Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Page 39
Nissan X-Trail Tekna Tölvurnar eru útum allt og ekki síst í bílum; í nýjum bílum eru að jafnað á annan tug af tölvum. Tekna- útfærslan á nýjum Nissan X-Trail er gott dæmi um þetta, enda eru á honum allskyns myndavélar og skynjarar sem auka öryggi og auðvelda akstur. Í miðju mælaborðinu er 7" snertiskjár með leiðsögukerfi og tilheyrandi, en hann er líka notaður til að sýna myndir úr fimm myndavélum; ein er að framan, tvær á hliðunum og tvær að aftan. Til viðbótar við þetta eru svo fjarlægðarskynjarar í stuðurum sem gefa frá sér hljóð þegar bíllinn nálgast eitthvað um of. Þetta nýtir bíllinn meðal annars til að bakka fyrir mann í stæði. iPhone 6 og 6+ Það verður alltaf uppi fótur og fit á haustin þegar Apple sýnir nýjustu farsíma sína, nú síðast iPhone 6 og iPhone 6 Plus. iPhone er stærri en eldri gerðir af iP- hone en hann er líka líka þynnri, ekki nema 6,9 mm að þykkt og fer einkar vel í hendi, ávalur og þjáll viðkomu, bakið úr áli, framhliðin úr gleri. iPhone 6 Plus er svo stóra systir, nánast eins hvað varðar innvolsið, nema þó að í myndavélinni á 6 Plus-símanum er hristivörn í linsunni og rafhlaðan er stærri og ending- arbetri. Garmin Edge 1000 Garmin framleiðir fullkomnustu hjólatölv- urnar og Edge 1000 er fullkomnasta Garm- in hjólatölvan. Hægt er að kaupa hana staka en best að fá hana með púlsmæli og ól til að spenna um bringuna, hraðamæli og snúningshraðamælir (cadence-mælir). Skjárinn á Edge 1000 er 3" og byggir á rafþéttum sem skynja yfirborðsspennu. Hann er nákvæmur og gott að nota hann þó maður sé með hanska, en að græjan er vatnsþétt og höggv- arin. Birtustilling er líka sjálfvirk þannig að skjárinn varð bjartari þegar hjólað var í gegnum und- ir- göng og dofnaði svo sjálf- krafa. Nokia Lumia 930 Nokia Lumia 930 síminn var með fyrsti farsímum sem nota Windows 8.1 stýrikerfið, en með því kerfi má segja að Microsoft hafi náð Android og iOs í þróun og virkni. Skjárinn á símanum er frábær, 5" AMOLED með 1080 x 1920 díla upplausn og 441 ppi sem gerir hann einstaklega skýran, og myndavélin er afbragð; 20 MP, 4.992 x 3.744 díla, með Carl Zeiss linsu, hristi- vörn í linsu, sjálfvirka skerpu, tvöfalt LED flass og svo má telja. Hljóðupptaka á vélinni er líka framúrskar- andi. 28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 iMac 21” 2014 módel iMac 21' 1.4GHzDual-Core i5 179.990 Verð áður 199.990 iMac 21' 2.7GHzQuad-Core i5 219.990 Verð áður 239.990 iMac 21' 2.9GHzQuad-Core i5 249.990 Verð áður 279.990 iMac 27” 2014 módel iMac 27' 3.2GHzQuad-Core i5 299.990 Verð áður 329.990 iMac 27' 3.4GHzQuad-Core i5 339.990 Verð áður 369.990

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.