Fréttablaðið - 08.08.2015, Side 126

Fréttablaðið - 08.08.2015, Side 126
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 70 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR 25-35% AFSLÁTTUR STILLANLEG RÚM Verðdæmi C&J stillanlegt heilsurúm með infinity dýnu 2x80x200 cm. Fullt verð kr. 558.000 ÚTSÖLUVERÐ KR. 390.600 Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 og Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is 20-50% AFSLÁTTUR SÆNGUR- FATASETT MARGAR GERÐIR Gafl ekki innifalinn í verði 40% AFSLÁTTUR AF 160X200 CM HEILSURÚM REYNIR heilsurúm Með Classic botni 160x200 cm. Fullt verð: 169.900 ÚTSÖLUVERÐ AÐEINS kr. 99.900 Í gær var tilkynnt að kvikmyndin Þrestir sem leikstýrt er af Rúnari Rúnarssyni væri á meðal þeirra kvikmynda sem valdar hefðu verið í aðalkeppni alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar sem fram fer í borg- inni Donostia-San Sebastián á Spáni. „Þetta er alveg frábært, gaman að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf allra sem tóku þátt í myndinni og það að byrja líf myndarinnar á svona góðum stað skiptir miklu máli upp á framhaldið,“ segir Rúnar glaður í bragði en hann mun halda ásamt fleiri aðstandendum myndar- innar á hátíðina í september. Rúnar, sem skrifaði einnig handritið að Þröstum, hefur áður fylgt kvikmynd eftir á stóra kvik- myndahátíð, síðasta kvikmynd hans Eldfjall var tilnefnd til Camera d’Or á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2011 og hafa fleiri myndir í hans leikstjórn verið tilnefndar til hinna ýmsu verðlauna. Myndin var tekin upp sumar- ið 2014 og fóru tökurnar að mestu leyti fram á Flateyri, Bolungarvík, Suðureyri, Hnífsdal og Ísafirði. „Myndin er tekin úti um allt þarna. Með dyggri hjálp heimamanna. Annars væri þetta ekki hægt. Við komum að opnum dyrum alls staðar þarna fyrir vestan,“ segir Rúnar og bætir við að gestrisni heimamanna hafi ekki komið honum á óvart. Tökudagar voru 32 talsins og voru 30 af þeim fyrir vestan. Rúnar segir að tökur hafi gengið eins og í sögu, þótt alltaf komi eitthvað upp á. „Einu sinni var búið að loka Vest- fjarðagöngunum fyrir tökur og lög- reglan á Vestfjörðum var að hjálpa okkur. Þegar við vorum komin inn og vorum að byrja að taka upp þá bræddi rafstöðin úr sér,“ segir Rúnar en um hálfan tökudag var að ræða. „Ekki getur maður tekið upp án þess að vera með ljós, sér- staklega ekki inni í göngum. Það þurfti að finna lausnir á því og laga og koma aftur seinna.“ Myndin var tekin á Super 16 millimetra filmu og segir Rúnar það æ fátíðara að tekið sé upp á filmu í dag, miklu frekar á stafrænt form. Honum þótti þetta upptöku- form fallegt og rétt fyrir söguna. „Filman er lifandi form, þetta er ljós sem sprengist á filmunni og nær þannig myndinni. Það er stundum sagt að stafrænt format hafi áhrif á lógíska heilahvelið okkar. Filma hefur áhrif á heila- hvelið okkar sem kallar fram til- finningar og annað. Þetta hefur bæði með hljóð og mynd að gera og hafa verið gerðar þó nokkrar tilraunir,“ segir hann og bætir við að sökum þess hversu vel gekk að fjármagna myndina hafi reynst mögulegt að fara þessa leið. Mynd- in hlaut meðal annars styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands, Danska kvikmyndasjóðnum og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum og var kostnaður við gerð hennar um 250 milljónir króna og kom fjármagn að stórum hluta erlend- is frá. Myndin segir söguna af sex- tán ára dreng, sem leikinn er af Atla Óskari