Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2015, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 15.08.2015, Qupperneq 76
FÓLK|HELGIN TILÞRIF Heiðbjört Gylfadóttir sýnir hér skemmtileg varnartilþrif í sandinum á stigamóti á Þingeyri í sumar. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Um helgina fer fram síðasta strandblaksmót sumarsins á nýjum strandblaksvöllum við Laugardalslaug. Mikill fjöldi keppenda mun taka þátt, eða 54 lið, en áhugi á strandblaki hefur aukist mikið hér á landi á undanförnum árum að sögn Karls Sigurðssonar, landsliðsþjálfara í strand- blaki. „Strandblaksvöllum á landinu hefur fjölgað jafnt og þétt um tvo til sex á hverju ári og eru þeir orðnir um fimmtíu talsins í heildina og ég gæti talið upp velli á nánast hverjum einasta stað á landinu.“ ÓDÝRT OG SKEMMTILEGT SPORT Þegar Karl er spurður að því hvort strandblaks iðkun á Íslandi sé ekki bara einhvers konar ósk hyggja líkir hann því hlæjandi við bob-sleða á amaíku. „Þegar við fórum af stað með strandblakið hér á landi árið 2004 þurftum við að draga fólk til þess að taka þátt í mótum fyrstu tvö árin. Undanfarin fjögur til fimm ár höfum við ekki þurft að gera það og eru þátttökumet í mótunum bætt á hverju ári.“ Fjölgunin hefur verið sérstaklega mikil undan- farnar vikur en Karl þakkar það glæsilegum völlum við Laugardalslaug sem útbúnir voru vegna Smáþjóðaleikanna sem fram fóru hér á landi fyrr í sumar. „Sá völlur er sýnilegri en margir aðrir strandblaksvellir. Það er mikið um að almenn- ingur sé að spila þar auk vanra blakara og hefur völlurinn verið upptekinn frá klukkan fimm til tíu alla virka daga í sumar og einnig mikið notaður um helgar. Það geta allir verið með í þessu sporti og fyrir utan það hvað það er skemmtilegt þá er það líka ódýrt, maður þarf bara að eiga skýlu og þá er maður góður, enga skó eða annan útbúnað,” segir hann og brosir. BIKINÍ EKKI SKYLDA Strandblak er meðal vinsælustu greina Ólympíu- leikanna og segir Karl ástæðuna fyrir því vera líklega þá að það sé svo skemmtilegt sport, þó einhverjir myndu segja að áhuginn á íþróttinni væri tilkominn að einhverju leyti vegna smæðar fatnaðar keppenda. „Það er reyndar búið að breyta búningareglunni, áður var það þannig að stelpur þurftu að keppa í bikiníi og meira að segja var það þannig að strengurinn á hlið buxnanna mátti að hámarki vera sjö sentimetrar. Þetta er orðið frjáls- ara núna og mega keppendur vera í nánast hverju sem er, þeir þurfa að vísu að vera í topp en mega vera í honum utan yfir treyju. Það má finna reglur um búninga í öðrum íþróttum líka, alþjóðasam- böndin setja reglur en svo er spurning hvort þeim er fylgt eftir alla leið. Við höfum alltaf leyft fólki að spila í því sem því finnst þægilegast. Við viljum ekki að einhverjar búningareglur fæli fólk frá því að spila. Þótt reglurnar séu orðnar frjálsari þá halda keppendur úti áfram að spila í bikiníi einfaldlega vegna þess að þeim finnst það þægilegasti fatnað- urinn til að keppa í. Það er því alltaf spurning um hvað áhorfendur eru að horfa á en ég horfi vegna skemmtanagildis leiksins.“ STRANDBLAKIÐ ERFIÐARA Munurinn á strandblaki og hefðbundnu blaki sem spilað er innanhúss er fyrst og fremst sá að í strandblaki eru keppendur tveir í hvoru liði en sex í venjulegu blaki. „Strandblakið er mun erfiðara, að minnsta kosti fyrir vana blakara. Völlurinn er nánast jafn stór en í strandblakinu þurfa keppend- ur að geta leyst fleiri hlutverk af hendi, þeir spila vörn, sókn, uppspil og þurfa að geta lesið leikinn. Í hefðbundnu blaki skipta fleiri leikmenn með sér þessum verkum. Strandblaksiðkendur þurfa því bæði að einbeita sér að fleiri þáttum en í inniblaki og þurfa að dekka stærra svæði á vellinum. Auk þess er erfitt að hlaupa í djúpum sandinum og hoppa, nethæðin er líka sú sama og inni þrátt fyrir að verið sé að hoppa í fjörutíu sentimetra djúpum sandi,“ útskýrir Karl. Hann bætir við að strandblakara vanti aðstöðu til þess að iðka íþróttina inni við í vetur. „Við höf- um haft inniaðstöðu undanfarna tvo vetur sem er ekki í boði lengur. Miðað við þá aukningu sem verið hefur í greininni undanfarið þurfum við að geta spilað inni á veturna, það er fullt af fólki sem vill stunda íþróttina allt árið en ekki bara sem sumar- sport og leitum við því nú logandi ljósi að einhverri skemmu eða húsnæði þar sem hægt er að henda sandi inn í og spila.“ EINS SKRÍTIÐ OG BOB- SLEÐAR Á JAMAÍKU STRANDBLAK Fjöldi þeirra sem stundar strandblak hér á landi hefur aukist mikið undanfarin ár. ÁHUGASAMIR GETA SÉÐ ÞÁ BESTU Í ÍÞRÓTTINNI HÉR Á LANDI ETJA KAPPI Í LAUGARDAL UM HELGINA. KARL SIGURÐSSON landsliðsþjálfari í strandblaki. KAUPTÚNI 3 | SÍMI 564 4400 | VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS Opið mánudaga–laugardaga kl. 11-18 sunnudaga kl. 13-18 20–70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ENN MEIRI VERÐLÆKKUN ÚTSALA! ÚTSALA! af öllu frá ETHNICRAFT 20 -40 af öllum vörum frá UMBRA 20 -40 af öllu frá HOUSEDOCTOR 20 -40 VERSLUNIN FLYTUR! Um næstu mánaðamót flytjum við í Lindir, Kópavogi. Hlökkum til að sjá þig í nýju versluninni. v KAUPTÚN LINDIR af öllum vörum frá HABITAT 20 -70 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C 8 -A 7 D 0 1 5 C 8 -A 6 9 4 1 5 C 8 -A 5 5 8 1 5 C 8 -A 4 1 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 1 2 0 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.