Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 6

Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 6
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 FANGELSISMÁL „Þetta finnst mér hróplegt óréttlæti fyrir fanga á Norðurlandi og það er mjög mik- ilvægt að sambærilegt úrræði og Vernd verði að veruleika á Akur- eyri,“ segir Brynhildur Péturs- dóttir, þingmaður Bjartrar fram- tíðar. Fangar á Akureyri velja marg- ir hverjir frekar að sitja inni í fangelsinu á Akureyri en að ljúka afplánun utan fangelsis þar sem það krefst búferlaflutninga frá fjölskyldu til Reykjavíkur. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að eina áfangaheim- ilið fyrir fanga til dvalar er í Reykjavík. Vilji þeir ljúka afplán- un utan fangelsis, eins og lög um fullnustu refsinga gefa leyfi til, er ekki annar möguleiki en að flytja til Reykjavíkur. „Fangi á Akur- eyri þarf að velja á milli vægari refsingar í opnu úrræði og þess að sitja allan afplánunartímann í öryggisfangelsi til að eiga kost á heimsóknum frá maka og börn- um.“ segir Brynhildur og minnir á að fangelsisvist er kostnaðarsöm leið fyrir ríkið. „Þess utan er þetta hreinlega klár mismunun eftir búsetu sem á ekki að líðast og er margfalt dýrara fyrir ríkið að hýsa fanga í fangelsi en á áfangaheimili utan fangelsis.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í frétt Fréttablaðsins í fyrra- dag að meira fé þyrfti að renna í málaflokkinn frá hinu opinbera. Hans verkefni nú væri að reyna að reka fangelsismálastofnun á núll- inu og „halda sjó“ eins og hann orð- aði það. Ekki væri til fjármagn til að koma á áfangaheimili á Norður- landi sökum fjárskorts. Unnur Brá Konráðsdóttir, for- maður allsherjarnefndar Alþingis, boðar gagngera endurskoðun mála- flokksins á komandi vetri. „Ég segi það núna og hef sagt það áður að fangelsismál á Íslandi þurfa að fara í gegnum heildarendurskoðun. Við verðum að setja niður hver næstu skref okkar eigi að vera, hver heild- arsýnin er varðandi Litla-Hraun og Akureyri og hvernig fjármunir eru sem best nýttir. Það verður svo verkefni vetrarins að mínu mati,“ segir Unnur Brá. sveinn@frettabladid.is Boðar heildarendurskoðun á fangelsismálum í vetur Þingmaður Bjartrar framtíðar segir það hróplegt óréttlæti að fangar þurfi að flytjast búferlum til að ljúka afplánun utan fangelsis. Formaður allsherjarnefndar segir heildarendurskoðun málaflokksins nauðsynlega. VILJA VERA NYRÐRA Fangar á Akureyri vilja frekar vera lokaðir inni á Akureyri en frjálsir syðra. Eina leiðin til að ljúka afplánun utan fangelsis er að vera í Reykjavík. BRYNHILDUR PÉTURSDÓTTIR Þingmaður Bjartrar framtíðar UNNUR BRÁ KONRÁÐS- DÓTTIR Formaður alls- herjar- og mennta- málanefndar Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum KJARAMÁL Hjúkrunarfræðing- ar fá 21,7 prósenta launahækk- un fram til ársins 2019 og laun félagsmanna Bandalags háskóla- manna hækka um 7,2 prósent frá mars síðastliðnum og aftur um 5,5 prósent í júní 2016. Samning- urinn gildir til ársins 2017. Þetta kemur fram í úrskurði gerðardóms, sem settur var í kjaradeilu BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið, frá í gær. Úrskurðurinn í deilu BHM felur einnig í sér 1,65 pró - senta ákvæði til útfærslu mennt- unarákvæða auk 63 þúsund króna eingreiðslu sem greiðist 1. júní 2017. Eingreiðsl- an er greidd sem bætur fyrir að ekki fáist sama hækkun og hjá FÍH. „Okkur líst ágætlega á þetta miðað við aðstæður. Samning- urinn er þó til lengri tíma en við áttum von á,“ segir Ólaf- ur G. Skúlason, formaður FÍH. „Launahækkunin er hærri en sú sem ríkið bauð,“ bætir hann við. „Við erum tiltölulega ánægð með að úrskurðurinn skuli vera til rétt rúmlega tveggja ára en í honum er ekki neitt útgöngu- ákvæði sem er bagalegt,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður BHM, og bætir við: „Auð- vitað hefðum við kosið að geta samið sjálf og að ekki hefði til þess komið að tekinn væri af okkur samningsréttur.