Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014
Heilsa og hreyfing
Vefurinn Runnersworld.com ræddi við einhverja fljót-
ustu búningahlaupara í heimi og fékk hjá þeim góð ráð
fyrir hlaup í búningi. Ian Sharman og Camille Herron
hafa slegið met klædd sem Kóngulóarmaðurinn og
Kóngulóarkonan. Þau gáfu eftirfarandi sjö ráð til að fá
sem mest út úr búningahlaupi. Athugasemdirnar eiga
við maraþon í útlöndum en flest er hægt að heimfæra
upp á Ísland að vetri til.
1. Mættu með opinn huga
„Líttu á þetta sem skemmtilegan snúning á hlaup og
ekki taka þig of alvarlega,“ segir Sharman.
Hlaupaárið er fullt af hlaupum þar sem þú getur
hlaupið eins hratt og þú getur. Fjölbreytileiki í æfingum
er góður og gott er að fá nýja sýn á hlaup með því að
hlaupa í búningi. Búningahlaup er bara öðruvísi og er
líka fyrir „alvarlega“ hlaupara.
Herron bendir á að það geti hvatt börn til þess að
hlaupa að sjá uppáhalds ofurhetjuna sína hlaupa framhjá.
2. Prófaðu búninginn fyrirfram
Jafnvel þó þú stefnir ekki á persónulegt met er gott að
prófa búninginn fyrirfram til að reyna að forðast óþæg-
indi í hlaupinu sjálfu. Ef búningurinn nuddast við líkam-
ann á óþægilegum stað eða erfitt er að anda í gengum
grímuna er hægt að gera breytingar fyrir hlaupið. „Bún-
ingarnir eru ódýrir og auðvelt að skemma þá svo ég
takmarka undirbúninginn við prufuskokk til að kanna að
búningurinn haldist á og passi vel,“ segir Sharman.
3. Vertu viðbúin(n) athugasemdum
Hlaupararnir segja að margir vilji tala við þá og hvetji
þá áfram, sem sé gaman.
„Ég hef oft heyrt athugasemdir í rásmarki um að
„þessi gaur í búningnum“ eigi ekki eftir að vera á undan
viðkomandi,“ segir Sharman. „Fólki finnst ekki gaman
að búningahlaupari sé fljótari en það því það býst ekki
við að hann sé alvöru hlaupari sem þjálfi stíft,“ segir
hann.
4. Búðu þig undir vesen
Flestir tilbúnir búningar eru ekki hannaðir til að svitna
mikið í. Það er því gott að bæta við nokkrum önd-
unarholum á búninginn ef hann er úr gerviefni.
Herron lenti líka í vandræðum við að renna niður
Kóngulóarkonubúningnum sínum á ferðaklósetti í mara-
þonhlaupi.
Annars virðast grímur vera það erfiðasta við bún-
ingahlaup svo það er snjallt að sleppa þeim ef hægt er
en þær eru ekki nauðsynlegur hluti flotts búnings eins
og myndirnar sýna.
5. Notfærðu þér áhorfendurna
Áhorfendurnir elska þig. Notfærðu þér orkuna sem
kemur frá þeim.
„Viðbrögðin frá áhorfendum í stórborgarmaraþonum
hafa verið frábær,“ segir Sharman og bætir við að við-
brögðin hafi verið miklu sterkari en þegar hann hljóp í
venjulegum hlaupafötum.
6. Ekki vanmeta þig
Herron hefur hlaupið maraþon á 2:37 og hljóp á 2:48
sem Kóngulóarkonan.
„Flestir búningar bæta aðeins nokkrum mínútum við í
heilu maraþoni en það lítur út fyrir að það ætti að vera
meira,“ segir Sharman.
7. Skemmtu þér vel
„Þetta er bara mjög skemmtilegt, sérstaklega ef þú
hleypur með vinum,“ segir Sharman.
SJÖ GÓÐ RÁÐ TIL BÚNINGAKLÆDDRA HLAUPARA
Ekki taka þig of alvarlega
G
amlárshlaup ÍR verður
haldið í 39. sinn á gaml-
ársdag en þátttakendur
hlaupa tíu kílómetra
vegalengd. Hlaupið er á meðal
stærstu hlaupaviðburða sem haldn-
ir eru hér á landi og er fastur liður
í lífi margra hlaupara og hlaupa-
hópa, segir Inga
Dís Karlsdóttir,
einn skipuleggj-
enda gamlárs-
hlaupsins. Hefð er
fyrir því að fólk
mæti í búningum í
þetta hlaup en
hver og einn mæt-
ir auðvitað á eigin
forsendum. Þó að
margir hlaupi sér til skemmtunar
og félagsskaparins vegna eru aðrir
sem mæta íklæddir keppnisskapinu
og reyna að bæta sig eða ná settu
hlaupamarkmiðið fyrir lok árs.
