Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 129
þess er hún of nálægt okkur, of sönn og of ásakandi. En Steinunn einblínir ekki á hið dæmigerða í persónusköpuninni. Harpa Eir er ekki aðeins „raunsæ“ per- sóna vegna hins dæmigerða, heldur ekki síður vegna einstaldingseinkenna sinna. Skáldsagnaformið varð ekki hvað síst til sem miðill til að setja fram einstaka sjálfsveru sem engri annarri er lík, ein- stakling sem ber einkenni sem vísa út fyrir hið dæmigerða og þessi grunnþátt- ur hinnar borgaralegu frásagnar af sjálfsmynd er fyrirferðarmeiri en hið dæmigerða. Harpa segir söguna af lífi sínu sjálf og hún segir hana með kald- hæðni sem hún á samt stundum fullt í fangi með að halda til streitu. Því kald- hæðnin stökkvir að vísu allri væmni á brott en dregur fyrir vikið sársaukann enn betur fram. Þessi sársauki er þegar upp er staðið grunntónn í textanum og hann birtist ekki aðeins sem félagi kald- hæðninnar, heldur einnig sem „óstöð- ugleiki", sem flökt í ræðu Hörpu, sem sveiflast frá því að vera kerlingarlega til- gerðarleg yfir í að vera stelpulega hress. Hún er ýmist skilningsrík eða kvikind- isleg, hún er ýmist að farast úr minni- máttarkennd eða að springa úr stórmennskubrjálæði, ýmist sannfærð um að hún sé ljótust allra eða þá að springa af sexappíl. Þetta eru hins vegar uppbyggilegir öfgar sem á furðulegan hátt virka meira sannfærandi en tækni- teikning af vísindalega rétthannaðri konu. Harpa er óneitanlega meira spennandi persóna en t.a.m. hin svala og kalda vinkona hennar, Heiður, sem stendur hvort eð er traustum fótum í tilverunni. Bilið á milli sjálfsmats og veruleika gerir það að verkum að Harpa er stöðugt að koma lesandanum á óvart. Maður veit aldrei á hverju maður á von næst, hvort hún óski dóttur sinni dauða eða langi til að kaffæra hana í ást. Ef til vill gæti einhverjum fundist þessar öfgar vera „ósennilegar“ en þær eru það aðeins séð út frá ýtrustu raun- sæiskröfum. Þegar allt kemur til alls lýt- ur bókin þeim ekki nema að litlu leyti. Einnig persónusköpunin er í ríkum mæli meðvituð um fjarlægð sína ffá veruleika- líkingunni. Það sannast kannski best af aukapersónunum sem dúkka upp á leiðinni austur: fólkinu í gula Bronkó- inum, Bettýmóðursystur Hörpu og bíó- dýnamíska Grikkjanum. Þar gengur Steinunn í smiðju furðunnar af meiri dirfsku en off áður og er ekki stundum grunlaust um að þar hafi hún fengið innblástur frá öðrum furðusmið í ís- lenskum bókmenntum, hinu austfirska höfuðskáldi Gyrði Elíassyni. En furðan mest er sjálf Harpa Eir sem séð með augum hins dæmigerða væri aðeins einstæð móðir en er hér mannvera með öllu því sem heitir að standa undir slíkri nafnbót. Persóna sem eiginlega er rola, „lúser“ eins og sagt er, en hefur svo ótal aðrar víddir að það er ekki hægt að klína þeirri nafnbót á hana með góðri samvisku. Þessi mannsmynd ber vitni höfundi sem náð hefur umtalsverðri leikni í ritun skáld- sagna, leikni sem fáir leika eftir hérlendis. Því hin ísmeygilega skrift gegnumsýrir allt í bókinni. Hún snýr á mann í hvert skipti sem reynt er að negla eitthvað niður og hún gerir það á svo margslunginn hátt. Stundum með hörku, stundum með hlýju en alltaf með glotti sem virðist segja að þetta sé allt í plati og getur samt svo fljótt breyst í sorgarvipru. Því vorlöndin verða aldrei til nema í skáldskap. Þráin öðlast aldrei nema stundarfýllingu. Svo þeytist hún áfram. Kristján B. Jónasson TMM 1996:1 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.