Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 52
Samantekt 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 Morgunblaðið/Eggert Ljósmynd/Reebok „Segi einhver að ég geti ekki gert eitthvað verð ég að gera það. Meðan ég var að æfa stangarstökk fór ég að ræða við nokkra fé- laga mína sem æfðu langhlaup. Talið barst að Laugaveginum og ég hélt því fram að allir, sem á annað borð stunduðu æfingar af ein- hverju tagi og eru í góðu formi, gætu hlaupið hann. Þau voru ósammála mér, þannig að ég skráði mig í hlaupið,“ sagði Annie Mist Þórisdóttir, Evrópumeistari og silfur- hafi á heimsmeistaramótinu í crossfit, 3. ágúst. Morgunblaðið/Kristinn „Hann dó áður en tökur hófust á Vonarstræti og var mjög sterkur í minni vitund meðan á gerð myndarinnar stóð – og er enn. Pabbi var mikill höfðingi. Á dán- arbeðinum hét ég honum að næsta mynd yrði fyrir hann. Pabbi, gjörðu svo vel!“ sagði Þorsteinn Bachmann aðal- leikari í vinsælustu kvik- mynd ársins, Vonarstræti um föður sinn. Lj ós m yn d/ H al ld ór S ve in bj ör ns s „Ég er rosalega ánægð, eiginlega alveg í skýjunum. Nú verður útvarpstækið tekið út úr skápnum,“ sagði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, 78 ára al- þýðulistakona á Þingeyri, 15. júní þegar bar- áttu hennar fyrir endurkomu Næturvakt- arinnar á Rás 2 lauk með sigri. Sú ákvörðun að leggja Næturvaktina niður í byrjun árs 2014 kallaði á hörð viðbrögð hjá aðdáendum þáttarins. Var Vagna Sólveig fremst í flokki. Morgunblaðið/Ómar „Ég sá strax að hann hafði eitthvað sérstakt, hann var ótrú- lega duglegur, hann vinnur tvöfalt á við flesta, er forvitinn og hafði þann eiginleika til að bera sem börn hafa – að vilja vita meira og spyrja spurninga. Ég hef haft margt fólk í vinnu hjá mér og veit um leið ef menn hafa það sem þarf til að skara fram úr,“ sagði stjörnukokkurinn breski Raymond Blanc, lærifaðir Michelinstjörnu-kokksins Agnars Sverrissonar um Agnar 20. júlí. Agnar sló í gegn á árinu með skyndibitastaðnum Dirty Burgers & Ribs. Morgunblaðið/RAX „Allt árið 2013 var ég afar veik og þetta var mjög þungsótt barátta. Ég náði hins vegar bata og á fyrsta vinnudegi mínum, eftir þetta dimma og erfiða ár, rann það upp fyrir mér að ég var á leiðinni til Íslands. Ísland var því síðasti við- komustaður fyrir veikindin á óeiginlegan hátt og fyrsti viðkomustaður eftir veikindin í raun- veruleikanum. Þetta er eitthvað svo táknrænt. Ég flaug inn í myrkrið, bæði á hvíta tjaldinu og í mínu persónulega lífi, þegar ég kvaddi Söru Lund. Og nú var ég að lenda eftir veikindin; einnig á Íslandi, en í ljósinu,“sagði Sofie Grå- bøl úr Forbrydelsen 15. júní. Leikkonan var stödd hérlendis við tökur á Forti- tude, breskri glæpaþáttaröð. Í viðtalinu ræddi hún meðal annars baráttu sína við brjóstakrabbamein. „Núna er eiginlega búið að eyði- leggja sölumarkaðinn í myndlist- inni því fólkið sem áður keypti myndir á engan pening lengur. Það er mjög alvarlegt að á Vestur- löndum, þar á meðal hér á landi, sé búið að rústa millistéttinni. Pen- ingarnir fara á mjög fáar hendur sem hefur mjög slæm þjóð- félagsleg áhrif,“ sagði Daði Guð- björnsson myndlistarmaður í viðtali 11. maí. Morgunblaðið/ Kristinn „Okkur var gert að sætta okkur við það að við myndum öll detta af baki á einhverjum tímapunkti. Hestarnir sem voru notaðir í keppnina voru allir mjög lítið tamdir svo að þetta var eiginlega gefið. Ég hélt mér hins vegar á baki allan tímann og var nokkuð ánægð með það,“ sagði knapinn Aníta Margrét Aradóttir 24. ágúst. Aníta vakti mikla athygli þegar hún tók fyrst Íslendinga þátt í hættulegustu kappreið í heimi, á villtum hestum í Mongólíu. Þar er ekki sjálfgefið að komast í mark. „Ég þekki mörg dæmi um konur með góða menntun frá heimalöndum sínum sem nýtist þeim ekki hér. Sumar hafa menntað sig hér. Þær sækja og sækja um vinnu en fá ekki starf við hæfi, jafnvel þótt þær tali ljómandi góða ís- lensku. Þetta mótlæti hefur orðið til þess að sumar þessara kvenna hafa flutt úr landi. Því miður. Það er í mínum huga tapaður mann- auður,“ sagði Claudie Ashonie Wilson sem flutti til Íslands 18 ára gömul frá Jamaíku og hefur búið hér síðan. Hún er mennt- aður lögfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.