Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 98

Fréttablaðið - 15.08.2015, Side 98
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 58 Fyrir skömmu sendi Alda Björk Valdimarsdóttir frá sér sína fyrstu ljóðabók; Við sem erum blind og nafnlaus. Bókin skiptist í fimm hluta en það sem bindur viðfangs- efnin saman er að öll snúast þau um samskipti eða samskiptaleysi, um leiðir til þess að tjá mikilvæga hluti og ógöngurnar sem einstak- lingurinn stendur stundum frammi fyrir þegar honum er orða vant. Alda Björk hefur tekist á við ljóðið í rúman áratug og eru elstu ljóðin í bókinni frá þeim tíma auk þess sem ljóðið og bókmenntirnar hafa alltaf skipað stóran sess í lífi hennar, allt frá barnæsku. „Einu sinni þegar ég var svona sex ára var mamma að hlýða bróð- ur mínum yfir Heiðlóarkvæði eftir Jónas Hallgrímsson. Ég man enn eftir áfallinu sem ég upplifði við lokalínur ljóðsins: „Alla étið hafði þá / hrafn fyrir hálfri stundu!“ Bók- menntafræðingarnir kalla þetta rómantíska íróníu og setja aðferð- ina í ákveðið merkingarfræðilegt samhengi. Hér skiptir þó kannski meira máli hvernig ljóðlistin nær að tala beint til tilfinninganna, milliliðalaust og án skýringa, svo- lítið eins og tónlistin gerir. Það er kannski galdur hennar. Sterkt ljóð getur vegið jafn þungt og raunveru- leg lífsreynsla. Ég las ljóð á íslensku sem barn og unglingur en svo fór ég smám saman að lesa meira á öðrum tungu- málum. Þegar maður les ljóð þá er sérstaklega mikilvægt að lesa hægt og vera duglegur að fletta upp orðum og velta fyrir sér merking- araukum. Jafnvel einföldustu textar geta reynst margræðir ef skimað er undir yfirborðið.“ Alda Björk lauk doktorsprófi í almennri bókmenntafræði frá HÍ á síðasta ári þar sem hún fæst einn- ig við kennslu innan deildarinn- ar. Alda Björk skrifaði ritgerðina sína um bresku skáldkonuna Jane Austen eins og hún birtist okkur í samtímanum. „Ég hef einnig skrif- að um ýmsa íslenska höfunda, t.d. Hallgrím Helgason og Steinunni Sigurðardóttur. Síðustu árin hef ég jafnframt kennt innan bókmennta- fræðinnar, fyrst sem stundakennari en núna sem lektor. En málið með Jane Austen er að hún er einn áhrifamesti höfund- ur nútímalegrar skáldsagnagerð- ar, eins og sést svo vel þegar verk hennar eru borin saman við verk samtímahöfunda hennar. Vinsæld- ir hennar í dag stafa einfaldlega af því að hún talar ennþá til okkar á svo sterkan hátt. Höfundarheimur hennar er svo einstakur, hver per- sóna hefur sína rödd enda er hún líklega einna frægust fyrir persónu- sköpunina og tilþrifin í tungumál- inu og ekki má gleyma írónískri vit- undinni sem litar allt. Ég held upp á afskaplega marga 19. aldar höfunda, sérstaklega skáldsagnahöfunda. Ég sæki þangað þó fyrst og femst sem lesandi og kennari og finnst gaman að skoða þennan skáldskap í nútíma- legu samhengi. Í ljóðlistinni er það þó fyrst og fremst nútíminn sem talar til mín. Stílhefðir og persónusköpun 19. aldar liggja held ég ekki nálægt mínum stíl. Ég er fremur mótuð af skáldskap 20. og 21. aldar þegar kemur að mínum eigin skrifum.