Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 18

Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 18
15. ágúst 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Náttúruvísindasöfn eru með skemmtilegri söfn-um að heimsækja. Vegleg og stór söfn eru í flestum höfuðborgum. Margir Íslendingar kannast við American Museum of Natural History í New York og hið fræga British Museum í London. Það er náttúruvísindasafn í Ósló, Kaupmannahöfn. Náttúruvísinda- safnið í Stokkhólmi var stofnað 1819 og fagnar því brátt tvö hundruð ára afmæli. Ég hef komið í þessi söfn. Þegar ég ferðast til erlendra borga og hef tíma aflögu reyni ég yfir- leitt að heimsækja náttúruvísinda- söfn. Mér finnst það ei nhver skemmtilegustu söfnin að koma á. Það er þægi- legt þegar maður er að ferðast með öðrum og sér- staklega börn- um, því þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Náttúruvísindasöfn eru sérstak- lega dýrmæt fyrir börn því þar fá þau uppfræðslu í undrum náttúr- unnar með beinum hætti. Eftir að hafa vafrað um sýningarsali er svo gjarnan farið í safnbúðina þar sem ýmislegt athyglisvert fæst keypt. Á náttúruvísindasöfnum koma allir saman og þar er fræðslu og afþreyingu blandað saman. Þang- að koma ferðamenn, skólabörn og fræðimenn. En líka listamenn. Fá söfn eru jafn tilvalinn og vinsæll áfangastaður fyrir fjölskyldur og náttúruvísindasöfn. Eitt besta svona safn sem ég hef heimsótt er Houston museum of natural science. Ég fór þangað mörgum sinnum á meðan ég bjó þar. Og í hvert einasta skipti uppgötvaði ég eitthvað nýtt. Náttúrulega Það er ekkert veglegt náttúru-vísindasafn á Íslandi. Það er sérkennileg staða í landi sem er heimsfrægt fyrir náttúru sína. Það er svona svipað og ef í Dan- mörku væri ekkert Legoland. Fyrir nokkrum árum heimsótti ég safn- ið í París. Það sem vakti athygli mína var að flestir gestir voru í þeim hluta safnsins sem sneri að Norðurslóðum. Þar er uppstoppað- ur geirfugl og fyrir framan hann var löng biðröð. Fólk tók myndir af sér með líkani af náhval á meðan dýrin í Afríku fengu litla sem enga athygli. Náttúruminjasafn Íslands er eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Hlut- verk þess er að „varpa ljósi á nátt- úru Íslands, náttúrusögu lands- ins, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi“. Safnið hefur verið í óásættan legu húsnæði og hús- næðis hraki alla tíð. Safngripir hafa lent í höndum stjórnmála- manna sem hafa notað þá til að afla sér fylgis í kjördæmum sínum. Stutt er síðan forsætisráðherra til- kynnti flokksfélögum sínum að hann hygðist afhenda Hvalasafni Húsavíkur beinagrindina af steypi- reyðinni, sem er þjóðargersemi á heimsmælikvarða. Hann gerði þetta auðvitað án nokkurs samráðs við Náttúrufræðistofnun eða Nátt- úrugripasafn Íslands. Það hefur líka oft verið rætt í fullri alvöru að flytja safnið í heild sinni norður í Skagafjörð. Það er hluti af þeirri íslensku hallærispólitík sem öllu kollríður. Margir stjórnmálamenn berjast gegn því að safnið rísi í Reykjavík. Þeir vilja frekar reisa það einhvers staðar úti á landi eða útdeila mununum tvist og bast til einkaaðila sem tengdir eru ferða- þjónustu á landsbyggðinni. Þetta er pólitískt mál eins og svo margt annað. En á meðan fólk þrætir um þetta liggur safnið undir skemmd- um og þegar hafa yfir 2.000 safn- gripir eyðilagst enda flest geymt í pappakössum í kjöllurum hingað og þangað um bæinn. Það væri vissu- lega skárra að hafa það í einu lagi í Skagafirði. En gallinn við það er að flestir Íslendingar búa á höfuð- borgarsvæðinu og þar eru flestar menntastofnanir landsins. Safn úti á landi mundi því aðallega þjóna ferðamönnum en íslensk skóla- börn fara á mis við það og halda áfram að vita minna og minna um náttúru landsins síns. Mér finnst því augljóst að Náttúruminjasafn Íslands eigi að vera í Reykjavík. Það er langhagkvæmast að flestu leyti. Ég held að það mætti jafn- vel reka safnið með hagnaði. Mér finnst það ekki óraunhæft miðað við vaxandi fjölda ferðamanna til landsins. Náttúra Íslands er ein- stök. Það er ekkert Ísland í Amer- íku. Það er ekkert Ísland í Evrópu. Og ég held að það sé ekkert Ísland í Asíu. Flest sem er sjaldgæft og einstakt og öðruvísi en allt