Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 126
Flóttinn til vorlandsins
Steinunn Sigurðardóttir: Hjartastaður. Mál
ogmenning 1995. 371 bls.
Skriftin
Frasinn „vel skrifað" segir ákaflega lítið
um þá eiginleika sem gera skáldsögur
Steinunnar Sigurðardóttur að jafn eftir-
minnilegri lesningu og þær eru. Hann er
tilgangslaus þegar tala á um skriftarmáta
sem ekki byggir á að sæmilega sé stílað
heldur á hljómi og ísmeygilegri hrynj-
andi í setningum sem samt taka sig
aldrei of alvarlega. Skriftarmáti sem er
jafn upptekinn af sjálfum sér og þessi,
jafn upptekinn af því að vera skrift og
ekki fyrst og fremst vísun til hluta og
verka er aldrei eitthvað „vel skrifað“. Sá
texti sem er „vel skrifaður'1 er fyrst og
ffemst safn mælskubragða en ekki sú
ferð í orðum sem skrift Steinunnar er.
Hinn „vel skrifaði" texti er þegar orðað-
ur texti, ffamsetning á hugtökum sem
falin eru með hæfilegu millibili í textan-
um án þess að reyna um of á þefskyn
lesanda. En viðhorfið til tungumálsins í
skrift Steinunnar er flóknara en svo. Það
er ekki aðeins að setningarnar séu tví-
bentar, þær eru margbentar, þær breyta
sífellt viðhorfi lesandans til þess sem les-
ið er. Því eins og segir í Hjartastað: „Orð-
ið tvíbenter ófullkomið orð og lýsir því
ekki hvernig hægt er að hafa margskonar
afstöðu til hluta“ (bls. 286).
Að baki þessum setningum liggur
aldrei allegórískt laumuspil, hálffalinn
boðskapur sem látið er glitta í líkt og yfir
hann hafi verið kastað lúnu teppi. Setn-
ingarnar setja merkinguna ekki í hand-
hægar umbúðir sem grípa má með sér á
meðan lesið er, heldur viðhalda þeirri
skapandi spennu sem er á milli vitund-
arinnar um að skrift sé ekkert nema
skrift og pókerfésins á þeim sem veit
það, en lætur það aldrei uppi, og lýgur
því í staðinn að orðin séu afþrykkingar
af „raunveruleikanum". Af þessum felu-
leik sprettur ekki hvað síst þetta ill-
höndlanlega í textanum; erfiðleikarnir á
því að finna orð yfir það sem þegar allt
kemur til alls knýr lestur sögu eins og
Hjartastaðar áfram. Því þéttleiki skrift-
arinnar kemur upp um í hve ríkum mæli
skriftin snýst um sig sjálfa. Þéttleikinn
snýst fyrst og fremst um hljóm, um
hrynjandi sem í Hjartastað grundvallast
á löngum málsgreinum sem ítrekað eru
rofnar með kommum svo að textinn
virðist „anda“ í gegnum lestrarmerkin.
Hver síða opnar nýja möguleika þessar-
ar orðlistar sem þegar allt kemur til alls
er aðall textans en ekki hvernig hann er
byggður upp ffá sjónarmiði söguþráðar
og sennileika. Og því eru hugleiðingar
sögumannsins, Hörpu Eirar, um ást,
einstæðingsskap og eilífa þrá ekki hvað
síst svo magnaðar vegna þess að þær eru
settar á vogarskálar með köldum orðum
og snörpum, með hörku og íróníu.
Sjálfur dans skriftarinnar er sífellt í for-
grunni, hoppin sem hún tekur á milli
þess að vera sjálfri sér næg sem listaverk,
sett saman úr hljómum og hrynjandi, og
þess að vera boðskiptatæki sem vill segja
okkur eitthvað um heiminn. Það er ekki
hvað síst vegna þess hve óvæntar myndir
þessi dans tekur á sig, og hve lengi hann
dunar sem gerir Hjartastað að óumdeil-
anlegu „opus magnum" Steinunnar Sig-
urðardóttur. Aldrei fyrr hefur hún sýnt
jafn vel hvers hún er megnug sem rithöf-
undur.
Á vegum úti
Sagan greinir frá ferð mæðgnanna
Hörpu Eirar og Eddu Sólveigar austur á
land í fylgd með flautuleikaranum og
glæsipíunni Heiði, vinkonu Hörpu. Til
stendur að þær mæðgur hafi vetursetu
austurfrá svo unglingurinn Edda komist
aftur á réttan kjöl í lífinu eftir að hafa
116
TMM 1996:1