Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Síða 20
Þessi mynd fór með sigur af hólmi í flokknum „villt og framandi“. Hún er eftir Ástralann Joshua Holko og þykir dómnefnd hún vega salt á skemmtilegan máta milli dauða og sjálfsbjargarviðleitni. © Joshua Holko/TPOTY 2014 MEÐ AUGUM FERÐALANGA Ferðaljósmyndir ársins VERÐLAUNIN FERÐALJÓSMYNDARI ÁRSINS (TRAVEL PHOTOGRAPHER OF THE YEAR) VORU VEITT FYRR Í MÁNUÐINUM OG SPANNA VERÐLAUNIN, SEM NÁ YFIR ÝMSA FLOKKA, ÓTRÚLEGA VÍTT SVIÐ, SVO SEM SJÁ MÁ HÉR. ÁHUGASAMIR GETA KYNNT SÉR MÁLIÐ BETUR Á HEIMASÍÐU VERÐLAUNANNA, TPOTY.COM. Michael Theodric frá Indónesíu varð hlutskarpastur í flokki ferðaljósmyndara fjórtán ára og yngri en hann er aðeins tólf ára gamall. Dómnefnd þykir Theo- dric hafa óvenju næmt auga miðað við aldur og segir framtíðina hans. © Michael Theodric/TPOTY 2014 Ferðaljósmyndari ársins er Englendingurinn Philip Lee Harvey sem sendi inn óvenju fjölbreytt safn mynda, svo sem af þessari konu sem heyrir til Himba-ættbálknum í Namibíu. Dómnefnd heillaðist ekki síst af smáatrið- unum í myndinni. © Philip Lee Harvey/TPOTY 2014 Norðmaðurinn Johnny Haglund bar sigur úr býtum í flokkn- um „augnablikið“ en mynd hans af hópi fólks í Kinshasa sem kallar sig „Les Sapeurs“ þykir gera fólk og umhverfi með eft- irtektarverðum hætti að einni heild. © Johnny Haglund/TPOTY 2014 Portrettmynd ársins tók Norðmaðurinn Johnny Haglund af þessari rosknu wayuu-konu í Kólumbíu. Dómnefnd segir líf hennar liggja í skörpum andlitsdráttunum. © Johnny Haglund/TPOTY 2014 Pólverjinn Jakub Rybicki átti bestu stöku sigurmyndina í flokknum „höfuðskepnurnar fjórar“. © Jakub Rybicki/TPOTY 2014 Ljósmyndir teknar á grísku eynni Mykonos tryggðu ástr- ölsku stúlkunni Georgia Mulholland sigurinn í flokki ljós- myndara fimmtán til átján ára. Myndirnar þykja segja sögu eyjunnar á skemmtilegan hátt. © Georgia Mullholand/TPOTY 2014 Allir fá þá eitthvað fallegt AFP *Dýrin í dýragarðinum í Sydney fara ekki íjólaköttinn í ár. Starfsmenn garðsins sjá tilþess. Hér sjást simpansarnir opna sína pakkaen þar kenndi víst margra grasa. Ánægðastirvoru simpansarnir að vonum með pakkanasem innihéldu eitthvað matarkyns. Sumiropnuðu pakkana sína varlega, enda hæfari til þess en flest önnur dýr, en aðrir kusu að leika sér bara með þá – óopnaða. Ferðalög og flakk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.