Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Side 56
Menning 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 Gullna hliðið – Leikfélag Akureyrar í Borgarleikhúsinu Eftir Davíð Stefánsson í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson. „Nálgun Egils Heiðars Antons Pálssonar á eitt vinsælasta leikrit íslenskra leikbókmennta var fersk og djörf. Með aðeins fjórum leikurum, tveimur tónlistarkonum og barnakór tókst að skapa heillandi leikhúsævintýri. Leikmyndin var hugvitssamlega hönnuð og fangaði einstaklega vel ferðalag kerlingarinnar.“ HEILLANDI LEIKHÚSÆVINTÝRI EKKI BENDA Á MIG Eldraunin í Þjóðleikhúsinu bbbbm Eftir Arthur Miller í leikstjórn Stefans Metz. Burðarhlutverk: Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir. „Eldraunin eftir Arthur Miller er afburða vel skrifað verk sem hrífur mann með sér frá fyrstu mínútu. […] Spurningar verks- ins, athuganir þess varðandi eðli mannsins og mannlegt samfélag eru jafn mikilvægar og lifandi nú og þegar það var skrifað. Frammistaða leikara sýnir einnig að það er verulegur fengur að því að fá leikstjórann Stefan Metz til starfa.“ Bláskjár – Óskabörn ógæfunnar í Borgarleikhúsinu bbbmn Eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. „Bláskjár er verk sem heldur áhorfandanum á tánum. Það byrjar til dæmis þrisvar með sama samtali […] Bláskjár er fremur stutt og kraftmikið verk. Framvindan er fáránleg, fyndin og áhugaverð. […] Með Bláskjá stendur Tyrfingur undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar. Leiðin sem Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri og samstarfsfólk hans hefur valið er líka bæði djörf og fersk.“ FÁRÁNLEGT OG FYNDIÐ Þjóðminjasafn Íslands: Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 Sýningarstjóri: Katrín Elvarsdóttir „Vönduð sýning og glæsilegur vitnisburður um hlutdeild kvenna í íslenskri ljósmyndasögu. Val Katrínar Elvarsdóttur sýn- ingarstjóra á verkum léði sýningunni jafnframt persónulegan túlkunarblæ og varpaði ljósi á það hvernig konur hafa horft á og skynjað sitt nánasta umhverfi gegnum tíðina.“ GLÆSILEGUR VITNISBURÐUR Listasafn Íslands: Magnús Kjartanson – Form, litur, líkami: Háspenna/Lífshætta bbbbn Sýningarstjóri: Laufey Helgadóttir. „[Sýningin varpar] ljósi á Magnús sem ástríðufullan listamann sem lá margt á hjarta og var jafnframt margt til lista lagt. Tjáning hans er jafnan kraftmikil, stór í sniðum og leikræn í þeim skiln- ingi að hún getur verið dramatísk en líka geislandi af leikgleði, á sama tíma og hún einkennist af formrænni yfirvegun og íhugun.“ HIN HVERFULA MANNSMYND Karitas í Þjóðleikhúsinu bbbbm Eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í leikstjórn Hörpu Arnardóttur. Leikgerðina vann Ólafur Egill Egilsson í samvinnu við Símon Birg- isson. Burðarhlutverk: Brynhildur Guðjónsdóttir. „Brynhildur vinnur sannkallaðan leiksigur í hlutverki Karit- asar þar sem hún leikur á allan tilfinningaskalann og fær áhorf- endur til að gráta með öðru auganu og hlæja með hinu. Karitas er áhrifamikil, falleg og mynd- rænt sterk sýning sem Þjóðleikhúsið og aðstandendur allir mega vera stoltir af.