Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2015, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 08.08.2015, Qupperneq 42
Arsenal mætir til leiks með nán- ast sama lið og í fyrra. Það er þó ein stór breyting á liðinu: Petr Cech er kominn í markið og hann gæti verið síðasta púslið sem vantaði til að breyta Arsenal úr næstum því liði í meistaralið. Cech býr yfir mikilli reynslu og er sigurvegari, auk þess að vera enn frábær markvörður. Hann sann- aði mikilvægi sitt strax í leiknum um Samfélagsskjöldinn, þar sem Arsenal vann hans gömlu félaga í Chelsea með einu marki gegn engu. Arsenal hefur ekki verið jafn vel sett með markmann síðan Þjóðverjinn Jens Lehmann var upp á sitt besta. Arsene Wenger er að hefja sitt nítjánda tímabil sem knatt- spyrnustjóri Ars- enal. Frakkinn byrj- aði frábærlega hjá Arsenal og vann þrjá Englands- meistaratitla og fjóra bikar meistaratitla á fyrstu níu árum sínum hjá félaginu. En svo tók við níu ára löng bið eftir titli þar sem margir settu spurningarmerki við Weng er og hvort Frakkinn væri kominn á enda stöð með liðið. En eftir tvo bikar- titla á síðustu tveim- ur árum og öflugan lokasprett á síðasta tímabili eru væntingarn- ar miklar fyrir tímabilið í ár. Og ekki að ástæðulausu. Ars enal var með besta liðið í seinni umferðinni í fyrra þar sem sterkur varnar- leikur og beittur sóknarleikur fóru saman. Ungu strákarnir Francis Coquel- in og Héctor Bellerín komu nán- ast fullskapaðir inn í liðið, Santi Caz orla blómstraði eftir að hann var færður inn á miðjuna, Alex- is Sánchez og Mesut Özil sýndu snilli sína og svo mætti lengi telja. Arsenal-liðið hefur líka mannast að undan förnu, það spilar vel gegn hinum toppliðunum, er harðgerara og lætur ekki vaða yfir sig eins og það gerði áður. Og þá er liðið byrjað aftur að vinna svokallaða vinnusigra og þeim á örugglega eftir að fjölga með tilkomu Cech í markið. Margt mælir með því að það verði Ars- enal sem veiti ríkjandi meisturum Chelsea mesta keppni um Englandsmeistara- titilinn og svo gæti vel farið að Wenger myndi lyfta þeim stóra í byrjun maí eftir tólf ára langa bið. - iþs Er þeirra tími kominn? ● Lærisveinar Wengers eru líklegir til afreka í vetur. 8. ÁGÚST 2015 LAUGARDAGUR2 ● Fréttablaðið ● Enski boltinn Chelsea varð enskur meist-ari með miklum yfirburð-um á síðasta tímabili en verkefni tímabilsins í ár er eitt- hvað sem aðeins tveimur liðum hefur tekist á þessari öld, að verja enska meistaratitilinn. Sex ár eru síðan einhverju liði tókst að verja titil sinn þegar Manchester United stóð uppi sem sigurvegari vorið 2009 eftir spennandi baráttu við erkifjendurna í Liverpool. Chelsea er annað þessara liða en undir stjórn Mourinhos varð Chelsea enskur meistari tvö ár í röð fyrstu tvö ár hans hjá félaginu og var það líkt og á síðasta tímabili með miklum yfirburðum. Eftir að hafa misst titilinn yfir til Manchester United vorið 2007 greiddi skyndileg uppsögn port- úgalska stjórans götuna fyrir Man- chester United sem varð enskur meistari þrjú ár í röð. Því miður fyrir önnur lið bendir hins vegar ekkert til þess að Mour- inho sé á förum frá félaginu. KEYRT Á SÖMU LEIKMÖNNUM Gera má ráð fyrir að hryggsúla liðsins verði sú sama og á síðasta tímabili. Fyrirliði liðsins, John Terry, verður eins og klettur og fyrir framan Terry verða þeir Matic og Fabregas að stýra spili liðsins. Þrátt fyrir að hafa fengið til liðs við sig kólumbíska framherj- ann Falcao mun Diego Costa sem sló í gegn á sínu fyrsta tímabili verða fyrsti kostur áfram. Líkt og síðast þegar Chelsea varði enska meistaratitilinn hafa litlar breytingar verið gerðar á leikmannahóp Chelsea í sumar. Stóra spurningin er hvort þreytu- merki verði á liðinu? Leikmennirnir sem farnir eru léku lítið á síðasta tímabili en búið er að finna staðgengla fyrir þá til þess að styrkja leikmannahópinn. EKKI SUMARSÆLA HJÁ CHELSEA Chelsea hefur leik gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea í lokaleik dagsins en árangur liðsins á undirbúnings- tímabilinu hefur verið slakur. Tókst liðinu ekki að vinna einn leik á undirbúningstímabilinu og töpuðust leikir gegn NY Red Bulls og Fiorentina. Þá tókst leikmönnum Chelsea ekki að ógna marki Arsenal af neinni alvöru fyrir utan auka- spyrnu Oscars í leiknum um Sam- félagsskjöldinn. Chelsea lék án Costa í fram- línunni gegn Arsenal og virkuðu Falcao og Remy hálf áttavilltir. Var sóknarleikurinn fyrir vikið afar bitlaus í leiknum. Chelsea treystir á að þeir tveir geti leyst Costa af í upphafi móts en óvíst er hvenær hann verður leikfær. Mun því eflaust mikið mæða á Eden Hazard, besta leik- manni ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, í fjarveru Costa. HVERSU LENGI ENDIST MOURINHO? Þrátt fyrir allan árangurinn hefur Mourinho aldrei enst fjögur tíma- bil með neitt lið. Lengst stýrði hann Chelsea í fyrra skiptið í rúm þrjú tímabil en hann sagði upp eftir sex umferðir. Entist hann aðeins eitt ár með Uniao de Leiria, tvö tímabil með Porto, tvö með Inter og þrjú með Real Madrid. Gera má ráð fyrir að hann skrifi undir nýjan samning fljót- lega en samningaviðræður hóf- ust í vor. Eftir að hafa stýrt liði í þremur af stærstu fimm deildum Evrópu og verða meistari í þeim öllum hefur hann hvergi fundið fyrir jafn mikilli ást og á Brúnni. - kpt Tekst Mourinho að verja titilinn á ný? ● Chelsea mun reyna að verja titilinn í annað skiptið á öldinni en aðeins Chelsea og Manchester United hefur tekist það. Portúgalski þjálfarinn hefur ekki gert margar breytingar á leikmannahópnum og virðist ætla að keyra á sömu leikmönnunum annað árið í röð. Mourinho hefur náð árangri hjá öllum félögum sínum en hann er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Chelsea. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Cech er markvörður- inn sem Arsenal hefur vantað síðan Jens Lehmann var upp á sitt besta. Mán. - fim. kl. 09-18 - Föstud. kl. 09-17 Lokað á laugardögum í sumar Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A E -7 6 B 0 1 5 A E -7 5 7 4 1 5 A E -7 4 3 8 1 5 A E -7 2 F C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 1 2 8 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.