Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 82
dæmi. Hún er samsett úr löngu samtali fjölmargra radda, nánast hráu samtali þar sem höfúndurinn kemur lítið við sögu, ef frá er talin örstutt athugasemd frá honum í lokin, aðeins tvær línur. Hvers virði væri smásagan án gluggans sem þessi stutta athugasemd í lokin myndar? Þá væri þetta einungis háðsádeila á samstöðu kjaftakerlinga, á slúðrið í þessu litla samfé- lagi sem kann sér engin læti, sem skeytir hvorki um velsæmismörk né ber nokkra virðingu fyrir sorgarviðburðum. Papadíamandis „býr ekkert til“. Þetta er allt þarna: eitthvert hverfi byggt í austurlenskum stíl — húsum hrúgað hvert upp að öðru, hvert flatþakið við annað, hver bakgarðurinn við annan; sjálfsmorð. Til að lýsa þessu eru augu, eyru og minni allt sem þarf. Og jafnvel þótt við gerum því skóna að Papadíamandis hafi að mestu „búið þetta til“, er útkoman svo glæsileg að það mætti halda að myndin sem dregin er upp í þessu líflega samtali sé aðeins nákvœm eftirmynd raunverulegs atburðar. Papadíamandis bliknar hvorki frammi fyrir mannvonsku, fyndni né ósvífni. Hann hefur einsett sér að fylgjast með orðum og viðbrögðum þessa hnýsna fólks og fer því alla leið, þangað sem sjálfur raunveruleikinn rnyndi veigra sér við að stinga upp kollinum. Með öðrurn orðum, þá birtast hinir listrænu hæfileikar hans jafnvel í þessum hluta smásögunnar, þar sem hann skráir langt samtal eins og það kemur fyrir af skepnunni. Ég tel þetta upp: a) hann heldur tárum barns sem „vill sjá“ og tárum ógæfusamrar móður á sama tilfmningaplaninu; b) stekkur með hárnákvæmu og jöfnu millibili frá dyraþröskuldum upp á flatþök, þaðan til kirkju og út á götu og það án þess að missa nokkru sinni sjónar af manngrúanum; c) ljær frásögn- inni líf og dýpt án þess að grípa til lýsingar, án þess að kynna persónurnar; d) kryfur, skoðar í smásjá, grannskoðar sneið af raunveruleikanum án þess að fyllast væmni eða taka afstöðu. En Papadíamandis lætur ekki þar við sitja. Hann hnykkir á þessari raunsönnu, fyndnu og miskunnarlausu lýsingu með þessum tveimur línum —„Og raunum hins ólánssama látna unglings átti brátt eftir að ljúka. Hann kvaddi í von um að finna minni hnýsni í öðrum heimi“—sem varpa alveg nýju ljósi á alla smásöguna. Þær varpa sögulegri hlið viðburðarins fyrir róða og afhjúpa hana sem lýsingu á hlutskipti manns- ins yfirleitt; við höfum verið á yfirborði hlutanna í tæpar sjö blaðsíður, en setningarnar tvær senda okkur á vit dýpri hugsana. Við fylgjumst vandræða- leg með því hvernig fólk eins og við hagar sér. En skyndilega segist Papadíam- andis hafa verið með hugann annars staðar allan tímann. Að hann hafi verið að fylgjast með sál þess sem fyrirfór sér. Er rithöfundurinn sorgmæddur? Er hann ásakandi? Er hann reiður? Alls ekki. Hann er efins: hann veltir fyrir sér hvort hnýsnin sé eitthvað rninni í heiminum fyrir handan en í heimi hér. Þetta er mikilvæg, alvarleg spurning sem umbyltir öllu sem við áður þótt- umst vita: hlýtur sál sem orðið hefur fyrir átroðningi annarra eitthvað í 72 TMM 1996:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.