Fréttablaðið - 15.08.2015, Síða 16
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 16
EFNAHAGSMÁL Heildarútgjöld
ríkis sjóðs á fyrstu sex mánuðum
ársins voru innan fjárheimilda, að
því er fram kemur í ársfjórðungs-
uppgjöri. Meirihluti fjárlagaliða
er innan fjárheimilda á fyrstu sex
mánuðum ársins.
Heildarútgjöldin námu 319,7
milljörðum króna á tímabilinu og
voru 104 milljónum innan heim-
ildar. Samtals eru 233 fjárlagaliðir
með útgjöld innan heimilda ársins.
123 fjárlagaliðir eru með útgjöld
umfram fjárheimildir ársins en
hjá meirihluta þeirra er hallinn
innan við 10 milljónir króna, eða
samtals 233 milljónir. Í tilkynn-
ingu á vef stjórnarráðsins segir
að gert sé ráð fyrir að flestir
þessara liða verði innan heimilda
í árslok. Stærstur hluti umframút-
gjalda skýrist af fáum liðum en af
15 stærstu umframútgjaldaliðum
fara þrír liðir samtals 4,7 milljarða
króna fram úr fjárheimildum. Þar
á meðal eru Sjúkratryggingar og
Vegagerðin.
Ráðuneyti bera hvert um sig
ábyrgð á því að dreifing fjárheim-
ilda innan ársins sé sem næst
áætlaðri dreifingu raunútgjalda og
er lögð áhersla á að ráðuneyti yfir-
fari vandlega dreifingu fjárheim-
ilda innan ársins á þeim liðum sem
undir þau heyra.
Þegar Bjarni Benediktsson, fjár-
mála- og efnahagsráðherra, kynnti
fjárlagafrumvarpið síðasta haust
lagði hann áherslu á það markmið
að fjárlög yrðu hallalaus, en gert
yrði ráð fyrir 4,1 milljarðs króna
afgangi. Til að sá árangur náist er
mikilvægt að heildarútgjöld verði
áfram innan heimilda á seinni árs-
helmingi. - jhh
Af fimmtán stærstu útgjaldaliðunum fara þrír liðir samtals 4,7 milljarða króna fram úr fjárheimildum:
Heildarútgjöldin námu 320 milljörðum
RÁÐHERRA Þegar Bjarni Benediktsson
kynnti fjárlagafrumvarpið lagði hann
áherslu á að það yrði hallalaust.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNING Ólöf K. Sigurðardótt-
ir tók í gær við embætti safn-
stjóra Listasafns Reykjavíkur
af Hafþóri Yngvasyni sem hafði
gegnt stöðunni síðustu tíu ár.
Ólöf gegndi áður stöðu forstöðu-
manns Hafnarborgar, menning-
ar- og listamiðstöðvar Hafnar-
fjarðar, frá árinu 2008.
Ólöf var áður deildarstjóri
fræðsludeildar Listasafns
Reykjavíkur og bar þar ábyrgð
á stefnumótun, skipulagi og
framkvæmd fræðslustarfsins.
- þea
Ólöf tekur við af Hafþóri:
Nýr safnstjóri
Listasafnsins
1
4
-0
8
-2
0
1
5
2
1
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
C
8
-4
0
2
0
1
5
C
8
-3
E
E
4
1
5
C
8
-3
D
A
8
1
5
C
8
-3
C
6
C
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K