Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 10

Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 10
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Námskeiðið hefst 10. Sept 2013 í Árbæjarlaug. Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 Stella, stella.gunnars@gmail.com stella.gunnarsdottir@reykjavik.is Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst Föstudaginn 20.Sept .Nk. í Árbæjarlaug 2 s ember 2014 í Árbæjarlaug. föst a i 19. s ember Ná skeiðið hefst septemb r 2015 í Árbæjarlaug. Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 Stel a, stella.gunnars@gmail.com stel a.gunnarsdot ir@reykjavik.is 4. september ORKUMÁL Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að verulegir annmarkar hafi verið á umhverfismatsferli Landsnets varðandi lagningu Blöndulínu 3 frá Blöndu í Húnavatnssýslu að tengivirki að Rangárvöllum í Eyja- firði. Landsnet hafi ekki kannað kosti þess að setja línuna í jörð þrátt fyrir beiðni Skipulagsstofn- unar. Ólafur Valsson, eigandi jarð- arinnar Hóla í Öxnadal, krafðist endur upptöku matsins, meðal ann- ars á þeim grundvelli að ekki hafi verið bornir saman þeir valkostir að leggja jarðstreng og loftlínu. Skipulagsstofnun taldi sér ekki heimilt að taka málið upp að nýju, en lagði til grundvallar að meta hefði átt þann kost að leggja jarð- streng í stað loftlínu. Skipulagsstofnun lagði fyrir Landsnet árið 2008 að meta jarð- streng til samanburðar við loft- línu á þessari leið sem er um eitt hundrað kílómetra löng. Svonefnd frummatsskýrsla, sem Landsnet skilaði til Skipulagsstofnunar í mars 2012, hafði ekki að geyma slíkt mat að mati stofnunarinnar. Ásdís Hlökk Theodórsdótt- ir, forstjóri Skipulagsstofnunar, telur að þrátt fyrir augljósa ann- marka geti stofnunin ekki tekið málið upp að nýju. „Til þess þurf- um við að hafa lagalegar heim- ildir og eins og er rakið í bréfi til Ólafs er talað um hvaða heimildir við höfum. Það sem við gerum er að við förum í öll þau efnisatriði sem málsaðili vekur máls á til að skoða hvort efnislegir annmark- ar eru á málinu sem er óháð því hvort það séu lagalegar heimildir til að taka málið upp aftur,“ segir Ásdís Hlökk. „Hins vegar munum við hafa þetta mál til hliðsjónar þegar sambærileg mál koma inn á borð hjá okkur.“ Skagfirðingar og Eyfirðingar hafa kallað eftir því að jarðstreng- ur verði kannaður sem alvöru val- kostur en Landsnet hefur hingað til ekki gert það. „Ljóst er að héðan í frá muni Skipulagsstofnun ekki taka við frummatsskýrslum frá Landsneti í sambærilegum málum nema jarðstrengur sé tekinn til raunhæfrar skoðunar. Ég mun ekki leyfa loftlínu um land mitt. Umrætt landsvæði hefur mikið verndargildi á landsvísu að áliti Náttúrufræðistofnunar Íslands og nýtur það verndar lögum sam- kvæmt,“ segir Ólafur Valsson, eig- andi Hóla í Öxnadal. sveinn@frettabladid.is Umhverfismat háð miklum annmörkum Skipulagsstofnun telur umhverfismatsferli Landsnets varðandi Blöndulínu 3 ófullnægjandi. Landsnet hafi ekki skoðað jarðstrengi þrátt fyrir óskir þess efnis. Telur sig ekki geta afturkallað fyrri ákvörðun sína. ÖXNADALUR Landsnet hefur lengi viljað leggja nýja Blöndulínu til að styrkja raforkuflutninga á landinu. Telur stofnunin byggðalínuna hringinn í kringum landið löngu sprungna. Landeigendur í Skagafirði og Eyjafirði hafa lengi barist fyrir því að Blöndulína fari á sumum svæðum í jörð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég mun ekki leyfa loftlínu um land mitt. Umrætt landsvæði hefur mikið verndargildi á landsvísu að áliti Náttúru- fræðistofnunar Íslands og nýtur það verndar lögum samkvæmt. Ólafur Valsson, eigandi Hóla í Öxnadal. STJÓRNSÝSLA Strætó bs. braut útboðslög þegar fyrirtækið samdi við Ný-Tækni vegna Ferðaþjón- ustu fatlaðra. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála frá því á fimmtudag. Ný-Tækni tók í febrúar við hlut- verki Kynnisferða við svokallaðan tilfallandi akstur fyrir Ferðaþjón- ustu fatlaðra. Kynnisferðir óskuðu eftir að losna undan skuldbinding- um sem fyrirtækið hafði gengist undir sem aðili að rammasamningi eftir útboð í fyrrasumar. Fyrir- tækin þrjú sem kærðu tóku þátt í því útboði en Ný-Tækni ekki. Kærunefndin kemst að því í úrskurði sínum að Strætó bs. sé skaðabótaskyldur gagnvart kær- endunum vegna samningsins. Samningurinn var þó ekki ógiltur vegna þessara annmarka. Þá var Strætó bs. gert að greiða kærend- um sameiginlega 800 þúsund krón- ur í málskostnað. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður kærendanna, segir umbjóð- endur sína þokkalega sátta við niðurstöðuna. „Þar sem úrskurðar- nefndin telur að framsalið hafi ekki verið í samræmi við lagaskil- yrði þá hefði mönnum þótt lógískt að ómerkja þetta framsal. En hins vegar er þetta staðfesting á gagn- rýni á vinnubrögð Strætó og gott að fá viðurkenningu á bótaskyldu.“ Sveinn Andri segir tvennt fram undan. Annars vegar muni þeir setjast niður og semja um greiðslu skaðabóta í samræmi við niður- stöðu úrskurðanefndarinnar. „Hins vegar þarf Strætó að fara að taka til hjá sér og skipta út þeim aðilum sem hafa haldið utan um þessa rammasamninga,“ segir Sveinn Andri. - fbj Þarf að borga skaðabætur samkvæmt niðurstöðu kærunefndar: Strætó brotlegur við útboðslög BRUTU LÖG Margvíslegir erfiðleikar hafa sett mark sitt á Ferðaþjónustu fatlaðra að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BANDARÍKIN Jimmy Carter, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, hefur skýrt frá því að krabbamein hafi greinst í líkama hans. Carter, sem er níræður, segir þetta hafa komið í ljós þegar hann gekkst undir aðgerð á lifur nýverið. Hann segir að krabba- meinið hafi nú þegar borist víðar um líkamann. Carter var forseti Bandaríkj- anna á árunum 1976 til 1981. Eftir að hann lét af forsetaemb- ættinu stofnaði hann Carter- stofnunina, sem hefur látið að sér kveða í mannúðarmálum víða um heim. - gb Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna skýrir frá veikindum: Carter kominn með krabbamein JIMMY CARTER Hefur starfað að mannúðarmálum eftir að hann lét af forsetaembætti. NORDICPHOTOS/AFP 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -7 B 6 0 1 5 C 8 -7 A 2 4 1 5 C 8 -7 8 E 8 1 5 C 8 -7 7 A C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 1 2 0 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.