Fréttablaðið - 15.08.2015, Page 96

Fréttablaðið - 15.08.2015, Page 96
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 Páll Stefánsson er löngu orðinn einn allra þekkt-asti ljósmyndari landsins enda hefur hann átt stór-an þátt í að móta ímynd landsins með verkum sínum. Fyrst sem ljósmyndari á Iceland Review og ritstjóri þar síðustu árin og einnig með þeim fjölda bóka sem eftir hann liggja. En nú fyrir skömmu kom út eftir Pál ljósmyndabókin Iceland Ex- posed sem er hans fyrsta Íslands- bók um nokkurt skeið. Núið er best „Ég er búinn að vinna við þetta í þrjátíu og þrjú ár og hef gert að því ég held þrjátíu og tvær bækur ef þessi er talin með. En þetta er fyrsta Íslandsbókin mín í sjö ár. Í millitíðinni hef ég gert bækur um Afríku, Færeyjar, Finnland, Svíþjóð, Danmörku – þannig að ég hef verið að gera bækur í útlöndum. Ég hvíldi mig soldið á íslenska landslaginu, því maður þarf stundum að endurnýja sig og svo var bara nóg að gera í öðrum verkefnum. Svo fór ég í þetta af fullum krafti síðustu átján mán- uðina. Annars er mér mest bölvan- lega við að líta til baka – finnst að maður eigi að fara fram á við. En þegar þessi bók átti að fara að komast á koppinn fóru að koma til mín myndir. Elstu myndirnar eru rúmlega fimm ára gamlar en mest er þetta frá síðustu átján mánuðum. Annars verða flestar þessar myndir til í mínu starfi fyrir Iceland Review. Maður getur kannski sagt að þetta sé „best of“ en það er þá vegna þess að það besta er að gerast í núinu.“ Hver er ég? Í fyrsta hluta bókarinnar, sem er á ensku, rifjar Páll upp sögur og ýmis tengsl við staði sem eru honum kærir og hann hefur mikið myndað í gegnum ferilinn. Hann segir að í þeim hluta sé vissulega fólgin ákveðin tilraun sem kemur vart á óvart þar sem Páll svarar flestu með því að segja sögu. „Það kom þessi hugmynd – einhver segir að ég geti skrif- að og mig langaði þá eiginlega að segja fólki hver ég er – hver er þessi gaur talandi um ömmu sína? Þessi bók er hugsuð fyrir ferðalanginn sem vill taka Ísland með sér og það veit enginn hver Jónas, Pétur eða Páll eru í sjálfu sér og þetta er svona smá tilraun til þess að láta fylgja með hver ég er. Þessar sögur segja svona kannski eitthvað um mig, eitt- hvað sem fólk gæti haft gaman af. Eins og það að ég á til að ganga í tátiljum og fór í fjallgöngu um miðnæturbil á Vestfjörðum í fyrrasumar í mínum góðu tátilj- um. Þar braut ég á mér helvítis tá af því að það rúllaði á hana steinn eins og gengur. Læknir- inn sem skoðaði mig á spítalanum vildi fá lýsingu á því hvað hefði gerst og hann fékk þá lýsingu. Að því loknu horfði hann á mig og sagði svo af yfirvegun: „Páll, þú ert fífl.“ Svo mörg voru þau orð.“ Páll skellihlær við tilhugs- unina enda enn og alltaf í sínum góðu tátiljum og stuttbuxum nán- ast allan ársins hring. Fékk myndina Páll myndar allan ársins hring í öllum veðrum og sýn hans á það hlutskipti birtist auðvitað í sögu sem honum finnst lýsa þessa ágætlega. „Núna í sumar sá ég fyrir mér mynd og beið í fjalls- hlíð vegna þess að það voru pínu- lítil göt í himninum þar sem birtan ruddist niður en götin voru fá og ekki á alveg réttum stöðum. Svo ég beið eftir að þetta fína spott- ljós félli niður á réttu staðina. Stundum fiskar maður og stund- um ekki og ég var búinn að bíða þarna í svona klukkustund. Það var líka fólk þarna að ráfa um fjalls- hlíðina og allt í einu kom að mér Kanadamaður um sextugt, lagði vingjarnlega höndina á öxlina á mér og sagði: „Fyrirgefðu, ungi maður, en er eitthvað að?“ Nei, ég er bara að bíða eftir birtunni, svar- aði ég, og þá sagði hann mér að þau hefðu verið farin að hafa áhyggjur af mér. Farin að halda að ég væri svona skelfilega langt niðri eða eitthvað þaðan af verra. Í þessum töluðu orðum fékk ég augnablikið sem ég hafði verið að bíða eftir og þá hresstist ég svo um munar. Ég rak konu mannsins af stað og lét hana hlaupa á réttu staðina í fjallshlíðinni og blessað- ur maðurinn fylgdist stjarfur með aðförunum – en ég fékk myndina. Svona er þetta bara. Stundum kemur þetta og stundum ekki. Þetta er svolítið eins og að veiða fisk, sem ég hef reyndar aldrei gert, hvort þú veiðir þann stóra eða ekki er ekki endilega málið. Útiver- an og náttúran eru stóra málið og dagurinn getur verið jafn góður fyrir því þó svo maður hafi ekki fengið neitt. Ég er einfaldlega alltaf að veiða.“ Ég er einfaldlega alltaf að veiða Páll Stefánsson ljósmyndari hefur myndað Ísland í meira en þrjá áratugi og hefur með verkum sínum átt stóran þátt í að móta sýn heimsins á náttúru landsins. Páll er hafsjór af skemmtilegum sögum af ævintýraferðum sínum um landið sem hann elskar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ELDGOS Í HOLUHRAUNI. „Það hefur aðeins hent mig tvisvar að geta ekki tekið mynd. Náttúran er svo stór og sterk að ég einfaldlega missi andann, verð agndofa. Fyrra skiptið var í dagrenningu í Tansaníu þegar ég var á leið niður í Ngorongoro-gíginn. Hitt þegar ég kom að gígaröðinni í Holuhrauni, nokkrum klukkustundum eftir að gos hófst þar á síðasta degi ágústmánaðar 2014.“ MYND/PÁLL STEFÁNSSON Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Að því loknu horfði hann á mig og sagði svo af yfirvegun: „Páll, þú ert fífl.“ Svo mörg voru þau orð. Páll skellihlær við tilhugsunina. LANGANES „Ég hef alltaf haldið mikið upp á Langanes. Líklega vegna þess að hvergi á Íslandi er maður nær náttúruöflunum.“ MYND/PÁLL STEFÁNSSON MENNING 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C 8 -8 A 3 0 1 5 C 8 -8 8 F 4 1 5 C 8 -8 7 B 8 1 5 C 8 -8 6 7 C 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 1 2 0 s C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.