Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 30
Matur og drykkir Granatepli færa gæfu *Um víða veröld er því trúað að ýmiss konarfæða færi fólki gæfu og þá skiptir mestu máliað þessar ákveðnu fæðutegundir séu snædd-ar á gamlárskvöld. Í matarboðinu hér á næstusíðum eru granatepli notuð til skreytingar íýmsa rétti en í Tyrklandi er það að borðagranatepli talið færa fólki hamingju, ríkidæmi og góða heilsu. Það síðastnefnda hefur reyndar verið vísindalega sannað. H ópurinn sem ég bauð heim sam- anstendur af vinkonum héðan og þaðan, sumar okkar hafa verið vinkonur til margra, margra ára,“ segir Íris Guðmundsdóttir flugfreyja en þar að auki á vinkvenna- hópurinn það sameiginlegt að vera allur úr Hafnarfirði. Íris er þekkt fyrir stórkostlegar mat- arveislur og það kemur í ljós að þótt hún starfi ekki við það í dag er hún menntað- ur heimilisfræðikennari. „Mig langaði að hafa þetta standandi boð og vann þetta svona út frá því en þetta var áramótaboð með jólalegu ívafi. Ég útbjó því ýmiss konar smárétti sem henta vel til að hafa á borðum við þau tímamót.“ Íris er fagurkeri fram í fingurgóma og á eftirtektarvert jólaskraut sem setti skemmtilegan svip á matarboðið. Þannig má nefna að sashimi kvöldsins var borið fram í eins konar jólasveinaglösum. „Ég hafði alls ekki prófað alla þessa rétti áður, en þegar ég setti saman mat- seðilinn hafði ég ekki síður í huga að maturinn liti fallega út en að réttirnir brögðuðust vel en það kom á daginn að þeir voru mjög ljúffengir.“ Íris segir erfitt að velja á milli hvaða réttur hafi staðið upp úr en viðurkennir þó að botninn á humarsúpupottinum hafi nánast verið sleiktur. „Vissulega er tímafrekara að bjóða upp á marga rétti en mér fannst gaman að búa þetta til, matseld er mitt jóga og ég hef alltaf haft ótrúlega mikinn áhuga á mat, og þá mat fremur en bakstri og eft- irréttum sem ég er ekki eins gefin fyrir.“ Íris og systir hennar hafa skipst á að bjóða heim á gamlárskvöld og skipta með sér verkum þannig að það árið sem önnur sér um matseðilinn við aðalborðhaldið tek- ur hin að sér að útbúa snarlið og matinn sem er borinn fram síðar um kvöldið með- an verið er að horfa á Skaupið og hafa gaman. Nú í ár sér Íris einmitt um par- tímatinn svo að þetta var góð æfing að gera eitt slíkt boð tveimur vikum áður en kemur að stóra kvöldinu. Á Íris að lokum góð ráð fyrir þá sem langar að hafa svipað boð og hennar á gamlárskvöld? „Ég ráðlegg fólki að passa að hafa ekki of margar tegundir. Mér finnst þá útlitið líka alltaf skipta miklu máli. Maður borðar ekki síður með augunum og þegar rétt- irnir eru fallegir á að líta kemst maður upp með ansi margt; fallega skreytt súpu- skál gefur þá tilfinningu að maturinn sé enn betri en hann er!“ Íris og vinkonur hennar voru fram eftir öllu kvöldi í gleðinni og sagði Íris kvöldið hafa heppnast með eindæmum vel. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hópurinn samanstóð af hafnfirskum og afar hressum vinkonum. ÓTAL SMÁRÉTTIR HJÁ ÍRISI GUÐMUNDSDÓTTUR Standandi áramótastuð í Hafnarfirði Gestir frá vinstri: Íris Guðmundsdóttir, Ólöf Guðjónsdóttir, Berglind Guðmunds- dóttir, Rannveig Klara Matthíasdóttir, Unnur Lára Bryde, Andrea Magnúsdóttir, Ólöf Baldursdóttir, Ebba Særún Brynj- arsdóttir, Hrund Eðvardsdóttir, Erla Hjart- ardóttir, Helena Björk Magnúsdóttir, Sig- ríður Anna Sigurðardóttir og Þóra Lind. ÍRIS GUÐMUNDSDÓTTIR KANN AÐ HALDA VEISLUR OG HÉLT ÁN EFA EITT FLOTTASTA STANDANDI VEITINGAPARTÍ ÁRSINS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is * „Þetta var áramóta-boð með jólaleguívafi og ég útbjó því ýmiss konar smárétti sem henta vel til að hafa á borðum á þeim tímamótum.“ 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.