Fjalarsyni, sem send- ur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Með hlutverk hans fer Ingvar E. Sigurðsson. Einnig fer Kristbjörg Kjeld með hlutverk ömmu drengs- ins, Rakel Björnsdóttir leikur æskuvinkonu drengsins og einnig kemur fram króatíski leikarinn Rade Šerbedžija sem leikið hefur aukahlutverk í myndum á borð við Mission Impossible: II, Harry Pott- er and the Deathly Hallows: Part 1, X-Men: First Class og hlutverk glæpamannsins Murads í Taken 2. Þrestir fara í almenna sýningu á Íslandi þann 2. október. gydaloa@frettabladid.is Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 1953. Hátíðin er á A-lista yfir kvik- myndahátíðir hjá International Federation of Film Producers Associations, Kvikmyndahátíðin í Berlín er einnig á þeim lista auk Cannes. Hátíðin fer fram í borginni Donostia-San Sebastián á Spáni. Meðal mynda sem frumsýndar hafa verið alþjóðlega á hátíðinni eru Vertigo eftir Alfred Hitchcock. Hátíðin fer fram 18.-26. sept- ember og verður nú haldin í 63. sinn. Myndir sem keppa í aðalflokki hátíðarinnar mega ekki hafa verið sýndar áður á öðrum hátíðum eða keppt á öðrum hátíðum. ➜ Kvikmyndahátíðin í San Sebastián Rafstöðin bræddi úr sér Kvikmyndin Þrestir, sem leikstýrt er af Rúnari Rúnarssyni, verður í aðalkeppni al þjóð- legu kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastián sem fer fram á Spáni í september. ÁNÆGÐUR Rúnar er að vonum ánægður með tíðindin og segir gaman að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf allra þeirra sem að myndinni koma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÞRESTIR Myndin er tekin upp fyrir vestan og Rúnar segir gestrisni og hjálpsemi heimamanna ómetanlega. MYND/SOPHIA OLSSON Einu sinni var búið að loka Vestfjarðagöng- unum fyrir tökur og lögreglan á Vestfjörðum var að hjálpa okkur. Þegar við vorum komin inn og vorum að byrja að taka upp þá bræddi rafstöðin úr sér. NÆRMYND Gunnlaugur Bragi samstarfsmaður Eva er hörkudugleg, frábær samstarfsmaður og vinur. Hún er samviskusöm og yfirveguð en allra kvenna hressust í góðra vina hópi. Hún á stundum svolítið erfitt með að segja nei en klárar á einhvern undarlegan hátt alltaf allt með miklum sóma. Hannes Páll Pálsson samstarfsmaður Eva er stórkostlegur vinnu- félagi og vinur. Hennar stærsti kostur, og ókostur, er ósér- hlífnin. Hún setur alltaf hag annarra framar sínum eigin og stundum þurfum við hreinlega að stoppa hana af til þess að hún fái einhverja hvíld. Birna Hrönn Björnsdóttir maki Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi að vera ástfangin af Evu Maríu í átta ár. Hún fyllir mig stolti með hugrekki sínu, dugnaði, sanngirni og hjartahlýju. Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga MAKI Birna Hrönn Björnsdóttir Eva María hefur unnið frábært verk sem formaður Hinsegin daga en Hinsegin dagar fara fram þessa dagana og eru nú haldnir í 18. skiptið. Í dag eru Hinsegin dagar orðnir ein af þremur stærstu útihátíðum þjóðarinnar með um eða yfir sjötíu þúsund þátttakendum ár hvert. Hátíðin hefur vaxið úr eins dags hátíð í sex daga menn- ingarhátíð og er enn að vaxa. Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga og fer hún fram í dag og hefst klukkan 14.00. Gengið er frá Vatnsmýrarvegi að Arnarhóli. 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A E -0 0 3 0 1 5 A D -F E F 4 1 5 A D -F D B 8 1 5 A D -F C 7 C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 1 2 8 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.