Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 4

Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 4
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 1.8.2015 ➜ 7.8.2015 króna hagnaður varð af rekstri Landsbréfa á fyrri helmingi ársins. varð á grísku hluta- bréfavísitölunni á fyrsta degi viðskipta eftir fimm vikna lokun. 16,23% 285 MILLJÓNA almennir borgarar hafa fallið í loftárásum Bandaríkjahers og herja banda- manna þeirra á Íslamska ríkið. 1.247 reiðhjóla sem seld eru hér á landi eru með skyldubúnað áfastan samkvæmt úttekt Brautarinnar, bind- indis félags ökumanna.14 % 14 % 75 kílómetrar á klukku-stund er mesti hraði Óðins, nýs báts sem Landhelgisgæslan hefur fengið til notkunar. var synjað um vist hér á landi næsta vetur. 15 SKIPTINEMUM 12.000 manns versluðu við Dunkin’ Donuts dag- inn sem verslunin var opnuð í Reykjavík. HRUN VIÐSKIPTI Vændiskonur hafa ekki hækkað gjaldskrá sína í tíu ár, þrátt fyrir verðbólgu og hrun krónunnar. Vísitala neysluverðs hefur hækkað mikið á tímabilinu og því ljóst að vændiskonur hafa orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu. Óformleg könnun Fréttablaðs- ins leiddi í ljós að vændiskonur, íslenskar sem erlendar, eru að rukka á bilinu 25 þúsund til 35 þúsund krónur fyrir samfarir. Tölur frá Stígamótum og fjölmiðla- umfjöllun síðastliðin ár bendir til þess að það verð hafi verið gegn- umgangandi svo árum skiptir. Þrjátíu þúsund krónur árið 2005 eru að núvirði 53 þúsund krónur. Vændiskona sem hitti tuttugu viðskiptavini á mánuði árið 2005 þyrfti því í dag að hitta 35 kúnna til að búa við sömu kjör. Þó skal tekið fram að verðið getur verið breytilegt. Rannsókn- ir hafa sýnt að vændismarkaður- inn er þrískiptur. Þetta er verð vændis kvenna sem sjálfar eiga í samskiptum við viðskiptavini í gegnum síma eða tölvu, ekki upp- sett verð kampavínsklúbba eða þau reikulu viðskipti sem eiga sér stað í fíkniefnaheiminum. Þar skipta peningar ekki endilega um hendur. Kona sem Fréttablaðið ræddi við starfaði öðru hvoru í vændi um sjö ára skeið og er nýhætt iðj- unni. Hún rukkaði alltaf 35 þúsund krónur í fyrsta skipti en fór stund- um niður í 25 þúsund. Þá segist hún hafa gefið mönnum upp hærra verð ef hún vissi að þeir hefðu efni á því. Konan segir algengt að menn reyni að prútta uppsett verð vændiskvenna niður. Helgi Gunnlaugsson, afbrota- fræðingur og prófessor í félags- fræði við Háskóla Íslands, segir tölurnar benda til þess að jafn- vægi ríki á milli framboðs og eftir- spurnar. „Það er engin verðlags- nefnd í vændisbransanum.“ Aðspurður hvort möguleiki sé að viðskiptavinirnir haldi verðlaginu niðri með kúgunartilburðum segir Helgi að það gæti verið. „En þetta getur farið í báðar áttir. Það er hægt að líta á þetta sem ógnar- jafnvægi. Vændiskonur geta líka búið yfir upplýsingum sem koma kúnnanum illa.“ Hann bendir á að hér á landi sé vændisstarfsemi neðanjarðar og hvorki neytendur né seljendur vændis geti leitað til þriðja aðila með vandamál sín. „Erlendis er þetta bransi. Þar eru stéttasamtök vændiskvenna sem berjast fyrir réttindum varðandi hreinlæti og aðstöðu og rétti til atvinnuleysis- bóta. Hér virðist þetta meira og minna vera undir yfirborðinu.“ snaeros@frettabladid.is Verðbólgan hefur engin áhrif á vændi Verð á vændi hefur ekki fylgt vísitölu neysluverðs sem neinu nemur. Vændiskonur þurfa að vinna töluvert meira eigi þær að búa við sömu kjör og fyrir tíu árum. Afbrotafræðingur segir framboð og eftirspurn stýra verði í undirheimum. SEÐLAR Drátturinn getur reynst dýrkeyptur fyrir kaupendur og seljendur vændis. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Erlendis er þetta bransi. Það eru stéttasam- tök vændis- kvenna sem berjast fyrir réttindum varðandi hreinlæti og aðstöðu. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Krefj andi ganga fram undan í frönsku Ölpunum Í FRÖNSKU ÖLPUNUM Jökulgöngur eru vinsæl íþrótt, bæði á Íslandi og í Ölpunum á meginlandi Evrópu. Þessir göngumenn voru á ferð á Tröllajöklum (Glacier des Géants) á Mont-Blanc í Chamoniz í austurhluta Frakklands á dögunum. Ekki er annað að sjá en að þeir hafi átt nokkuð krefjandi göngu fyrir höndum. NORDICPHOTOS/AFP FJÖLMIÐLAR 365 og Filmflex hafa samið um að bæði félög hafi rétt til að bjóða viðskiptavinum sínum við- skiptapakka hvort annars. Þannig getur 365 nú boðið erlendar stöðvar á borð við Al-Jazeera News, Discovery Channel og fleiri stöðvar til hótela, gistiheimila og gististaða sem bjóða viðskiptavinum sínum erlenda afþreyingu og Filmflex að sama skapi boðið enska boltann, meistaradeildina og Golfstöðina til veitingahúsa og sportbara. Filmflex er rétthafi um 40 erlendra sjónvarpsstöðva hér á landi og 365 er með sýningarétt á ensku knatt- spyrnunni, meistaradeildinni, Formúlu 1 og fjölda risastórra golfmóta sem sýnd eru í sjónvarpi hér á landi. „Þetta samstarf eykur framboð Filmflex til muna og styrkir okkur í þeirri sérhæfingu að bjóða ein- göngu viðskiptaréttindi sjónvarpsstöðva,“ segir Hólm- geir Baldursson, forstöðumaður Filmflex, í tilkynn- ingu. „Það er ánægjulegt að með samstarfi við Filmflex gerum við hótelum og gististöðum mögulegt að nálg- ast efni okkar á aðgengilegan og löglegan máta,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. - jhh 365 og Filmflex sömdu um að félögin bjóði viðskiptapakka hvort annars: Framboð 365 og Filmflex eykst SÆVAR FREYR Borið hefur á að sportbarir og gististaðir bjóði upp á sjónvarpsrásir með ólögmætum hætti. Það á nú að vera úr sögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BJÖRGUN Mikið álag var á þyrlu- sveit Landhelgisgæslunnar í gær en þyrlur gæslunnar sinntu fimm útköllum. Meðal annars voru þyrla og varðskip kölluð út um klukkan fimm í fyrrinótt til að leita að línuskipi djúpt norður af land- inu, en skipið hvarf úr sjálfvirkri ferilvöktun. Varðskip fann skipið sem var á veiðum og hafði skip- stjóri gleymt að ræsa ferilvökt- unarbúnað fyrir viðkomandi hafsvæði og ekki hlustað á neyð- arrásir. Mál hans verður sent lög- reglu til rannsóknar. Þyrlurnar voru kallaðar út vegna fjögurra annarra mála í gær. - ngy Mikið álag á þyrlusveit í gær: Línuskips leitað norður af landi NORÐUR-KÓREA Yfirvöld í Norð- ur-Kóreu tilkynntu í gær að ríkið hygðist breyta um tímabelti þann 15. ágúst. Klukkan verður færð aftur um hálftíma. Landið hefur verið á sama tímabelti og Suður-Kórea og Japan en að sögn stjórnvalda er breytingin vegna hersetu Japana í seinni heimsstyrjöldinni en þá var tíminn á Kóreuskaga lag- aður að japönskum tíma. „Illa innrættir japanskir heimsveldis- sinnar sviptu okkur tímabelt- inu,“ segir í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Vitað er um eitt fordæmi er fyrir því að ríki breyti tímabelti. Það var Venesúela árið 2007. - srs Breytingar í Norður-Kóreu: Segjast svipt tímabeltinu 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A E -0 5 2 0 1 5 A E -0 3 E 4 1 5 A E -0 2 A 8 1 5 A E -0 1 6 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 1 2 8 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.