“ - þea Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær: Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR KJARAMÁL „Við erum að skoða launaliði núna,“ sagði Gylfi Ingv- arsson, talsmaður samninganefnd- ar starfsmanna ISAL, í fundarhléi um viðræður við samninganefnd Rio Tinto Alcan hjá Ríkissátta- semjara í gær. Fundur hófst klukkan ellefu fyrir hádegi. Hlé var gert í hádeg- inu og viðræður hófust að nýju hálf tvö. Gylfi taldi ólíklegra að næðist saman á fundinum í gær. Umræðu um kröfu fyrirtækisins að nota verktaka í auknum mæli í Straumsvík segir Gylfi að hafi verið frestað. „Hún er í salti.“ Starfsmenn hættu í vikunni við verkfall sem hefjast átti núna um mánaðamótin hjá ISAL vegna fullyrðinga Rio Tinto Alcan um að slíkar aðgerðir myndu leiða til lok- unar fyrirtækisins. Í tilkynningu sem samninga- nefndin sendi frá sér um miðja vikuna kom fram að markmiðið væri að ná bættum kjörum fyrir starfsmenn, ekki að ná fram lokun fyrirtækisins. - óká Samninganefndir starfsmanna ISAL og Rio Tinto Alcan funduðu í gær: Verktakamál sett í salt að sinni HJÁ SÁTTA Fundað var hjá ríkissátta- semjara í gær í kjaradeilu starfsmanna ISAL við Rio Tinto Alcan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JAPAN Shinzo Abe, forsætisráð- herra Japans, segir óþarfi að Jap- anir haldi endalaust áfram að biðjast afsökunar á grimmdar- verkum sínum í seinni heims- styrjöldinni. „Við eigum ekki að láta börn okkar, barnabörn og jafnvel fram- tíðarkynslóðir, sem hafa ekkert haft með stríðið að gera, vera dæmd til þess að biðjast afsökun- ar,“ sagði hann. Hins vegar lýsti hann, í ávarpi í tilefni þess að 70 ár voru í gær liðin frá stríðslokum, yfir sorg sinni vegna atburðanna og sagði Japana vera óhrædda við að horf- ast í augu við ábyrgð sína. „Japan hefur ítrekað lýst yfir djúpri eftirsjá og komið með einlæga afsökunarbeiðni vegna framferðis síns í stríðinu,“ sagði Abe í ávarpi sínu, og vísaði þar til þess að forverar hans í embætti hafi þegar beðist afsökunar. Það gerði Tomiichi Murayama í ávarpi sínu árið 2005 þegar 50 ár voru liðin frá því Japanir gáfust upp, og það gerði Junichiro Koizumi aftur árið 2005 þegar 60 ár voru liðin frá stríðslokum. Grannt var fylgst með því hvort Abe myndi biðjast afsökunar, þar sem hann hefur verið gagnrýnd- ur fyrir herskárri tón en forverar hans. - gb Forsætisráðherra Japans sagðist sorgmæddur vegna framferðis Japana: Kom ekki með afsökunarbeiðni SHINZO ABE Segir óþarfa að biðjast endalaust afsökunar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA LÖGREGLUMÁL „Málið er enn þá í vinnslu og er smitrakning enn í fullum gangi,“ segir Þórólfur Guðnason, verðandi sóttvarna- læknir, um mál hælisleitandans sem situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa vísvitandi smitað ungar konur af HIV-veir- unni. Þórólfur vildi ekki gefa neitt upp um fjölda smitaðra. „Ekki fyrr en smitrakningunni er lokið.“ „Hann er í gæsluvarðhaldi til 22. ágúst og rannsóknin er enn í fullum gangi,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögreglu- þjónn. „Rannsóknin miðar að því að upplýsa um hvort hann hafi smitað með ásetningi.“ - ngy Í gæsluvarðhaldi til 22. ágúst: Kanna hvort smit- að var af ásetningi SMITBERINN Maður á þrítugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa vísvitandi smitað ungar konur af HIV-veirunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNMÁL Ólöf Nordal innanríkis- ráðherra sat í gær fund norrænna sveitarstjórnarráðherra sem fór fram í Uppsölum í Svíþjóð. Aðalumræðuefni fundarins var hvernig megi einfalda laga- og regluverk þannig að það sé ekki of íþyngjandi fyrir sjálfsforræði sveitarfélaga og geti bætt stjórn- sýslu og þjónustu við íbúa. Ólöf dró upp þá mynd af íslenska sveitar- stjórnarstiginu að samstaða væri um eflingu þess og hefðu áfangar náðst í því undanfarin ár. - ngy Ólöf Nordal á fundi í Svíþjóð: Sat fund um sveitarfélög Samn- ingurinn er þó til lengri tíma en við áttum von á. Ólafur G. Skúlasson, formaður FÍH. 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -6 C 9 0 1 5 C 8 -6 B 5 4 1 5 C 8 -6 A 1 8 1 5 C 8 -6 8 D C 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 2 0 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.