“ BARÁTTA FYRIR LISTINA Listasafn Íslands og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sigurjón Ólafsson – Spor í sandi bbbbn Sýningarstjórar: Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir. „… á sýningunni í Listasafni Íslands […] á sér stað vönduð, fagurfræðileg samstilling valinna verka: uppsetningin er fag- mannleg, lýsingin afar fallega unnin og verk Sigurjóns njóta sín í samtali þvert á tímabil og efnivið þannig að skynja má endur- tekin stef og áherslur á ferlinum.“ LISTIN OG HÁTÍÐLEIKINN „Leikur [Hilmis Snæs og Margrétar] í lokaatriði [Eldraunarinnar] er til dæmis framúrskarandi.“ Ljósmynd/Eddi Leiksýningar ársins BESTU LEIKSÝNINGAR ÁRSINS SPANNA ALLT FRÁ OFSÓKNUM TIL MORÐA MEÐ VIÐKOMU Í HIMNARÍKI. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON OG SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR VÖLDU ÚR ÞEIM SÝNINGUM SEM ÞAU SÁU Í BORGARLEIKHÚSINU, ÞJÓÐLEIKHÚSINU OG TJARNARBÍÓI. BLAÐIÐ VAR FARIÐ Í PRENTUN ÁÐUR EN SÝNINGIN SJÁLFSTÆTT FÓLK VAR FRUMSÝND. „Spor í sandi er falleg og vel unnin sýning. Gesturinn yfirgefur hana fullur af leitandi þönkum um spor Sigurjóns og sandinn sem umlykur þau,“ sagði m.a. í rýni um sýninguna fyrr á árinu. Myndlistarsýningar ársins Í SÖFNUM OG SÝNINGARSÖLUM LANDSINS VORU Á ÁRINU SEM SENN ER AÐ LÍÐA SETTAR UPP FJÖLBREYTILEGAR MYNDLISTARSÝNINGAR MEÐ NÝJUM VERKUM SEM GÖMLUM, EFTIR INNLENDA SEM ERLENDA LISTA- MENN. ANNA JÓA, MYNDLISTARRÝNIR MORGUNBLAÐSINS, SKRIFAÐI UM ÚRVAL SÝNINGA OG HEFUR VALIÐ ÞAÐ BESTA. Ofsi – Aldrei óstelandi í Þjóðleikhúsinu bbbbn Eftir Einar Kárason í leikstjórn Mörtu Nordal sem jafnframt vann leikgerðina í samvinnu við leikhópinn og Jón Atla Jónasson. „Efnistökin í þessari uppfærslu eru frumleg og fersk. Það á við um alla þætti: handrit, leikmynd, búninga, hljóðheim og tónlist. […] Framsetningin er hugvitssamleg og snjöll og verkið hreyfir við áhorfendum. Það er afrek að ná svo sterkum tökum á sögu- efninu með þeim nýstárlega hætti sem hér er gert.“ ÚTVARP STURLUNGA Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn: Hólmfríður Árnadóttir – Hughrif Sýningarstjóri: Hildur Bjarnadóttir. „Í pappírs- og textílverkum sínum túlkar Hólmfríður á frjóan og fágaðan hátt þau hughrif sem kvikna af efninu sjálfu. Jafnframt er efnið þó mótað til að tjá skynjun landslags og birtu, og andartök þar sem saman fara kyrrð og næmi. Yfirlitssýningin er einstaklega fallega unnin og varpar ljósi á feril vand- virks listamanns og jafnframt á merkan þátt Hólmfríðar í íslenskri listasögu.“ LJÓSI VARPAÐ Á FERIL VANDVIRKS LISTAMANNS Nýlistasafnið: Hreinn Friðfinnsson – æ ofaní æ bbbbn Sýningarstjórar og höfundar kvikmyndar um Hrein: Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gestsdóttir. „Kvikmyndin æ ofaní æ er listræn sköpun í sjálfri sér [og] velheppnuð tilraun til að fjalla með ferskum og nýstárlegum hætti um list Hreins […] Sýningin æ ofaní æ kveikir margháttaða þanka um lífið, listina og víddir tilvistarinnar. Sýningargestinum er boðið til þátttöku í samhljómi og samtali milli kvik- myndarinnar og verkanna á sýningunni. Þannig fær hann örvandi innsýn í listsköpun Hreins.“ Í SÖMU ANDRÁ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.