Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 23
skilning enda er hægt að læra hvar sem er.
Þau taka bara skólabækurnar með sér.“
Hengirúmið með í för
Sigmar er bakpokaferðalangur fram í fing-
urgóma og líkar best að gista á farfuglaheim-
ilum eða heima hjá fólki, sem stendur víða til
boða. Þannig kynnist hann fólki betur og
fræðist meira um hvern stað fyrir sig. Sig-
mar kann líka prýðilega við sig í tjaldi, auk
þess sem hann sefur oft undir berum himni –
í hengirúmi sem hann hefur með sér.
Sigmar hefur sjaldan lent í vandræðum á
ferðum sínum. Það er helst við landmæri
ríkja. Þá þurfa ferðalangar stundum að
draga upp veskið til að vera hleypt í gegn.
Það er gömul saga og ný. Sigmar lætur sig
yfirleitt hafa þetta – utan eitt skipti. „Ég var
þá á leiðinni inn í El Salvador og neitaði að
greiða landamæravörðunum mútur. Ætli hafi
ekki legið eitthvað illa á mér,“ rifjar hann
upp brosandi.
Það skipti engum togum, Sigmari og syni
hans var hent öfugum út úr El Salvador ogHótelið sem Sigmar gisti á í Colombo.
Strandkofinn sem Sigmar gisti í meðan hann dvaldist í Arugam Bay á Sri Lanka.
Sigmars var svæðið ennþá í sárum eftir þær
hörmungar. Hann segir ferðina hafa verið
þrælskemmtilega. Sri Lanka sé gífurlega fal-
legt land og gaman að ferðast um það og
verði örugglega ennþá skemmtilegra þegar
stjórnarfarið lagast. Þá sé fólkið indælt, kurt-
eist og lífsglatt.
Helsta áhugamálið
Ferðalög eru helsta áhugamál Sigmars og lít-
ur hann á þau sem hvata til að kynnast nýju
fólki. Mest hefur hann ferðast um Suður-
Ameríku, þar sem hann bjó í eitt ár, og Mið-
Ameríku. Hann á tvö börn, son og dóttur, og
hafa þau ferðast svolítið með honum. Þegar
drengurinn fermdist fyrir fjórum árum fóru
feðgarnir í ferðalag til Mið-
Ameríku og þar sem stúlkan
fermdist síðasta vor stendur til
að fara með hana utan líka. Upp-
haflega ætlaði Sigmar að gera
það núna um jólin en er búinn
að fresta því til páska. Ekki ligg-
ur fyrir hvert för verður heitið
en Sigmar segir Suður- eða Mið-
Ameríku koma sterklega til
greina enda er hann farinn að
geta bjargað sér vel á spænsk-
unni. Hefur sótt nokkur nám-
skeið á ferðum sínum.
Hann er jafnan á bilinu þrjár til sex vikur
ytra. Finnst ekki taka því að fara fyrir
skemmri tíma. „Það hentar mér yfirleitt best
að fara um jól eða páska vegna vinnunnar, þá
er minnst að gera.“
Spurður hvort það skapi ekki vandamál
vegna skólagöngu barnanna hristir Sigmar
höfuðið. „Skólarnir hafa sýnt þessu mikinn
mega ekki koma þangað framar. „Það endaði
með því að við gistum á vændishúsi í grennd-
inni enda ekki í önnur hús að venda um nótt-
ina. Ég held að sonur minn hafi ekki áttað sig
á starfseminni sem fór þar fram.“
Hann glottir.
„Ósnortin“ lönd mest spennandi
Sigmar segir fróðlegt að kynnast helgihaldi í
öðrum löndum en auk Sri Lanka hefur hann
verið í Chile, Guatemala og Austurríki yfir jól.
Hann segir jólin hvergi eins verslunarmiðuð
og hér á landi en samt vanti ekkert upp á há-
tíðleikann.
Spurður hvert hann langi mest að fara næst
nefnir Sigmar Asíuríkið Búrma sem sumir
kalla Myanmar. „Búrma er að opnast en er
samt ennþá ósnortið af ferðamönnum. Það er
allt öðruvísi að fara til landa þar sem ferða-
þjónustan stendur ekki í blóma. Það er tekið
allt öðruvísi á móti manni og engin þreyta
komin í gestgjafann eins og stundum vill
verða. Fólk er einlægara og forvitnara í þess-
um löndum og það kann ég að meta.“
* Sigmar snaraðisér inn á fyrstahótelið sem hann sá.
Og hver haldiði að
hafi tekið á móti
honum þar? Annar
Íslendingur.
28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnasmiðja Reykjavíkur
sendir landsmönnum
öllum sínar bestu jóla-
og nýárskveðjur.
Þökkum viðskiptin
á liðnu ári.