Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Side 40
Tíska
Nýr hönnuður hjá Chanel
*Ítalski förðunarmeistarinn Lucia Pica hefurtekið við sem alþjóðlegur förðunarvöru- oglitahönnuður hjá snyrtivörudeild Chanel.Lucia hefur unnið sem „freelance“förðunarmeistari um árabil og þróað þannigáhugaverðan stíl. Pica hefur störf hjá Chanel hinn fyrsta
janúar 2015.
H
verju ætlar þú að klæðast á gamlárskvöld? Marokkóskum
karlmannsklæðum frá sambýliskonu minni Evu Sigrúnu,
þau eru sko fasjón #oneofakind!
Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Mokkajakk-
inn minn sem ég fékk í Rauðakrossbúðinni, með honum fylgdi miði
sem á stóð að einungis ljóshærð stelpa mætti kaupa hann. Sem skol-
hærður einstaklingur hef ég því verið að fara í ljósar strípur síðan.
En þau verstu? Allt sem ég kaupi mér sem er
ekki til í minni stærð, en ég ætla bara að
mjókka til að passa í.
Hvert sækir þú innblástur? Það er ekkert
eitt ákveðið, maður verður alltaf fyrir áhrifum
úr umhverfi sínum en klæðaburður minn
stjórnast aðallega af veðrinu. Ef það er kalt
og dimmt þá er klæðaburður minn eftir því og
öfugt ef það er bjart og hlýtt. Annars get ég
verið að taka mjög ólíka stíla yfir vikuna, hef
til að mynda tekið Steve Jobs-lúkkið á mánu-
degi, A$AP á þriðjudegi, 90’s Madonnu á mið-
vikudegi, Janis Joplin á fimmtudegi og
kannski unga Cher á föstudegi.
Hverju er mest af í fataskápnum? Ég er
peysuperri af verstu gerð, svo ég á mjög mik-
ið af stórum og fyrirferðarmiklum prjónapeys-
um. Líka glimmersokka úr Tiger, kaupi mér
alltaf par í hverri ferð. Ekkert betra en smá
glys og glam á tánum ef maður er eitthvað
niðurlútur.
Áttu einhverja dýrmæta flík sem
þú tímir ekki að nota? Það er sama hvað ég
hef fengið mér, það er alltaf það besta sem ég
hef eignast þá stundina, en fljótlega fellur það í
skuggann af því næsta „nýja“ sem ég eignast.
Finnst samt alltaf jafn leiðinlegt þegar það kemur
gat á glimmersokkana mína.
Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig
aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að
versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu?
Getur tímavélin tekið mig í LOTR? Ef svo er þá lang-
ar mig til að fara þangað og vera álfur. Eða bara svo
lengi sem ég fæ að vera með skikkju og höf-
uðskart þá er ég sátt.
Ætlar þú að fá þér eitthvað sérstakt fyrir
nýja árið? Ég fer ekki út
án þess að vera með tref-
il, því væri draumur að fá
sérhannaðan og einstakan
trefil frá fatahönnuðinum og textílsnillingnum
Tönju Huld Levý. Frúin í Hamborg má svo
einnig gera sér ferð við tækifæri og taka
mig í einn Laugaveg eða svo. Hef augastað á
einu og öðru hjá JÖR, KronKron og Kiosk.
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Ég
tók „Normcore“-trendinu mjög fagnandi, en
ég reyni eftir fremsta megni að klæða mig í
eins þægileg föt og ég get, án þess þó að
fara í joggingallann. Væri reyndar hæst-
ánægð ef Hjallastefnan yrði tekin upp í
vinnunni ef út í það er farið, fer hér með í
það! Á milli þess sem ég lufsast „ekki“ í
jogging þá finnst mér samt gaman að fara í
glimmer og glans, mætti því segja að ég væri að vinna með skötu-
lúkkið á virkum dögum en tæki gullfiskinn um helgar.
Áttu þér uppáhaldsflík? Já og nei, það er stuttermabolur skreyttum
guðum hindúa. Ágústa vinkona mín á hann en ég er að vinna í því að
eignast hann, með góðu eða illu.
MAROKKÓSK KARLMANNSKLÆÐI Á GAMLÁRSKVÖLDI
Ólöf Rut segist verða
fyrir áhrifum úr um-
hverfinu en klæðaburð-
urinn stjórnast þó að-
allega af veðrinu.
AFP
Gullfiskur
um helgar
ÓLÖF RUT STEFÁNSDÓTTIR, VERKEFNASTJÓRI Í HÖNN-
UNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS, ER MEÐ AFAR FJÖLBREYTTAN
OG SKEMMTILEGAN FATASTÍL.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Ólöf væri til í að klæðast
skikkju og höfuðfati.
Gillmersokkar eru
í miklu uppáhaldi
hjá Ólöfu.
Hefðbundinn, vel snið-
inn og vandaður fatn-
aður einkennir „Norm-
core“-tískustefnuna.