Fréttablaðið - 08.08.2015, Page 110

Fréttablaðið - 08.08.2015, Page 110
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 54 LAUGARDAGUR „Það er ekkert sjálfsagt að fá allt upp í hendurnar eins og mörg börn á Íslandi þannig að mér fannst bara gott að geta gert eitthvað,“ segir Ragnhildur Katla Jónsdóttir. Ragnhildur er sextán ára gömul og hefur upp á síðkastið verið að gera bókamerki sem hún mun selja á Fiskideginum mikla sem fer fram á Dalvík um helgina og mun allur ágóði af sölunni renna til UNICEF. Hún segist alltaf hafa haft gaman af því að föndra og meðal annars gert ýmiss konar tæki- færis kort sem hún selur á Face- book.com/Rokkrós. „Svo sá ég hugmynd að svona bókamerkjum og fannst þau svo sæt að ég ákvað að prófa að búa þau til. Þetta er einmitt svona stærð sem er gott að selja, ekkert of dýrt og er bara svo sætt eitthvað,“ segir hún og bætir við: „Svo datt mér í hug að reyna að hjálpa og gera eitthvert gagn. Það er mjög takmarkað hvað 16 ára stelpa getur gert til að hjálpa heiminum en mig langaði samt til að gera eitthvað.“ Bókamerkin eru gerð úr pappír og koma meðal ann- ars í formi uglu, flugdreka og refs. Ragnhildur komst í kynni við UNICEF þegar barnahjálparsam- tökin sóttu Dalvík heim á dögun- um og ákvað í framhaldi af því að athuga hvort hún gæti ekki lagt eitthvað til samtakana og ákvað í kjölfarið að hana langaði til þess að láta gott af sér leiða. Hún hlakkar til að standa vakt- ina og vonast til að salan muni ganga vel. „Ég vona að þetta gangi svo vel að ég þurfi að gera fleiri. Ég vona að ég geti safnað heilum hellingi fyrir börnin úti í heimi.“ - gló Selur bókamerki og lætur gott af sér leiða Ragnhildur Katla Jónsdóttir hefur alltaf haft gaman af því að föndra og ætlar að selja bókamerki á Fiski- deginum mikla til styrktar UNICEF. Hún vonast til að geta safnað heilum hellingi fyrir börnin úti í heimi. HUGSJÓNAKONA Ragnhildur Katla hefur alltaf haft gaman af því að föndra. Bókamerkin eru í hinum ýmsu myndum, meðal annars ís, ugla, refur og flugdreki. MYND/ELÍNINGA N á n a r i u p p l ý s i n g a r á h e i m a s í ð u V M w w w . v m . i s VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 Landsfélag í vél- og málmtækni FÉLAGSFUNDUR VM >> Þriðjudaginn 11. ágúst í Reykjavík VM húsinu, Stórhöfða 25, 3. hæð. kl. 20:00 Fundurinn verður sendur út í beinni á heimasíðu félagsins, www.vm.is >> Miðvikudaginn 12. ágúst á Akureyri Skipagötu 14, í sal Einingar-Iðju 2. hæð. kl. 17:30 Dagskrá fundarins: 1. Staðan í kjaraviðræðum 2. Önnur mál Félagsfundir VM verða haldnir í Reykjavík og á Akureyri vegna kjaraviðræðna VM við SA SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 8. ÁGÚST 2015 Tónleikar 12.00 Andreas Liebig leikur á tón- leikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hall- grímskirkju í dag. Miðaverð er 2.000 krónur. 16.00 Hljómsveitin Vára heldur hinsegin tónleika í Lucky Records í dag. Aðgangur ókeypis. 17.00 Hljómsveitin Reykjavík Swing Syndicate leikur á sumardjasstón- leikaröð Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Hljómsveitina skipa Haukur Gröndal á klarinett, Jóhann Guðmundsson og Ásgeir J. Ásgeirsson á gítar og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Aðgangur er ókeypis. 20.30 Jónína Aradóttir spilar á tónleikum í gróðurhúsinu í Friðheimum, Reykholti. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngur bakraddir. Miðaverð er 1.500 krónur. 21.00 Hljómsveitin Low Roar spilar á tónleikum á Húrra í kvöld. Miðaverð er 1.500 krónur. 21.00 Lára Rúnars spilar á tónleikum í Bræðraborg á Ísafirði í kvöld. Miðaverð er 1.500 krónur. 22.00 Svavar Knútur spilar á tónleikum á Café Rósenberg í kvöld. Svavar Knútur mun frumflytja tvö ný lög og leynigestir fara á svið á undan tónleikunum. Miða- verð er 1.500 krónur. 