, mjög falskt og það er alveg hræðilegt.
Allir syngja með! Hann lærði á píanó og þetta er örugglega
gamall draumur eða eitthvað. Svo er líka lesið ljóð, stundum
eftir afa minn.
Við kaupum ekki flugelda því litlu systkini mín eru hrædd
við þá. Við kaupum bara blys og þannig og horfum bara á fólkið
í kring sprengja.
Ferð þú að hitta vinina eftir miðnætti? Ég hitti alltaf vin-
konu mína sem býr í götunni. En nú ætlum við að hittast
nokkrar vinkonur og gera eitthvað skemmtilegt.
Kveðast á og syngja saman meðan
pabbinn spilar á píanóið
Eru einhverjar hefðir innan fjölskyldunnar á gaml-
árskvöld? Á gamlárskvöld erum við stórfjölskyldan
alltaf heima hjá ömmu og afa, fjölskyldan mín, systk-
ini mömmu og fjölskyldur þeirra. Við erum um 15
allt í allt og það er alltaf kalkúnn í matinn. Það er
hefð á gamlárskvöld þegar við sitjum öll við mat-
arborðið að við förum hringinn og hver og einn segir
frá því sem stóð upp úr á árinu. Eftir matinn förum
við yfirleitt saman á brennuna eða svona flestir og
þar hittum við fullt af fólki í Garðabænum. Þegar við
komum heim horfum við saman á skaupið og förum
síðan saman út að sprengja.
Ferð þú að hitta vinina eftir miðnætti? Það er mis-
jafnt en yfirleitt erum við bara í rólegheitum saman
öll fjölskyldan. Það hefur ekki verið neinn hópahitt-
ingur hjá krökkunum í Garðabæ en ég held að það
verði gert í ár.
Allir segja frá því sem
stóð upp úr á árinu
BIRGIR STEINN JÓNSSON
Fara alltaf saman á brennuna
eftir kvöldverðinn
SIGRÍÐUR ERNA HAFSTEINSDÓTTIR
ÞÓRDÍS RAGNA RAGNARSDÓTTIR
Þau yngstu hafa gaman af stjörnuljósum og blysum en eldri krakkarnir
fá ef til vill að sprengja nokkrar rakettur með fullorðnum. Það er mik-
ilvægt fyrir alla á heimilinu að nota hlífðargleraugu því ekki er gaman að
byrja árið á slysó. Sprengjum gamla árið burt örugg og glöð.
Munum eftir hlífðargleraugum!
Munið að
slökkva á
kertunum
Kerti úr sama
pakka geta
brunnið mis-
munandi hratt
og á ólíkan hátt
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins