Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 32
Íris vildi bjóða upp á óformlega stemningu, standandi borðhald, og segir það oftar en ekki vera bestu partíin. Stjörnukokkurinn Íris var í síðum og smart áramótakjól og allir skörtuðu sínu fínasta.
Sérstaka athygli vakti lýsing kvöldsins en bjartar og hlýlegar seríur komu vel út
með mátulegu magni af kertaljósum í ljómandi fallegum stjökum.
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014
Matur og drykkir
HAMBORGARABRAUÐIÐ
Dugar í 80 stykki hamborgarabrauð eða fyrir 40 hamborgara
5 dl hveiti
3 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
150 g rifinn ostur
75 g smjör, bráðið
2 dl súrmjólk
Hitið ofninn í 180°C á blæstri. Setjið allt í skál og hnoðið vel saman í
höndunum eða með hnoði í hrærivélinni. Fletjið deigið út. Finnið glas
sem er í sömu stærð og hamborgarakjötið á að vera. Íris notar
snafsaglas. Bakið í ofninum í 10-12 mínútur, fer eftir þykkt brauðsins.
HAMBORGARAKJÖTIÐ
Dugar í 40 borgara
400 g nautalund
1-2 pokar klettasalat
tilbúin béarnaisesósa, Íris notar frá Fjarðarkaupum
1 búnt ferskt rósmarín
teriyakisósa eftir smekk
Leggið lundina í teryakisósu og saxað rósmarín í að minnsta kosti
tvær klst. eða helst heilan dag. Grillið hana, best er að nota kolagrill
en ef veður leyfir ekki má loka henni á vel heitri pönnu og setja þá inn
í ofn í 8 mínútur á 180°C, á blæstri. Leyfið lundinni að kólna og skerið
hana loks niður í mjög þunnar sneiðar. Leggið kjötið á brauð og álegg-
ið ofan á í þessari röð; sósu, klettasalat, aftur sósu, lund, einu sinni
enn sósu og lokið borgaranum loks með brauði.
Litlir hamborgarar
FYRIR 12-14
500 g krabbaklær eða 300 g hum-
arskeljar
1 púrrulaukur
1 poki gulrætur
2-3 msk. smjör
2 msk. karrí
1 teningur humarkraftur, Íris notar
Humartasty-kraft
3-4 teningar fiskikraftur
1 dl rjómi og auka ef nota á í skraut
2-3 dl hvítvín
1 lítil dós tómatpúrra
2-3 msk. koníak
5 l vatn
maísmjöl til þykkingar ef þarf og eftir
smekk
1 granatepli, fræin notuð til skrauts
Steikið skeljarnar, gulrætur og
púrrulauk á pönnu upp úr smjöri og
karríi. Setjið vatnið í stóran pott og
bætið skeljunum og grænmetinu
steikta út í ásamt tómatpúrru, humar-
og fiskikrafti. Lágmark er að sjóða
þetta allt í 3 klst. á léttri suðu en allra
best er að leyfa súpunni að malla í tvo
daga. Eftir því sem súpan er soðin
lengur, því betri verður hún. Þegar
soðið er orðið gott má smakka til og
athuga hvort það þurfi að bæta meiri
krafti saman við. Sigtið soðið frá, setj-
ið það aftur út í pottinn, þykkið með
maísmjöli ef þið viljið, smakkið hana
betur til og bætið hvítvíni, rjóma og
koníaki saman við. Skreytið með gran-
ateplafræjunum.
Humarsúpa
Snittur með
hráskinku
og trufflu-
sinnepi
1 snittubrauð
1-2 bréf hráskinka
1 vænt búnt basilíka
½-1 box geitaostur
trufflusinnep, fæst í Tekk-
vöruhúsi
jarðarber eða annað fal-
legt grænmeti eða ávextir
til skrauts
Hitið ofninn í 180°C og hafið
á blæstri. Skerið snittubrauð-
ið í hæfilega bita. Ristið
brauðið inni í ofninum í um
það bil 10 mínútur. Smyrjið
sinnepinu á brauðið og leggið
basilíku ofan á, þá hráskinku
og loks bita af geitaosti.
Skreytið með niðursneiddum
jarðarberjum eða öðru girni-
legu grænmeti eða ávöxtum.
½ fransbrauð
um 200 g stórar og fallegar
rækjur
smávegis majónes
½ búnt steinselja eða dill
nokkrar msk. rauður kavíar
góð olía til að djúpsteikja
Skerið brauðið út með glasi í
þeirri stærð sem hver vill, Íris
notar snafsaglas og nær með
því fjórum snittum út úr hverri
brauðsneið. Hellið olíunni í lít-
inn pott og djúpsteikið brauð-
ið. Raðið þá rækjunum fallega á
það og setjið dropa af majónesi
ofan á í miðju snittunnar.
Skreytið með dilli eða stein-
selju og að lokum rauðum kaví-
ar.
Gamlársrækjusnittur