23.00 Ingvar Grétarsson og félagar leika og syngja á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Steed Lord, Duo-Raw og dj Siggi Gunn verða á Reykjavík Pride Dance í Iðnó í kvöld. Miðaverð við hurð er 3.500 krónur. Opnanir 13.00 Alþjóðlegi listahópur- inn Wiolators opnar sýningu í Kunstschla- ger Stofu, Listasafni Reykjavíkur í dag. Hópurinn var saman í námi í Hollandi en býr nú víðs vegar um heiminn en heldur árlega sýningar í heimalöndum meðlima. Sýningin endar þann 21. ágúst. Sýningar 20.00 Leikhópurinn Patriciu Pardo sýnir Marx Fandango í Frystiklefanum á Rifi í kvöld. Sirkus, trúðaleikur, fimleikar og tónlist blandast saman í leikhúsupplifun fyrir alla fjölskylduna. Áhorfendur ráða miðaverði sjálfir. Uppákomur 14.00 Gleðigangan hefst á Vatnsmýrar- vegi og endar við Arnarhól þar sem fjöldi tónlistarmanna koma fram á Regnboga- hátíð. Meðal tónlistarmanna sem koma fram eru AmabAdamA, Steed Lord, Agent Fresco og Páll Óskar. Dansleikir 23.00 Sálin hans Jóns míns spilar á Sumar á Selfossi dansleiknum sem fram fer í Hvíta húsinu á Selfossi. Aldurstakmark er 18 ár og miðaverð er 3.000 krónur. Tónlist 22.00 Dj Hrönn þeytir skífum á Frederiksen Ale House í kvöld. 22.00 Dj Ísar Logi þeytir skífum á Bravó í kvöld. 22.00 Dj Margeir þeytir skífum á Kaffibarnum í kvöld. Markaðir 13.00 Regnboga- hátíð á götu- markaðnum KRÁS í Fógeta- garðinum í dag. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 9. ÁGÚST 2015 Tónleikar 14.00 Tenórinn Eyjólfur Eyjólfs- son, baritóninn Hugi Jónsson og organistinn Kári Allansson leika á tónlistarhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi. Yfirskrift tón- leikanna er Baðstofan og kirkjuloftið. Miðaverð er 1.500 og ekki er tekið við greiðslukortum. 15.00 Dúettinn Singimar sem skip- aður er píanóleikaranum Inga Bjarna Skúlasyni og kontrabassaleikaranum Sigmari Þór Matthíassonar kemur fram á Pikknikk tónleikum í Norræna húsinu. 17.00 Andreas Liebig leikur á lokatón- leikum Alþjóðlegs orgelsumars. Verk eftir Liszt, J.S. Bach, Reger, Franck og Duruflé fá að hljóma. Miðaverð er 2.500 krónur. 20.00 Tónlistarmaðurinn Vlad Dimu- lescu spilar á tónleiknum í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir eru hluti af Tónlistarhátíð unga fólksins. Á efnisskránni eru verk eftir Brahms og Enescu. Miðaverð er 2.200 krónur. 21.30 Búðarbandið kemur fram á sérstökum Hinsegin daga tónleikum á skemmtistaðnum Kiki Queer Bar. Miðaverð er 1.000 krónur. Sýningar 20.00 Leikhópurinn Patriciu Pardo sýnir Marx Fandango í Frystiklefanum á Rifi. Áhorfendur ráða miðaverði sjálfir. Tónlist 21.00 Dj Krystal Carma þeytir skífum á Kaffibarnum. 21.00 Dj Madame Melancolique þeytir skífum á Bravó. Leiðsögn 14.00 Helga Vollertsen leiðir gesti í gegnum sýninguna Hvað er svona merkilegt við það? sem stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Aðgangur ókeypis. Listamannaspjall 14.00 Claudia Hausfeld og Pétur Thom- sen ræða um verk sín á sýningunni Enginn staður– íslenskt landslag sem stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar. Á sýningunni eru verk eftir átta ljós- myndara, auk Claudiu og Péturs eiga þau Björn Árnason, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarson, Katrín Elvarsdóttir og Stuart Richardsson verk á sýningunni. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is Svo datt mér í hug að reyna að hjálpa og gera eitthvert gagn. Ragnhildur Katla Jónsdóttir. 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A E -0 A 1 0 1 5 A E -0 8 D 4 1 5 A E -0 7 9 8 1 5 A E -0 6 5 C 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 1 2 8 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.