Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 78
verkum Papadíamandis, en máttur þeirra er það eina sem gæti losað þau við heljartak heimalandsins. Ástæðan er sú að Papadíamandisfræðin hafa allt frá upphafi grundvallast á nokkrum óhagganlegum klisjum, þau hafa lagt sig í líma við að draga verk sem þau ná ekki upp í og eru mótfallin niður á sitt ömurlega útkjálkaplan. „f þeim (verkum Papadíamandis) finnur maður návist þjóðar sem gengur í endurnýjun lífdaga og þau bera sögulegum stórviðburðum göfugt vitni. Þess vegna er hann og verður umfram allt grískur, óþýðanlegur, algerlega okkar,“ skrifaði Kostas Stergíópúlos, prófessor í bókmenntum við háskólann í Aþenu, fyrir sautján árum. GRÍSKUR, ÓÞÝÐANLEGUR, ALGERLEGA OKKAR. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja þann glaðhlakkalega tón sem felst í þessum orðum. Og hvað er svo sem algerlega okkari Eru það ekki landar okkar sem hafa snúið til baka frá Ítalíu eða Kanada sem byggja borgir okkar og þorp? Eldum við ekki að hætti Frakka? Kaupum við ekki sænsk húsgögn? Hvers vegna þurfum við að láta alla okkar þjóðrembu bitna á Papadíamand- is? Hvers vegna eiga sumir rithöfundar að vera negldir við fósturjörðina meðan aðrir flykkjast til útlanda? Ég er ansi hræddur um að við séum að telja hvert öðru trú um að hann sé svona nátengdur landinu (og hefur hann verið inntur álits?) einmitt vegna þess að við ráðum ekki við að verja hann á hinum mikla og frjálsa alþjóðamarkaði. Umfram allt grískur... Ég geri ráð fyrir því að Kostas Stergíopúlos vilji með þessum orðum benda á að verk Papadíamandis feli í sér gervalla reynslu Grikkja, allt frá Hómer til samtíma okkar; að þar sé geymd minningin um alla helstu vendipunktana, alla afturkippina, öll tímamót í sögu hellenism- ans. Hárrétt athugað! Einmitt þetta er megin röksemdin fyrir því að kynna Papadíamandis fyrir öðrum Evrópubúum sem mikinn evrópskan höfund. Því ef höfundur sem ferðast frá Hómer til tuttugustu aldarinnar er ekki evrópskur getur enginn annar rithöfundur gert tilkall til þess. En hann er sagður óþýðanlegur í tvennum skilningi: litla eyjan hans, drifhvítar strendurnar, gömlu naustin, litlu bátarnir, allt þetta þjóðlega sem menn gera ráð fyrir að ekki sé hægt að ná yfir á annað tungumál því það myndi þynnast út, gufa upp, verða óáþreifanlegt. En hvað með okkur, hvað er svona áþreifanlegt, sérstakt? Hvaða grundvallarmunur er á Skíaþos — eyju Papadíamandis í Eyjahafinu — og frönsku Rívíerunni? Eini munurinn á þessum tveimur stöðum felst í því hvernig þeir eru kynntir í auglýsinga- herferðum ferðaskrifstofa og á póstkortum. Ef maður lítur á það hvernig gamla raunverulega myndin hefur verið þakin allsherjarljótleika okkar tíma, þá er hlutskipti Papadíamandis hliðstætt hlutskipti Flauberts, Faulkners og fjölda annarra: það mætti héðan í frá líta svo á að þeir séu allir „óþýðanlegir“. Svo er það hin hliðin á því sem ekki ku vera hægt að þýða, það er að segja 68 TMM 1996:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.