Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 60
neinu líkt og negrinn Césaire varð að gera því hann var utanveltu í samfélag- inu. Kreólamálið, kreólamenningin, kreólsk sýn á heiminn liggja blátt áffam og eðlilega (og með sóma) í fyrstu skrifum hans; og það er ekki fyrr en á efri árum (þegar hann er orðinn fullþroska höfundur og leitast við að „sviðsetja verkin sín) sem hann reynir að þurrka burt þessi áhrif, raunar með takmörk- uðum árangri. Þess vegna lítur Perse ekki á hafið sem hann lofsyngur svo mjög í ljóðum sínum sem einangrandi vegg líkt og tíðkast á Vesturlöndum, heldur sem voldugt ákall um að leggja heiminn undir sig, eða öllu heldur: iðandi svæði sem gæti gert honum kleift að nálgast það gagnsæja algildi sem hann þráði. Ég minnist þessara lína úr Amers3: Ogþér, höf, sem lásuð víðtœkari drauma... Hafið sjálft, vaka vor, svo sem guðleg staðfesting... Hafið í oss, sem her með sér silkiskrjáf úrsævar og allan sinn mikla gœfusvala um heiminn .. . Haftð í oss, sem vefur sínar miklu Ijós-stundir ogsínar miklu myrkva-slóðir. Hann lítur svo á að hafið sé aflgjafi, uppspretta þekkingar... Andspænis því opnast hugur hans, kemst á flug, uppljómast. Hann notar hafið til að varpa ljósi á hugmyndir sínar, ákvarða hrynjandina í setningunum sem hann skrifar, beitir því eins og djúpstæðum andardrætti sem er tengt því hvernig hann andar að sér skáldskap heimsins, notar það sem drifkraftinn í hugar- heimi sínum, les úr því og hreiðrar um sig í því, rétt eins og í voldugum texta. Við erum komin ærið langt frá þeim fangelsismúr sem íbúar meginlanda Vesturlanda reisa umhverfis eyna. En — og að þessu leyti er Perse undir áhrifum frá sýn Vesturlanda—hann hafði tilhneigingu til að einangra hafið frá eynni sem það gældi við. Sam- kvæmt sýn Vesturlandabúa er hafið sem slíkt svæði ólgandi af lífi, ákall um að leggja í ferðalag, út í víðáttuna, á vit ævintýra; en að hugsa hafið eða upplifa semtengt eynni og fara þvert á hugmyndirnar um eyna og tengjast eynni fá næringu úr henni eins og í gegnum legköku, og framlengja eyna, er nokkuð sem ekki hefur verið reynt fram til þessa. I rauninni svaraði Saint- John Perse kalli hafsins, svona eins og heimurinn og alheimurinn togaði í hann, en hann notaði fæðingarey sína sem nokkurs konar stökkpall. Á eynni er hann ekki í heiminum: þaðatt hefur hann sig til flugs út í heiminn. Þannig skilar eyjarskegginn í honum sér inn í fyrstu verkin hans en hverfur síðan fyrir fullt og allt. Hann tekur, eins og hann sagði sjálfur, að búa í eigin nafni, til að auðvelda sér leitina að hinni líkamslausu alheimsveru og skrá allar dýrðir heildar-veraldarinnar. Með tilkomu Edouard Glissant og hugmynda hans um það að vera Antillaeyjabúi, hugmyndum sem beindust meðal annars gegn útbreiddum alhæfingum Negrahyggjunnar og fólust í því að hugsa antillíska eyjaklasann upp á nýtt, verður grundvallarbreyting á skynjun manna á hafinu, eynni, því að vera eybúi. Tiltekinni mynd bregður oft fyrir undir penna Glissants: 50 TMM 1996:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.