Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 124
nægja kynferðislegum hvötum sínum á
augabragði. Ég gerði það og kveikti mér
svo í sígarettu til að róa taugarnar en hún
gekk á brjóstahaldaranum og pilsinu,
sokkalaus til dyra og hleypti mönnunum
inn. Þeir skulfu af geðshræringu. Ég
reyndi að koma þeim í skilning um að til
væru fleiri herbergi en ekkert þeirra
veitti orðum mínum eftirtekt og öll voru
þau farin að haga sér í meira lagi óeðli-
lega. (40)
Grótesk erótík eða klám?
Klám á öllum stigum verður stöðugt
meira áberandi í póstmódernískum
bókmenntum og á Islandi virðast kon-
urnar heldur berorðari. I óheftri blönd-
un efhis, stíls og hins háa og lága þessara
verka er hugmyndin um klám kannski
einmitt einkennandi. Klám er nefnilega
„ágreiningsefni en ekki viðfangsefni"
eins og Walter Kendrick skilgreinir það
í bókinni The Secret Museum: Porno-
graphy in Modern Culture (1988).
I Dyrunum þröngu rannsakar Kristín
Ómarsdóttir öfgarnar öðru ffemur,
öfgafullar og ýktar tilfinningar og hvatir,
ímyndað og misheppnað kynlíf. Þór-
unn er tæld, tælir og söguefnið líður
stundum fyrir þessa eilífu tælingu og
lýsingar á mismunandi samförum ein-
staklingsins og einstaklinganna. I stað
kláms gæti ég allt eins sagt að í Dyrunum
þröngu væri að finna gróteska erótík
enda er orðið klám mjög erfitt viður-
eignar og hætta á tengingu við ógeð og
óeðli. Oftast er um að ræða gróft sakleysi
en sú tilfinning fæst líklega vegna hins
einfalda tungumáls. I einum draumi
sögumanns sem getur allt eins staðið sér
sem prósaljóð er þó eins og klámritið
Hustlersé eitthvað að trana sér fram. Þar
er samförum við svín lýst á grófan hátt
til þess að ná ffam andstæðum frelsis
(líklega) og smásálarskapar eða lög-
regluveldis sem togar alltaf í:
— Elskarðu mig? spyr ég og horfi á það
styðja framlöppunum á kviðinn á mér,
kinka kolli og rýta svona svínslegu jái. Ég
banka laust á rassinn á því og það hlær
grettið eins og kerling og karl. Það þvær
kynhárin mín og svo færir það sig um set
og þvær kynfæri mín.
— Elskarðu mig? spyr ég og það lítur
til mín þaðan sem það stendur. Hættir
ekki verkinu en kinkar kolli og kúpt tár
renna úr auga þess til sönnunar um ást
þess. Þvotturinn fer ffam úr vellíðan
hreinlætisins yfir í vellíðan kynlífsins.
[...]
Áður en ég kem sit ég í tveggja manna
sófa með íslenskum lögregluþjóni. Við
höldum á litla svíninu og verið er að taka
ljósmyndir af okkur. (168)
Draumkenndar samfaralýsingar eru
mjög algengar í þessari sögu enda sagt
frá borg þar sem kynlíf er helsta neyslu-
varan. Boðið er upp á „eldheitar nætur í
þjóðfélagi markaðshyggjunnar“ með
hjálp samfaraplásturs, eyrnakitlna og
kinnroðakremsins Ástarjátningar. Þór-
unn nýtur mikillar kyn(lífs)hylli og sök-
um þess er frásögn hennar full lýsinga á
löngun í kynlíf, æsingi og svölun. Allt er
reynt til að komast undan hinni hefð-
bundnu fullnægingu en misheppnast
hjá flestum.
Lýsingin á þessu þyrfti að vera fjöl-
breyttari. Þórunn upplifir lítið annað en
þrá eftir einhverjum eða löngun til þess
að koma ekki til móts við þrár einhverra
í Dyrunum þröngu. Þessu fylgja mjög
áberandi eða bólgnar tilfinningar sem
oft þyrfti að fylgja betur eftir. Þetta á þó
ekki við um gægjugataveröldina sem
býður lesandanum myndrænar lýsingar
á auðmýkt, einsemd og smásálarhætti
svo eitthvað sé nefnt. Lýsingarnar sýna
skarpskyggni höfundar og hnyttni auk
þess sem nöfnin á klefunum gefa tilefni
til kaldhæðni: „það á ekki að standa á
gægjum fyrir utan klefann Dýrkun ein-
semdarinnar, þar gengur maður alla
leið.“ (101)
114
TMM 1996:1