“ Prósinn er Öldu Björk einnig hugleikinn þó svo að ljóðlistin hafi yfirhöndina við skrifin um þessar mundir. „Ég hef skrifað prósa með- fram ljóðagerðinni og á eftir að sjá hvort það leiðir til einhvers. Ég birti t.d. eina smásögu í Stúdentablaðinu, en hún heitir Strikamerki. Ég ákvað þó að einbeita mér fyrst að ljóðabók- inni. Ég glímdi lengi við hugmynd- ina þegar ég setti saman bókina um hvort ég ætti að velja eitt við- fangsefni en ákvað svo að vera með nokkur þemu sem öll tengjast á ein- hvern hátt. Bókin snýst um tákn- kerfin sem við notum, um skilgrein- ingar þær sem við notum bæði til þess að ná utan um lífið og ná utan um heimsmynd okkar og fólkið sem við umgöngumst. En vissulega geta þær líka snúist gegn okkur og verið snúið gegn okkur. Ljóðin fjalla um ást og sorg, um mikilvægar mann- eskjur sem hverfa úr lífinu, um veruleikamörk og múrana sem við reisum í huga okkar.“ Aðspurð hvað ljóðið gefi henni svarar Alda Björk brosandi: „Hing- að til ekki mikið í aðra hönd, en ég á auðvitað eftir að sjá sölutölurn- ar. Það segir reyndar allt um ljóð- listina að svona margir skuli helga henni líf sitt í fullri vissu um að aldrei eigi þeir eftir að selja nema kannski svona þrjú, fjögur hundruð bækur, jafnvel þótt þeir nái himin- hæðum í listsköpun sinni og búi í milljónasamfélagi. Stundum er því haldið fram að ljóðskáld nútímans yrki fyrir önnur ljóðskáld. En auð- vitað á maður fyrst og fremst að yrkja fyrir sjálfan sig. Það er þó kannski líka út af þessu að hver les- andi vegur svo þungt í heimi ljóðs- ins. Svo eru íslensk ljóðskáld held ég svolítið heppin miðað við það sem gerist víða annars staðar. Ljóðið er ennþá tiltölulega sterkt á Íslandi. Þegar öllu er á botninn hvolft er það líklega bara svo að ljóðið velur þig frekar en öfugt.“ magnus@frettabladid.is Líklega er það ljóðið sem velur þig Alda Björk Valdimarsdóttir sendi nýverið frá sér sína fyrstu ljóðabók en á síðasta ári lauk hún doktorsprófi í bókmenntum. Fætur þínir eru reyrðir áður en þú ert send sködduð út í lífið. Þó manstu óljóst eftir birtunni sem braust gegnum þétt laufþykknið. Alda Björk Valdimarsdóttir DAUÐINN ER SKUGGI Í TRJÁNUM SKÁLDIÐ Alda Björk með ljóðabókina sína heima í stofu, innan um bækurnar sem skipa stóran sess í lífi hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Söngstjóri óskast Karlakór Keflavíkur leitar eftir söngstjóra. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af kórstjórn, sé áhugasamur, hress og drífandi auk þess að vera léttleikandi og spilandi á píanó. Upplýsingar veitir Þorvarður Guðmundsson formaður kórsins í síma699-2065 eða á netfanginu h4@simnet.is „Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sig- rúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðar- lega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föður- landið. „Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengj- ast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og falleg- um konum og á tvær glæsileg- ar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem ein- kennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýning- in opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli 11 og 16 til 9. september. gun@frettabladid. Birta að brjótast gegnum ský blandast eilífri heimþrá Þótt Ragna Sigrúnardóttir búi í Seattle þá málar hún íslenskar konur og móa- blóm og segir sömu seiglu og fínleika einkenna hvort tveggja. Hún opnar sýninguna Einurð í dag í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5. LISTAKONAN Mér finnst seiglan eink- ennandi fyrir Íslendinga, enda er Seigla titill einnar myndarinnar,“ segir Ragna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÓtrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C 8 -8 5 4 0 1 5 C 8 -8 4 0 4 1 5 C 8 -8 2 C 8 1 5 C 8 -8 1 8 C 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 1 2 0 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.