Stórafmæli á næsta ári
Inga Dís hefur komið að skipulagn-
ingu gamlárshlaupsins og Víða-
vangshlaups ÍR í þrjú ár en bæði
hlaupin fagna stórafmæli á næsta
ári. Þá verður víðavangshlaupið,
sem alltaf fer fram á sumardaginn
fyrsta, haldið í 100. sinn og gaml-
árshlaupið í 40. skipti.
„Það sem er svo magnað við
þetta hlaup að þrátt fyrir vont veð-
ur eða aðstæður er þátttaka ávallt
mjög góð, hlaupið skipar það stór-
an sess í hlaupamenningunni. Það
sem er einkennandi fyrir gaml-
árshlaupið er að það tíðkast hjá
mörgum hlaupahópum að gera sér
glaðan dag. Hóparnir hittast í
heimahúsum eða á kaffihúsi í bæn-
um eftir hlaupið og fá sér kampa-
vín eða kakó og fara yfir hlaupaár-
ið sem er að líða,“ segir Inga Dís
en segja má að þetta sé einskonar
árshátíð hlauparanna.
Upp úr þessari hátíðar- og gleði-
stemningu spratt sú hefð að hlaup-
arar fóru að mæta í búningum.
Þetta gerðist upp úr 1998, þegar
brautinni var breytt þannig að rás-
mark og endamark var frá Ráðhús-
GAMLÁRSHLAUP ÍR HALDIÐ Í 39. SKIPTI
Einskonar árshátíð hlaupara
Línur eru ekki aðeins sterkar
heldur líka fljótar að hlaupa.
Eins og sést á meðfylgjandi
myndum hafa búningar hlaup-
ara verið fjölbreytilegir.
Ljósmyndir/Torfi Leifsson/Hlaup.is
* Gamlárshlaupið verður ræst við Hörpu kl. 12 og lýkur á sama stað.Leiðin er slétt og einföld og því ekki úr vegi að stefna á bætingahlaup á
þessum síðasta degi ársins. Allt verður gert til að aðstæður verði eins
góðar og hægt er miðað við árstíma. Öryggi hlaupara og starfsmanna
verður í forgangi og lokað verður fyrir umferð um nyrðri hluta Sæbraut-
ar á meðan á hlaupinu stendur eða frá kl. 11.30-13.30.
* Forskráning er á www.hlaup.is en henni lýkur á miðnætti hinn 30.desember. Þeir sem forskrá sig fyrir kl. 16 hinn 30. desember geta sótt
gögnin sín í verslunina Intersport á Bíldshöfða á milli kl. 16.30 og 18.30
þann sama dag. Annars verða gögn afhent í Hörpu miðvikudaginn 31.
desember milli kl. 10 og 11.30 og þá verður einnig hægt að skrá sig í
hlaupið.
* Núverandi brautarmet eiga Arndís Ýr Hafþórsdóttir sem hljóp á37:40 árið 2013 og Kári Steinn Karlsson sem hljóp á 30:47 árið 2011 en
hann hefur jafnframt unnið síðustu tíu hlaup.
* Metþátttaka var í hlaupinu árið 2010 þegar 1.136 manns voru skráð-ir til leiks. Í fyrra luku 966 þátttakendur hlaupinu og má reikna með sam-
bærilegum fjölda í ár en fátt virðist geta spillt fyrir þátttöku í þessu síð-
asta hlaupi ársins en fólk lætur almennt ekki veðrið stöðva sig.
ÞÁTTTAKENDUR MÆTA
BÆÐI MEÐ GLEÐINA OG
METNAÐINN Í FARTESKINU Í
GAMLÁRSHLAUP ÍR.
HLAUPAHÓPAR, SEM MARG-
IR MÆTA Í BÚNINGUM,
NOTA TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ
FARA YFIR HLAUPAÁRIÐ OG
SKEMMTA SÉR SAMAN.
Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Gamlárshlaup ÍR
Super Mario-bræður eru vanir hlaupum.
Lukku láki rekur Daltónana í mark.
Inga Dís
Karlsdóttir
Það má ekki gleyma að borða hollan og góðan morgunmat í jólafríinu en morgunmatur er
mikilvægasta máltíð dagsins. Góður morgunmatur getur til dæmis verið hafragrautur eða
ósykrað morgunkorn með mjólk, hrein jógúrt eða súrmjólk með ávaxtabitum, gróf brauð-
sneið með áleggi ásamt mjólkurglasi og teskeið af þorskalýsi.
Mikilvægasta máltíð dagsins