Fréttablaðið - 08.08.2015, Page 46

Fréttablaðið - 08.08.2015, Page 46
8. ÁGÚST 2015 LAUGARDAGUR6 ● Fréttablaðið ● Enski boltinn Gylfi í búningi Hoffenheim að taka á Marco Reus. GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON Í GEGNUM ÁRIN Gylfi Þór Sigurðsson verð-ur eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann þarf að fylgja eftir frábæru tímabili hjá sér í fyrra. Þá skoraði Gylfi sjö mörk fyrir Swansea og gaf tíu stoð- sendingar. Hann var í þriðja til fimmta sæti á lista yfir þá leik- menn sem gáfu flestar stoðsend- ingar í deildinni sem er ansi vel af sér vikið. Stoðsendingarnar hefðu ef- laust orðið fleiri ef hann hefði haft Wilfried Bony í liði með sér allt tímabilið. HÉLT MEÐ MAN. UTD Swansea hafnaði í áttunda sæti í deildinni á síðustu leiktíð og náði þess utan að vinna báða sína leiki gegn Man. Utd og Arsenal. Swansea varð þriðja liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem afrekar það. „Þar sem ég var stuðnings- maður Man. Utd þegar ég var yngri þá var auðvitað mjög sér- stakt að skora á Old Trafford,“ sagði Gylfi Þór er hann rifjar upp leikinn eftirminnilega á Old Trafford í fyrra. „Það var líka mjög skemmti- legt að vinna Arsenal á útivelli þó að við værum í vörn í 85 mín- útur. Það var mjög sérstakt að vinna þann leik.“ GETUM GERT BETUR Swansea ætlar að byggja á þess- um góða árangri frá síðustu leiktíð og Gylfi er sannfærður um að liðið geti gert enn betur í ár. „Ef maður horfir yfir tímabil- ið í fyrra þá komu leikir þar sem við hefðum getað fengið meira út úr. Ég er á því að við getum gert enn betur þó svo tímabil- ið í fyrra hafi verið mjög flott,“ segir okkar maður. ÞURFUM AÐ TAKA NÆSTA SKREF Liði Swansea er stýrt af hinum 36 ára gamla Garry Monk og sá sannaði í fyrra að hann kann ýmislegt fyrir sér í fræðunum. „Nú þurfum við að taka næsta skref. Mér fannst við vera frá- bærir í fyrra og tókum þá stórt skref fram á við. Ég er metn- aðar fullur og vil taka annað stórt skref í viðbót. Sem þjálf- ari þá verður maður alltaf að vilja meira. Maður á aldrei að vera sáttur,“ segir Monk. Til þess að bregðast við brott- hvarfi Bony þá hefur Monk feng- ið framherjana Eder, sem kom frá Braga, og svo Andre Ayew frá Marseille í Frakklandi. „Ég var búinn að ákveða snemma hvaða framherja ég vildi fá og við gengum frá kaup- unum snemma. Þá koma þeir strax í hópinn og geta tekið full- an undirbúning. Mér finnst það skipta máli. Liðið er nánast full- mótað en það gætu fleiri komið á lokasprettinum.“ ENGIN VIRÐING FYRIR CHELSEA Tímabilið byrjar með látum hjá Swansea því liðið sækir meist- ara Chelsea heim á morgun. „Við munum mæta óhrædd- ir og gera allt sem við getum til þess að gefa þeim leik. Við munum reyna að trufla þeirra leik og nýta þau tækifæri sem við fáum. Við erum ekki lið sem gefur neitt eftir og förum í þennan leik til þess að taka þrjú stig eins og alltaf.“ Framtíðin virðist vera björt hjá Swansea. Unglingalið félags- ins er að spila í hærri styrk- leikaflokki og svo stendur til að stækka heimavöll félagsins. „Þetta er félag í uppbygg- ingu og við reynum að gera allt í réttum skrefum. Við verð- um að flýta okkur hægt. Inn- viðirnir verða að vera sterkir sem og grunnurinn svo hægt sé að fljóta áfram í rétta átt. Tak- markið er að félagið verði sterk- ara með hverju árinu,“ segir Garry Monk. Sérstakt að skora á Old Trafford ● Swansea kom skemmtilega á óvart í ensku úrvalsdeildinni og félagið er staðráðið í að fylgja þeim árangri eftir. Það er metnaður hjá félaginu og það ætlar að klifra ofar í töfluna. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður í lykilhlutverki hjá félaginu í vetur og ætlar sér að gera enn betur en í fyrra. Gylfi er hér með Reading í baráttu við Lucas, leikmann Liverpool. Rooney reynir að hægja á Gylfa er hann lék með Spurs. Ný tækifæri. Gylfi Þór er hér í æfingaleik með Swansea um síðustu mánaðamót. Hann verður í lykilhlutverki hjá Swansea. Ég er á því að við getum gert enn betur þó svo tímabilið í fyrra hafi verið fl ott. 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A E -4 F 3 0 1 5 A E -4 D F 4 1 5 A E -4 C B 8 1 5 A E -4 B 7 C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 1 2 8 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.