annað er verðmætt. Hallærispólitík sem öllu kollríður Náttúruminjasafnið okkar situr fast í hlekkjum hugarfars. Það virðist almennt áhugaleysi um gildi og mikilvægi safnsins og fréttir af því fá ekki mörg læk á feis- búkk. Allir virðast búnir að gleyma þjóðarsöfnuninni 1970, þegar jafn- vel börn tæmdu sparibaukana sína svo íslenska þjóðin gæti keypt upp- stoppaðan geirfugl. Erum við virki- lega orðin svo miklir plebbar að við séum hætt að vilja reyna að skilja okkur sjálf? Við Íslendingar virð- umst hafa meiri áhuga og skoðanir á því hvar höfuðstöðvar Landsbankans eigi að vera heldur en hvort og hvar Náttúruminjasafn sé. Flestum virð- ist slétt sama. Það er ekki eðlilegt og ekki góð þróun. Hvað þarf mikið af verðmætum munum að týnast og skemmast áður en við rönkum við okkur? Mér finnst þetta mál vera okkur til skammar. Mér finnst þetta þjóðarskömm. Þjóðarskömm N auðugir viljugir hlýða framhaldsskólar landsins fyrirmælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráð- herra um að nám til stúdentsprófs skuli vera þrjú ár í öllum skólum. Þar með dregur úr fjölbreytni í skólakerfinu. Breytingin er engin fyrir einbeitta nemandann sem fer beinu brautina hratt og örugglega. Þriggja ára skóli hefur lengi staðið honum til boða. Hann getur farið enn hraðar ef því er að skipta. Aðrir nemendur, þeir sem ekki eru vissir um hvað þeir vilja, stunda félagslíf af kappi, fá útrás fyrir sköpunarþrá í tóm- stundum, þurfa að vinna með námi, eða einfaldlega hentar betur að fara sér hægt af einhverri ástæðu, eru nú neyddir til að fara hraðbrautina einu. Fyrirmælin beina skólanum öfuga leið. Til að mæta þörfum sem flestra á skólinn að vera fjölbreyttur og sveigjanlegur. Hann á að hvetja krakka til að spila í hljómsveit, syngja í kór, stunda íþróttir, leiklist eða raða í hillur stórmarkaða á álags- tímum. Ungt fólk hefur gott af að kynnast skapandi umhverfi og almennum vinnustöðum. Tónlistarlífið er vitnisburður um, að margir krakkar nýta frítíma sinn vel. Vaxtarbroddur tónlistarinnar er í framhalds- skólunum. Leiklistarlíf skólanna er með miklum blóma og sama á við um íþróttir. Árangur okkar í handbolta og fótbolta er lyginni líkastur. Við höfum greinilega rambað á að gera eitthvað rétt. Hluti skýringarinnar hlýtur að vera að á mótunarárunum fái ungt fólk tækifæri til að rækta hæfileika sína utan skólatíma. Nú eru kostirnir þrengdir og kröftug ungmenni neydd til að velja á milli skóla og krefjandi áhugamála. Fyrirmæli ráðherrans fela líka í sér, að nemendum sem missa af lestinni er gert erfiðara að taka upp þráðinn á ný með hindr- unum fyrir 25 ára og eldri. Það er skammsýni. Flest þekkjum við fólk á öllum aldri sem blessunarlega hefur fundið fjölina sína á skólabekk. Ráðherrann notar hagkvæmnisrök. Þrjú ár í skóla kosta minna en fjögur ár og viðbótarár á vinnumarkaði skilar verðmætum, segir hann. Útreikningurinn stenst ábyggilega. En varla er hægt að setja verðmiða á skólagöngu án þess að greina innihaldið. Skólinn er fjárfesting en ekki eyðsla. Hann er bara einn þáttur í lífi ungs fólks á viðkvæmu skeiði. Taka þarf tillit til allra hinna þáttanna í flóknu dæmi. Í vor verðlagði einhver reiknimeistarinn hálendið á 80 milljarða. Hann margfaldaði markaðsverð landsins sem fórnað var fyrir Kárahnúkavirkjun með tuttugu. Landið sem er á áhrifasvæði virkjunarinnar er víst fimm prósent af hálendinu öllu. Margföldunin er rétt en útkoman hjákátleg, alveg eins og í skóladæminu. Andri Snær Magnason rithöfundur spurði reikni- meistarann: Hvað kostar kílóið af ömmu þinni? Spurningin er í ágætu samræmi við tilefnið. Margir kennarar og skólameistarar hafa kurteislega bent ráð- herranum á, að ekki sé allt sem sýnist. Styttingin fer fram í and- stöðu flestra sem eiga að koma henni í kring. Það boðar ekki gott. Rýrari fram- haldsskólar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Ilmkerti 2.653 kr. 3.790 kr. Ilmstrá 2.793 kr. 3.990 kr. COPENHAGEN Candle Company ilmvörur í miklu úrvali 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -4 E F 0 1 5 C 8 -4 D B 4 1 5 C 8 -4 C 7 8 1 5 C 8 -4 B 3 C 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 1 2 0 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.