Fréttablaðið - 08.08.2015, Page 44
8. ÁGÚST 2015 LAUGARDAGUR4 ● Fréttablaðið ● Enski boltinn
Þar sem ég lít á sjálfan mig sem
mikinn tískuspekúlant og ákveð-
inn frumkvöðul á því sviði þá væri
ég að ljúga ef ég segði að það hefði
komið mér á óvart þegar ég var
beðinn um að tjá mig um búninga
liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Nike og Adidas hafa verið alls-
ráðandi þegar kemur að búningum
undanfarin ár en þegar kemur að
liðunum sem enduðu í topp fimm
á síðustu leiktíð eru aðeins tvö af
þeim með sama framleiðanda í ár.
Búningarnir hjá Chelsea og
Man. Utd eru keimlíkir þegar
kemur að hönnun og er liturinn og
merkingarnar á búningunum það
eina sem skilur þá að.
Chelsea hefur þó vinninginn þar
sem þessar hvítu rendur neðst á
ermunum á Man U-búningunum
eyðilögðu algjörlega fyrir mér
daginn. Japönsku frændur mínir
í Yokohama Tyres eru líka mættir
sem sponsorar hjá Chelsea og það
er að kveikja vel í mér.
Puma kemur virkilega sterkt
inn í ár. Arsenal-búningurinn lítur
mjög vel út. Snyrtilegur kragi og
góð litasamsetning sem toppar sig
með gullröndum á ermunum. Úti-
vallarbúningur Arsenal er
einnig algjört augnakon-
fekt þar sem gullið
er yfirgnæfandi.
Það eru ákveðin
skilaboð í þess-
um búning-
um – Arsenal
tekur titilinn
í ár.
City-
búningur-
inn er bara
ágætur, ekkert
meira en það.
Hann fær stór-
an plús fyrir kragann en
það er fátt meira sexí en
góður leikmaður sem spil-
ar með kragann uppi en á
sama tíma fátt jafn kjána-
legt og þegar lélegur leik-
maður gerir það. Þetta er
hættulegur leikur. En Nike
er að vinna með sömu rend-
ur og Adidas þarna neðst á
ermunum og það fær mig til
að efast um tilgang lífsins.
Tottenham-búningur-
inn. Hvar á ég eiginlega að
byrja? Hræ af búningi, það
er það fyrsta sem mér
dettur í hug. Þegar leikmaður lítur
út fyrir að vera í bílbelti þegar
hann klæðist búningnum sínum
vitum við að framleiðendurnir eru
að gera eitthvað vitlaust. Og til að
toppa allt þá eru þeir með sömu
rendur á ermunum og City og Uni-
ted. Varabúningur Tottenham er
enn þá verri en hann minnir meira
á einhvers konar kjól heldur en fót-
boltabúning.
Ég get ekki sleppt því að taka
Liverpool fyrir vegna þess að á
óskiljanlegan hátt er hálf þjóðin
með sjálfspíningarhvöt og held-
ur með þessu liði.
Þeir voru að skipta yfir í New
Balance og ég verð að viður-
kenna að þeir koma virkilega
vel út. Einfaldir, stílhreinir og
fágaðir.
Swansea. Gylfi myndi líta vel
út í ruslapoka og hann mun láta
þessa Swansea treyju lúkka eins
og milljón dollara.
Erfitt er að bera saman Nike
og Adidas þar sem aðeins eitt lið
í deildinni er í Nike. Nike bauð
upp á flottan kraga en Adidas
hefur vinninginn þar sem stór
hluti af liðum deildarinnar er
undir þeim.
Það er fátt meira sexí en góður
leikmaður með kragann uppi
● Emil Pálsson, leikmaður FH, skrifar um búninga liðanna í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur sterkar skoðanir á þessu málefni.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN OG
MUNUM ÖLL AÐ VERA VINIR
0
7
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:0
5
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
A
E
-6
2
F
0
1
5
A
E
-6
1
B
4
1
5
A
E
-6
0
7
8
1
5
A
E
-5
F
3
C
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
1
2
8
s
C
M
Y
K