Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 78
verkum Papadíamandis, en máttur þeirra er það eina sem gæti losað þau við
heljartak heimalandsins. Ástæðan er sú að Papadíamandisfræðin hafa allt
frá upphafi grundvallast á nokkrum óhagganlegum klisjum, þau hafa lagt sig
í líma við að draga verk sem þau ná ekki upp í og eru mótfallin niður á sitt
ömurlega útkjálkaplan.
„f þeim (verkum Papadíamandis) finnur maður návist þjóðar sem gengur
í endurnýjun lífdaga og þau bera sögulegum stórviðburðum göfugt vitni.
Þess vegna er hann og verður umfram allt grískur, óþýðanlegur, algerlega
okkar,“ skrifaði Kostas Stergíópúlos, prófessor í bókmenntum við háskólann
í Aþenu, fyrir sautján árum. GRÍSKUR, ÓÞÝÐANLEGUR, ALGERLEGA
OKKAR. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja þann glaðhlakkalega tón sem
felst í þessum orðum. Og hvað er svo sem algerlega okkari Eru það ekki landar
okkar sem hafa snúið til baka frá Ítalíu eða Kanada sem byggja borgir okkar
og þorp? Eldum við ekki að hætti Frakka? Kaupum við ekki sænsk húsgögn?
Hvers vegna þurfum við að láta alla okkar þjóðrembu bitna á Papadíamand-
is? Hvers vegna eiga sumir rithöfundar að vera negldir við fósturjörðina
meðan aðrir flykkjast til útlanda? Ég er ansi hræddur um að við séum að telja
hvert öðru trú um að hann sé svona nátengdur landinu (og hefur hann verið
inntur álits?) einmitt vegna þess að við ráðum ekki við að verja hann á hinum
mikla og frjálsa alþjóðamarkaði.
Umfram allt grískur... Ég geri ráð fyrir því að Kostas Stergíopúlos vilji
með þessum orðum benda á að verk Papadíamandis feli í sér gervalla reynslu
Grikkja, allt frá Hómer til samtíma okkar; að þar sé geymd minningin um
alla helstu vendipunktana, alla afturkippina, öll tímamót í sögu hellenism-
ans. Hárrétt athugað! Einmitt þetta er megin röksemdin fyrir því að kynna
Papadíamandis fyrir öðrum Evrópubúum sem mikinn evrópskan höfund.
Því ef höfundur sem ferðast frá Hómer til tuttugustu aldarinnar er ekki
evrópskur getur enginn annar rithöfundur gert tilkall til þess.
En hann er sagður óþýðanlegur í tvennum skilningi: litla eyjan hans,
drifhvítar strendurnar, gömlu naustin, litlu bátarnir, allt þetta þjóðlega sem
menn gera ráð fyrir að ekki sé hægt að ná yfir á annað tungumál því það
myndi þynnast út, gufa upp, verða óáþreifanlegt. En hvað með okkur, hvað
er svona áþreifanlegt, sérstakt? Hvaða grundvallarmunur er á Skíaþos —
eyju Papadíamandis í Eyjahafinu — og frönsku Rívíerunni? Eini munurinn
á þessum tveimur stöðum felst í því hvernig þeir eru kynntir í auglýsinga-
herferðum ferðaskrifstofa og á póstkortum. Ef maður lítur á það hvernig
gamla raunverulega myndin hefur verið þakin allsherjarljótleika okkar tíma,
þá er hlutskipti Papadíamandis hliðstætt hlutskipti Flauberts, Faulkners og
fjölda annarra: það mætti héðan í frá líta svo á að þeir séu allir „óþýðanlegir“.
Svo er það hin hliðin á því sem ekki ku vera hægt að þýða, það er að segja
68
TMM 1996:1