Fréttablaðið - 08.08.2015, Side 85

Fréttablaðið - 08.08.2015, Side 85
LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 2015 9Enski boltinn ● Fréttablaðið ● Það kom mörgum á óvart að West Ham skyldi krækja í stoðsendinga- kóng frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, Dimitri Payet. West Ham þurfti að borga tæpar ellefu milljónir punda fyrir Frakk- ann en ef hann aðlagast enska bolt- anum fljótt og spilar eins og hann gerði í fyrra er það gjöf en ekki gjald. Payet, sem er fæddur á frönsku eyjunni Réunion, er sóknarsinn- aður miðjumaður sem blómstr- aði undir stjórn Marcelos Bielsa hjá Marseille á síðasta tímabili. Payet skoraði sjálfur sjö mörk og átti sautján stoðsendingar, flest- ar allra í frönsku deildinni. Að- eins Kevin De Bruyne, Lionel Messi og Cesc Fábregas lögðu upp fleiri mörk í fimm bestu deildum Evrópu í fyrra. West Ham hefur ekki spil- að neitt sérstaklega skemmti- legan fótbolta síðustu árin, þótt hann hafi dugað til að halda lið- inu örugglega í úrvalsdeildinni. Það gæti breyst með komu Payets sem verður væntanlega lykilmað- ur hjá West Ham undir stjórn Slav- ens Bilic sem tók við liðinu af Sam Allardyce. - iþs Franski stoðsendingakóngurinn ● Dimitri Payet gæti breytt ásýnd West Ham United eftir kraftabolta síðustu ára. Sumarið 2012 íhugaði Tyrone Mings að leggja skóna á hilluna til að gerast húsnæðislánaráð- gjafi. Blessunarlega lét hann það eiga sig og nú, þremur árum seinna, er hann dýrasti leikmaður í sögu Bournemouth og á að hjálpa liðinu að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Þessi öskubuskusaga byrjaði hjá South ampton þar sem Mings fékk sitt fótboltauppeldi. Hann var hins vegar látinn fara frá Dýrlingunum þegar hann var 16 ára vegna þess að hann var ekki nógu líkamlega þroskaður. Það hefur þó tognað all hressilega úr Mings en í dag er hann 196 cm á hæð. Árið 2011 gekk Mings til liðs við utandeildar- lið Yate Town en meðfram því að leika með lið- inu vann hann við glasatínslu á bar. Mings fékk svo vinnu í húsnæðislánabransanum og gekk svo vel þar að hann hugsaði alvarlega um að hætta í fótbolta. En hann hélt áfram og gekk í raðir Chippen ham Town. Þaðan var hann svo keypt- ur til Ipswich Town á 10.000 pund eftir að hafa heillað knattspyrnustjórann Mick McCarthy í æfinga leik. Mings spilaði ekki mikið fyrstu tvö tímabil sín hjá Ipswich en eftir að Aaron Cresswell fór til West Ham opnaðist möguleiki fyrir hann. Mings eignaði sér stöðu vinstri bakvarðar og frammi- staða hans fór að vekja athygli, svo mikla að hann var orðaður við lið á borð við Arsenal og Chelsea. Mings vakti ekki einungis athygli innan vallar heldur einnig utan hans, en bakvörðurinn sterki er duglegur að láta gott af sér leiða. Hann gaf heimilislausum t.a.m. að borða á jólunum fyrir tveimur árum og í byrjun síðasta tímabils endur- greiddi hann stuðningsmönnum Ipswich treyjur með nafninu hans aftan á eftir að hann skipti um treyjunúmer. - iþs Góðhjartaði vinstri bakvörðurinn ● Uppgangur Tyrone Mings síðustu ár er ótrúlegur en hann er með báða fætur á jörðinni. Newcastle United hefur ekki keypt marga leikmenn í sumar en þeir sem eru komnir gætu hæg- lega slegið í gegn. Einn þeirra er serbn eski framherjinn Aleksandar Mitrovic sem hefur farið mikinn með Anderlecht í Belgíu undan- farin tvö tímabil. Mitrovic er stór og sterkur, harður af sér, öflugur í loftinu, góður í teignum, mjög markhepp- inn og er aðeins tvítugur. Komist hann í betra form og láti ekki skapið hlaupa með sig í gönur getur hann orðið frábær fyrir Newcastle sem skoraði aðeins 40 mörk í 38 deildarleikjum í fyrra. Mitrovic er uppalinn hjá Partiz- an Belgrad og braut sér leið inn í aðallið félagsins tímabilið 2012-13. Hann skoraði fimmtán mörk í 36 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Partizan og í upphafi þess næsta var Mitrovic seldur til Anderlecht þar sem hann var gríðarlega öfl- ugur. Serbinn skoraði alls 44 mörk í 90 leikjum fyrir Anderlecht og var markahæsti leikmaður belgísku deildarinnar í fyrra með 20 mörk. Þá hefur Mitrovic leikið 13 lands- leiki fyrir Serbíu og var lykilmað- ur í U-19 ára landsliðinu sem varð Evrópumeistari 2013. Mitrovic dreymir um að feta í fótspor Alans Shearer hjá New- castle og þótt hann eigi enn óra- langt í land með að komast á sama stall og sú goðsögn þá hefur Serb- inn allavega hæfileikana sem til þarf til þess að blómstra í ensku úrvalsdeildinni. - iþs Hinn serbneski Shearer? ● Aleksandar Mitrovic vill feta í fótspor goðsagnarinnar Alans Shearer hjá Newcastle. PGA CHAMPIONSHIP 13.–16. ÁGÚST Á GOLFSTÖÐINNI Allir helstu kylfingar heims hafa boðað þátttöku sína á PGA Championship- mótinu sem er fjórða og síðasta risamót ársins og fer fram á Whistling Straits í Wisconsin í Bandaríkjunum. Gera má ráð fyrir að mikilli dramatík á mótinu enda hefur Rory Mcllroy titil að verja eftir að hann sigraði Phil Mickelson með eins högga mun í fyrra. Fylgstu með frá byrjun á Golfstöðinni. EKKI MISSA AF SÍÐASTA RISAMÓTI ÁRSINS! ENDALAUST TAL OG 10 GB Á 3.990 KR.* Færðu farsímann yfir til 365 og fáðu frábært sjónvarpsefni á fáránlega góðu verði. 1817 365.is *Gildir fyrir áskrifendur í tilboðspökkum 365 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A E -6 2 F 0 1 5 A E -6 1 B 4 1 5 A E -6 0 7 8 1 5 A E -5 F 3 C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 1 2 8 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.