Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 60
neinu líkt og negrinn Césaire varð að gera því hann var utanveltu í samfélag-
inu. Kreólamálið, kreólamenningin, kreólsk sýn á heiminn liggja blátt áffam
og eðlilega (og með sóma) í fyrstu skrifum hans; og það er ekki fyrr en á efri
árum (þegar hann er orðinn fullþroska höfundur og leitast við að „sviðsetja
verkin sín) sem hann reynir að þurrka burt þessi áhrif, raunar með takmörk-
uðum árangri. Þess vegna lítur Perse ekki á hafið sem hann lofsyngur svo
mjög í ljóðum sínum sem einangrandi vegg líkt og tíðkast á Vesturlöndum,
heldur sem voldugt ákall um að leggja heiminn undir sig, eða öllu heldur:
iðandi svæði sem gæti gert honum kleift að nálgast það gagnsæja algildi sem
hann þráði. Ég minnist þessara lína úr Amers3: Ogþér, höf, sem lásuð víðtœkari
drauma... Hafið sjálft, vaka vor, svo sem guðleg staðfesting... Hafið í oss, sem
her með sér silkiskrjáf úrsævar og allan sinn mikla gœfusvala um heiminn .. .
Haftð í oss, sem vefur sínar miklu Ijós-stundir ogsínar miklu myrkva-slóðir.
Hann lítur svo á að hafið sé aflgjafi, uppspretta þekkingar... Andspænis
því opnast hugur hans, kemst á flug, uppljómast. Hann notar hafið til að
varpa ljósi á hugmyndir sínar, ákvarða hrynjandina í setningunum sem hann
skrifar, beitir því eins og djúpstæðum andardrætti sem er tengt því hvernig
hann andar að sér skáldskap heimsins, notar það sem drifkraftinn í hugar-
heimi sínum, les úr því og hreiðrar um sig í því, rétt eins og í voldugum texta.
Við erum komin ærið langt frá þeim fangelsismúr sem íbúar meginlanda
Vesturlanda reisa umhverfis eyna.
En — og að þessu leyti er Perse undir áhrifum frá sýn Vesturlanda—hann
hafði tilhneigingu til að einangra hafið frá eynni sem það gældi við. Sam-
kvæmt sýn Vesturlandabúa er hafið sem slíkt svæði ólgandi af lífi, ákall um
að leggja í ferðalag, út í víðáttuna, á vit ævintýra; en að hugsa hafið eða
upplifa semtengt eynni og fara þvert á hugmyndirnar um eyna og tengjast
eynni fá næringu úr henni eins og í gegnum legköku, og framlengja eyna, er
nokkuð sem ekki hefur verið reynt fram til þessa. I rauninni svaraði Saint-
John Perse kalli hafsins, svona eins og heimurinn og alheimurinn togaði í
hann, en hann notaði fæðingarey sína sem nokkurs konar stökkpall. Á eynni
er hann ekki í heiminum: þaðatt hefur hann sig til flugs út í heiminn. Þannig
skilar eyjarskegginn í honum sér inn í fyrstu verkin hans en hverfur síðan
fyrir fullt og allt. Hann tekur, eins og hann sagði sjálfur, að búa í eigin nafni,
til að auðvelda sér leitina að hinni líkamslausu alheimsveru og skrá allar
dýrðir heildar-veraldarinnar.
Með tilkomu Edouard Glissant og hugmynda hans um það að vera
Antillaeyjabúi, hugmyndum sem beindust meðal annars gegn útbreiddum
alhæfingum Negrahyggjunnar og fólust í því að hugsa antillíska eyjaklasann
upp á nýtt, verður grundvallarbreyting á skynjun manna á hafinu, eynni, því
að vera eybúi. Tiltekinni mynd bregður oft fyrir undir penna Glissants:
50
TMM 1996:1